Ingó veðurguð í sóttkví eftir að hafa skemmt í starfsmannagleði Sylvía Hall skrifar 18. mars 2021 18:12 Ingó veðurguð er á leið í sóttkví. Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, er á leið í sóttkví. Hann skemmti á starfsmannagleði ION hótela á sunnudag en einn starfsmaður sem sótti samkvæmið greindist með veiruna í gær. „Ég er bara á leiðinni í sóttkví í þessum töluðu orðum, fékk fréttirnar áðan og er að sýna samfélagslega ábyrgð – drífa mig í sóttkví,“ sagði Ingó í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Ég er bara að pakka í töskurnar eins og segir í laginu.“ Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að vera smitaður; hann finni engin einkenni kórónuveirusmits og hafi sótthreinsað herbergið sitt rækilega enda sjálfur í sótthreinsibransanum um þessar mundir. Þá hafi hann ekki verið í miklum samskiptum við starfsmenn sem voru staddir í starfsmannagleðinni, sem hafi verið með rólegra yfirbragði en ella. „En ég ætla samt að fara í sóttkví eins og allir þurfa að gera þessa dagana.“ Að sögn Ingó hefur sóttkví einhver áhrif á tónlistarverkefni hans næstu daga. Hann taki því þó af æðruleysi og virði sína sóttkví. „Við lifum svolítið í veiruheimi og þurfum að taka ábyrgð á því,“ segir Ingó, sem ætlar að nýta tímann upp í sumarbústað með hundinum sínum. „Svo gerir maður armbeygjur og fer í heita pottinn.“ Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist Á fjórða tug hið minnsta eru í sóttkví eftir að starfsmaður ION hótela á Nesjavöllum greindist með kórónuveiruna í gær. Starfsmaðurinn hefur ekki verið við vinnu síðan í byrjun mars en sótti þó starfsmannagleði á sunnudag. Eigandi hótelsins segir starfsmanninn ekki hafa hugmynd um hvernig hann smitaðist. 18. mars 2021 14:36 Yfir hundrað í sóttkví vegna smitsins sem greindist í gær Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær. Enn liggur ekki fyrir hvort um sé að ræða hið svokallaða breska afbrigði veirunnar en búist er við að raðgreiningu ljúki í kvöld. 18. mars 2021 17:27 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
„Ég er bara á leiðinni í sóttkví í þessum töluðu orðum, fékk fréttirnar áðan og er að sýna samfélagslega ábyrgð – drífa mig í sóttkví,“ sagði Ingó í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Ég er bara að pakka í töskurnar eins og segir í laginu.“ Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að vera smitaður; hann finni engin einkenni kórónuveirusmits og hafi sótthreinsað herbergið sitt rækilega enda sjálfur í sótthreinsibransanum um þessar mundir. Þá hafi hann ekki verið í miklum samskiptum við starfsmenn sem voru staddir í starfsmannagleðinni, sem hafi verið með rólegra yfirbragði en ella. „En ég ætla samt að fara í sóttkví eins og allir þurfa að gera þessa dagana.“ Að sögn Ingó hefur sóttkví einhver áhrif á tónlistarverkefni hans næstu daga. Hann taki því þó af æðruleysi og virði sína sóttkví. „Við lifum svolítið í veiruheimi og þurfum að taka ábyrgð á því,“ segir Ingó, sem ætlar að nýta tímann upp í sumarbústað með hundinum sínum. „Svo gerir maður armbeygjur og fer í heita pottinn.“
Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist Á fjórða tug hið minnsta eru í sóttkví eftir að starfsmaður ION hótela á Nesjavöllum greindist með kórónuveiruna í gær. Starfsmaðurinn hefur ekki verið við vinnu síðan í byrjun mars en sótti þó starfsmannagleði á sunnudag. Eigandi hótelsins segir starfsmanninn ekki hafa hugmynd um hvernig hann smitaðist. 18. mars 2021 14:36 Yfir hundrað í sóttkví vegna smitsins sem greindist í gær Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær. Enn liggur ekki fyrir hvort um sé að ræða hið svokallaða breska afbrigði veirunnar en búist er við að raðgreiningu ljúki í kvöld. 18. mars 2021 17:27 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
Hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist Á fjórða tug hið minnsta eru í sóttkví eftir að starfsmaður ION hótela á Nesjavöllum greindist með kórónuveiruna í gær. Starfsmaðurinn hefur ekki verið við vinnu síðan í byrjun mars en sótti þó starfsmannagleði á sunnudag. Eigandi hótelsins segir starfsmanninn ekki hafa hugmynd um hvernig hann smitaðist. 18. mars 2021 14:36
Yfir hundrað í sóttkví vegna smitsins sem greindist í gær Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær. Enn liggur ekki fyrir hvort um sé að ræða hið svokallaða breska afbrigði veirunnar en búist er við að raðgreiningu ljúki í kvöld. 18. mars 2021 17:27