Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Átta þúsund viðbótarskammtar væntanlegir frá Pfizer Ísland fær átta þúsund viðbótarskammta af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer á öðrum ársfjórðungi frá því sem áður var gert ráð fyrir, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu. Innlent 17.3.2021 10:33 Stöðva tímabundið innlagnir nýrra sjúklinga í endurhæfingu Reykjalundur hefur stöðvað tímabundið innlagnir nýrra sjúklinga í endurhæfingu vegna eftirkasta Covid-19. Innlent 17.3.2021 08:01 „Miðað við hvernig staðan er í Evrópu held ég að Íslendingar geti verið sáttir“ Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Padova í C-deildinni á Ítalíu, ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær um stöðuna á Ítalíu vegna kórónuveirunnar. Emil býr í Verona með fjölskyldu sinni og eðlilega hefur þetta mikil áhrif á líf þeirra allra. Fótbolti 17.3.2021 07:01 Bóluefni AstraZeneca veitir einungis tíu prósenta vernd gegn suðurafríska afbrigðinu Bóluefni AstraZeneca við Covid-19 veitir mjög takmarkaða vörn gegn vægum veikindum af völdum suðurafríska afbrigðis kórónuveirunnar, ef marka má rannsókn sem birt var í dag. Erlent 16.3.2021 23:41 Skoða hvort erfiðara sé að greina nýtt afbrigði sem fannst í Frakklandi Nýtt afbrigði kórónuveirunnar hefur verið uppgötvað í Frakklandi. Afbrigðið er ekki talið meira smitandi eða valda alvarlegri veikindum en önnur, en kann að greinast illa í PCR-prófum. Erlent 16.3.2021 23:05 Moderna rannsakar áhrif bóluefnis síns á ung börn Bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna hefur hafið rannsóknir á bóluefni við Covid-19 sínu á hálfs árs til ellefu ára börnum. Frá þessu greindi fyrirtækið í tilkynningu. Erlent 16.3.2021 22:31 Norðmenn og Danir þyrftu ekki að fara í sóttkví tæki litakóðakerfi gildi í dag Heilbrigðisráðherra staðfestir að litakóðakerfi verði tekið upp á landamærum 1. maí. Þá fá Evrópulönd grænan, gulan eða rauðan lit eftir fjölda smita í landinu. Innlent 16.3.2021 20:00 Mikill áhugi á Íslandi og markaðsherferðir hafnar Forstjóri Icelandair segir afar jákvætt að farþegar utan Schengen fái að koma til landsins með gild bólusetningar-eða mótefnavottorð. Mikilvægustu markaðir félagsins séu þar. Íslandsstofa hefur þegar hafið markaðssátak í Bretlandi og skynjar mikinn áhuga á Íslandi. Innlent 16.3.2021 20:00 Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. Innlent 16.3.2021 19:50 Krafði ríkisstjórnina um kröftugri aðgerðir fyrir atvinnulausa Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnvöld þurfa að hreyfa sig hraðar og koma þeim sem hefðu verið atvinnulausir lengi til mun meiri aðstoðar en hingað til. Félagsmálaráðherra segir allar aðgerðir stjórnvalda miða við þetta og sú nýjasta sé sú viðamesta til sköpunar starfa. Innlent 16.3.2021 19:20 Vill heldur að fyrirkomulag á landamærum taki mið af þróun faraldurs Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist aðspurður í samtali við fréttastofu að hann hefði heldur viljað taka mið af þróun faraldursins áður en nokkru væri slegið föstu um fyrirkomulag á landamærunum. Innlent 16.3.2021 18:09 Eykur líkurnar á að „metnaðarfull“ sumaráætlunin gangi eftir „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir. Við höfum verið með mjög metnaðarfulla áætlun í sölu í sumar, bæði til Evrópu, Bretlands og síðan Bandaríkjanna, og þetta eykur líkurnar á því að hún gangi eftir.“ Innlent 16.3.2021 16:49 Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. Innlent 16.3.2021 16:43 Íslendingasumar og allt í blóma? Þeir eru fjölmargir sem tala af miklum sannfæringarkrafti, með rómantískt blik í auga, að fráleitt sé að breyta fyrirkomulagi á landamærum Íslands, til að erlendir ferðamenn geti heimsótt okkur á ný. Skoðun 16.3.2021 15:00 Svæsin útbrot eftir að hafa verið sprautuð með AstraZeneca Stella Jórunn A. Levy sjúkraliði fékk vel upphleypt útbrot um bringu og háls með tilheyrandi verk, kláða og sviða eftir bólusetningu. Hún telur víst að bóluefnið hafi vakið vírusinn. Innlent 16.3.2021 15:00 Bætir stöðuna gagnvart mikilvægum mörkuðum í Bretlandi og Bandaríkjunum Ferðamálaráðherra telur að nýjar reglur um bólusetningar- og mótefnavottorð utan Schengen-ríkja breyti stöðu ferðaþjónustunnar talsvert til hins betra. Þetta gefi greininni tækifæri til að markaðssetja sig fyrir ferðamenn frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Asíu. Innlent 16.3.2021 14:46 Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ Innlent 16.3.2021 14:36 Bréf í Icelandair hækka eftir tíðindi af vottorðum Gengi hlutabréfa í flugfélaginu Icelandair tóku vænan kipp upp á við um hádegisbil eftir að tilkynnt var að farþegar með bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen yrðu tekin gild. Þar með má meðal annars hleypa Bretum og Bandaríkjamönnum inn í landið sem hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. Viðskipti innlent 16.3.2021 14:35 Þessar breytingar á sóttvarnareglum taka gildi 18. mars Skrá þarf alla gesti á viðburðum og óheimilt er að bjóða upp á veitingar í hléi þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir tekur gildi. Þá þarf að passa betur upp á sóttvarnir á stöðum þar sem boðið er upp á hlaðborð. Reglugerðin tekur gildi 18. mars og gildir til 9. apríl. Innlent 16.3.2021 12:43 Smit gærdagsins tengist hópsýkingunni Smit þess sem greindist með kórónuveiruna í gær er rakið til hópsýkingarinnar sem blossaði upp um þarsíðustu helgi. Viðkomandi var í sóttkví við greiningu en úr því smitið tengist hópsmitinu er ljóst að líklegast er um breska afbrigðið að ræða. Innlent 16.3.2021 12:32 Ákvörðun um að hætta að nota AstraZeneca-bóluefni sögð „torskilin“ Ákvörðun Evrópuríkja um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca var tekin þrátt fyrir að alþjóðlegar stofnanir hafi engar sannanir séð fyrir tengslum þess við blóðtappa í fólki. Sérfræðingur segir ákvörðunina torskilda og að hún hafi afleiðingar. Erlent 16.3.2021 12:09 „Engar breytingar sem fólk mun finna fyrir“ Óverulegar breytingar taka gildi með nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir 18. mars. Helstu breytingar snúa að ráðstöfunum í kringum hlé á tónleikum og í leikhúsi. Fjöldamörk og annað helst óbreytt. Innlent 16.3.2021 11:57 Þeir sem eru bólusettir utan Schengen mega koma til landsins Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningarvottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Þar með má hleypa þeim inn í landið sem bólusettir eru gegn kórónuveirunni í til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum. Innlent 16.3.2021 11:25 Einn greindist með kórónuveiruna í gær Einn greindist með kórónuveiruna í gær. Sá sem greindist var í sóttkví. Þá greindust þrír á landamærunum, allir í seinni landamæraskimun. Innlent 16.3.2021 10:59 Stefnir í að 13 prósent kvenna í heiminum búi við sárafátækt Konum og stúlkum í heiminum sem draga fram lífið á 250 krónum íslenskum á dag fjölgar um 47 milljónir á árinu. Heimsmarkmiðin 16.3.2021 10:37 Ár síðan samkomubann tók gildi Í dag er ár síðan samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi hér á landi. Á miðnætti mánudaginn 16. mars 2020 tók gildi reglugerð þar sem kveðið var á um að ekki mættu fleiri en 100 manns koma saman, til dæmis á tónleikum, íþróttaviðburðum og við kirkjuathafnir. Innlent 16.3.2021 08:56 Svíar stöðva einnig notkun á bóluefni AstraZeneca Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneca þar til að Lyfjastofnun Evrópu hefur lokið rannsókn sinni á mögulegum aukaverkunum. Fjölmörg ríki Evrópu hafa nú þegar stöðvað notkunina, þar á meðal Ísland, eftir að fréttir bárust af því að að fólk hafi verið að fá blóðtappa í kjölfar sprautunnar. Erlent 16.3.2021 08:23 Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku Erlent 16.3.2021 07:33 Hittast á fundi og ræða bóluefni AstraZeneca Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar ætla að hittast í dag til að ræða bóluefnið frá Oxford-AstraZeneca, sem mörg Evrópuríki hafa ákveðið að hætta að nota tímabundið vegna fregna um að fólk hafi verið að fá blóðtappa í kjölfar sprautunnar. Erlent 16.3.2021 07:04 Ræða möguleikann á annarri ferðagjöf Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að til greina komi að gefa landsmönnum aðra ferðagjöf í sumar. Innlent 16.3.2021 07:01 « ‹ 153 154 155 156 157 158 159 160 161 … 334 ›
Átta þúsund viðbótarskammtar væntanlegir frá Pfizer Ísland fær átta þúsund viðbótarskammta af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer á öðrum ársfjórðungi frá því sem áður var gert ráð fyrir, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu. Innlent 17.3.2021 10:33
Stöðva tímabundið innlagnir nýrra sjúklinga í endurhæfingu Reykjalundur hefur stöðvað tímabundið innlagnir nýrra sjúklinga í endurhæfingu vegna eftirkasta Covid-19. Innlent 17.3.2021 08:01
„Miðað við hvernig staðan er í Evrópu held ég að Íslendingar geti verið sáttir“ Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Padova í C-deildinni á Ítalíu, ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær um stöðuna á Ítalíu vegna kórónuveirunnar. Emil býr í Verona með fjölskyldu sinni og eðlilega hefur þetta mikil áhrif á líf þeirra allra. Fótbolti 17.3.2021 07:01
Bóluefni AstraZeneca veitir einungis tíu prósenta vernd gegn suðurafríska afbrigðinu Bóluefni AstraZeneca við Covid-19 veitir mjög takmarkaða vörn gegn vægum veikindum af völdum suðurafríska afbrigðis kórónuveirunnar, ef marka má rannsókn sem birt var í dag. Erlent 16.3.2021 23:41
Skoða hvort erfiðara sé að greina nýtt afbrigði sem fannst í Frakklandi Nýtt afbrigði kórónuveirunnar hefur verið uppgötvað í Frakklandi. Afbrigðið er ekki talið meira smitandi eða valda alvarlegri veikindum en önnur, en kann að greinast illa í PCR-prófum. Erlent 16.3.2021 23:05
Moderna rannsakar áhrif bóluefnis síns á ung börn Bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna hefur hafið rannsóknir á bóluefni við Covid-19 sínu á hálfs árs til ellefu ára börnum. Frá þessu greindi fyrirtækið í tilkynningu. Erlent 16.3.2021 22:31
Norðmenn og Danir þyrftu ekki að fara í sóttkví tæki litakóðakerfi gildi í dag Heilbrigðisráðherra staðfestir að litakóðakerfi verði tekið upp á landamærum 1. maí. Þá fá Evrópulönd grænan, gulan eða rauðan lit eftir fjölda smita í landinu. Innlent 16.3.2021 20:00
Mikill áhugi á Íslandi og markaðsherferðir hafnar Forstjóri Icelandair segir afar jákvætt að farþegar utan Schengen fái að koma til landsins með gild bólusetningar-eða mótefnavottorð. Mikilvægustu markaðir félagsins séu þar. Íslandsstofa hefur þegar hafið markaðssátak í Bretlandi og skynjar mikinn áhuga á Íslandi. Innlent 16.3.2021 20:00
Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. Innlent 16.3.2021 19:50
Krafði ríkisstjórnina um kröftugri aðgerðir fyrir atvinnulausa Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnvöld þurfa að hreyfa sig hraðar og koma þeim sem hefðu verið atvinnulausir lengi til mun meiri aðstoðar en hingað til. Félagsmálaráðherra segir allar aðgerðir stjórnvalda miða við þetta og sú nýjasta sé sú viðamesta til sköpunar starfa. Innlent 16.3.2021 19:20
Vill heldur að fyrirkomulag á landamærum taki mið af þróun faraldurs Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist aðspurður í samtali við fréttastofu að hann hefði heldur viljað taka mið af þróun faraldursins áður en nokkru væri slegið föstu um fyrirkomulag á landamærunum. Innlent 16.3.2021 18:09
Eykur líkurnar á að „metnaðarfull“ sumaráætlunin gangi eftir „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir. Við höfum verið með mjög metnaðarfulla áætlun í sölu í sumar, bæði til Evrópu, Bretlands og síðan Bandaríkjanna, og þetta eykur líkurnar á því að hún gangi eftir.“ Innlent 16.3.2021 16:49
Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. Innlent 16.3.2021 16:43
Íslendingasumar og allt í blóma? Þeir eru fjölmargir sem tala af miklum sannfæringarkrafti, með rómantískt blik í auga, að fráleitt sé að breyta fyrirkomulagi á landamærum Íslands, til að erlendir ferðamenn geti heimsótt okkur á ný. Skoðun 16.3.2021 15:00
Svæsin útbrot eftir að hafa verið sprautuð með AstraZeneca Stella Jórunn A. Levy sjúkraliði fékk vel upphleypt útbrot um bringu og háls með tilheyrandi verk, kláða og sviða eftir bólusetningu. Hún telur víst að bóluefnið hafi vakið vírusinn. Innlent 16.3.2021 15:00
Bætir stöðuna gagnvart mikilvægum mörkuðum í Bretlandi og Bandaríkjunum Ferðamálaráðherra telur að nýjar reglur um bólusetningar- og mótefnavottorð utan Schengen-ríkja breyti stöðu ferðaþjónustunnar talsvert til hins betra. Þetta gefi greininni tækifæri til að markaðssetja sig fyrir ferðamenn frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Asíu. Innlent 16.3.2021 14:46
Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ Innlent 16.3.2021 14:36
Bréf í Icelandair hækka eftir tíðindi af vottorðum Gengi hlutabréfa í flugfélaginu Icelandair tóku vænan kipp upp á við um hádegisbil eftir að tilkynnt var að farþegar með bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen yrðu tekin gild. Þar með má meðal annars hleypa Bretum og Bandaríkjamönnum inn í landið sem hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. Viðskipti innlent 16.3.2021 14:35
Þessar breytingar á sóttvarnareglum taka gildi 18. mars Skrá þarf alla gesti á viðburðum og óheimilt er að bjóða upp á veitingar í hléi þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir tekur gildi. Þá þarf að passa betur upp á sóttvarnir á stöðum þar sem boðið er upp á hlaðborð. Reglugerðin tekur gildi 18. mars og gildir til 9. apríl. Innlent 16.3.2021 12:43
Smit gærdagsins tengist hópsýkingunni Smit þess sem greindist með kórónuveiruna í gær er rakið til hópsýkingarinnar sem blossaði upp um þarsíðustu helgi. Viðkomandi var í sóttkví við greiningu en úr því smitið tengist hópsmitinu er ljóst að líklegast er um breska afbrigðið að ræða. Innlent 16.3.2021 12:32
Ákvörðun um að hætta að nota AstraZeneca-bóluefni sögð „torskilin“ Ákvörðun Evrópuríkja um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca var tekin þrátt fyrir að alþjóðlegar stofnanir hafi engar sannanir séð fyrir tengslum þess við blóðtappa í fólki. Sérfræðingur segir ákvörðunina torskilda og að hún hafi afleiðingar. Erlent 16.3.2021 12:09
„Engar breytingar sem fólk mun finna fyrir“ Óverulegar breytingar taka gildi með nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir 18. mars. Helstu breytingar snúa að ráðstöfunum í kringum hlé á tónleikum og í leikhúsi. Fjöldamörk og annað helst óbreytt. Innlent 16.3.2021 11:57
Þeir sem eru bólusettir utan Schengen mega koma til landsins Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningarvottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Þar með má hleypa þeim inn í landið sem bólusettir eru gegn kórónuveirunni í til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum. Innlent 16.3.2021 11:25
Einn greindist með kórónuveiruna í gær Einn greindist með kórónuveiruna í gær. Sá sem greindist var í sóttkví. Þá greindust þrír á landamærunum, allir í seinni landamæraskimun. Innlent 16.3.2021 10:59
Stefnir í að 13 prósent kvenna í heiminum búi við sárafátækt Konum og stúlkum í heiminum sem draga fram lífið á 250 krónum íslenskum á dag fjölgar um 47 milljónir á árinu. Heimsmarkmiðin 16.3.2021 10:37
Ár síðan samkomubann tók gildi Í dag er ár síðan samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi hér á landi. Á miðnætti mánudaginn 16. mars 2020 tók gildi reglugerð þar sem kveðið var á um að ekki mættu fleiri en 100 manns koma saman, til dæmis á tónleikum, íþróttaviðburðum og við kirkjuathafnir. Innlent 16.3.2021 08:56
Svíar stöðva einnig notkun á bóluefni AstraZeneca Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneca þar til að Lyfjastofnun Evrópu hefur lokið rannsókn sinni á mögulegum aukaverkunum. Fjölmörg ríki Evrópu hafa nú þegar stöðvað notkunina, þar á meðal Ísland, eftir að fréttir bárust af því að að fólk hafi verið að fá blóðtappa í kjölfar sprautunnar. Erlent 16.3.2021 08:23
Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku Erlent 16.3.2021 07:33
Hittast á fundi og ræða bóluefni AstraZeneca Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar ætla að hittast í dag til að ræða bóluefnið frá Oxford-AstraZeneca, sem mörg Evrópuríki hafa ákveðið að hætta að nota tímabundið vegna fregna um að fólk hafi verið að fá blóðtappa í kjölfar sprautunnar. Erlent 16.3.2021 07:04
Ræða möguleikann á annarri ferðagjöf Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að til greina komi að gefa landsmönnum aðra ferðagjöf í sumar. Innlent 16.3.2021 07:01