Forsætisráðherra segir ástæðulaust að hafa áhyggjur af litakóðunarkerfinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2021 12:39 Katrín Jakobsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sátu fyrir svörum eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Staðreyndin er sú að jafnvel þótt nýtt litakóðunarkerfi tæki gildi í dag er staðan í Evrópu þannig að allir þyrftu að sæta tvöfaldri skimun og sóttkví við komuna hingað til lands og framvísa neikvæðu PCR-prófi. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi nú í morgun, spurð um spurningar sem hafa vaknað um kerfið. Litakóðununarkerfið mun taka gildi 1. maí næstkomandi og felur í sér að þeir sem koma frá ríkjum sem Sóttvarnastofnun Evrópu metur græn eða appelsínugul þarf ekki að sæta tvöfaldri skimun og sóttkví, heldur nægir að framvísa neikvæðu PCR-prófi á brottfararstað og fara í eina skimun við komun til landsins. Fái fólk neikvætt svar úr þeirri skimun er það frjálst ferða sinna. Meðal þeirra sem lýst hafa yfir áhyggjum af kerfinu er Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en Katrín segir stjórnvöld eiga eftir að funda með sóttvarnayfirvöldum til að útfæra ýmis atriði, til að mynda hvað eigi að gera þegar svæði innan ríkja eru flokkuð með mismunandi hætti, það er að segja eitt grænt en annað rautt, svo dæmi sé nefnt. Þá þurfi að skoða hvernig tryggja megi að fólk sé að segja satt um það hvaðan það er að koma. Í skoðun hvaða vottorð verða tekin gild Katrín segir stjórnvöld hafa stigið varlega til jarðar varðandi aðgerðir á landamærunum. Spurð að því hvort hún sjái fyrir sér að breyttar aðstæður, til dæmis hvað varðar faraldurinn og bólusetningar hérlendis, gætu haft áhrif á tímasetninguna 1. maí, segist hún hafa meiri áhyggjur af nýjum afbrigðum. Vel komi til greina að fjölga starfsmönnum í landamæraeftirlitinu í Keflavík. Fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að nýja litakóðunarkerfið verði til þess að fólk streymi til landsins, þar sem aðstæður erlendis séu með þeim hætti að núgildandi takmarkanir giltu hvort eð er. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var eftir ríkisstjórnarfundinn spurð út í ákvörðunina um að taka gild bólusetningarvottorð utan Schengen. Sagði hún lagt upp með að treysta bólusetningarferlinu og vottorðunum og að láta sömu reglur gilda um Bretland og Þýskaland, til dæmis. Reglurnar taka gildi í lok næstu viku en ráðherra sagði verið að útfæra hvaða vottorð nákvæmlega yrðu gild. Það væri verkefni sóttvarnalæknis en líklega yrði miðað við bólusetningar með bóluefnum sem hefðu verið samþykkt af Lyfjastofnun Evrópu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. 18. mars 2021 13:04 Ísland enn eina „græna“ land álfunnar Aftur er Ísland eina land Evrópu sem skilgreint er sem „grænt“ á nýuppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Auk Íslands eru tvö fylki í Noregi skilgreind sem „græn“. 19. mars 2021 07:59 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira
Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi nú í morgun, spurð um spurningar sem hafa vaknað um kerfið. Litakóðununarkerfið mun taka gildi 1. maí næstkomandi og felur í sér að þeir sem koma frá ríkjum sem Sóttvarnastofnun Evrópu metur græn eða appelsínugul þarf ekki að sæta tvöfaldri skimun og sóttkví, heldur nægir að framvísa neikvæðu PCR-prófi á brottfararstað og fara í eina skimun við komun til landsins. Fái fólk neikvætt svar úr þeirri skimun er það frjálst ferða sinna. Meðal þeirra sem lýst hafa yfir áhyggjum af kerfinu er Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en Katrín segir stjórnvöld eiga eftir að funda með sóttvarnayfirvöldum til að útfæra ýmis atriði, til að mynda hvað eigi að gera þegar svæði innan ríkja eru flokkuð með mismunandi hætti, það er að segja eitt grænt en annað rautt, svo dæmi sé nefnt. Þá þurfi að skoða hvernig tryggja megi að fólk sé að segja satt um það hvaðan það er að koma. Í skoðun hvaða vottorð verða tekin gild Katrín segir stjórnvöld hafa stigið varlega til jarðar varðandi aðgerðir á landamærunum. Spurð að því hvort hún sjái fyrir sér að breyttar aðstæður, til dæmis hvað varðar faraldurinn og bólusetningar hérlendis, gætu haft áhrif á tímasetninguna 1. maí, segist hún hafa meiri áhyggjur af nýjum afbrigðum. Vel komi til greina að fjölga starfsmönnum í landamæraeftirlitinu í Keflavík. Fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að nýja litakóðunarkerfið verði til þess að fólk streymi til landsins, þar sem aðstæður erlendis séu með þeim hætti að núgildandi takmarkanir giltu hvort eð er. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var eftir ríkisstjórnarfundinn spurð út í ákvörðunina um að taka gild bólusetningarvottorð utan Schengen. Sagði hún lagt upp með að treysta bólusetningarferlinu og vottorðunum og að láta sömu reglur gilda um Bretland og Þýskaland, til dæmis. Reglurnar taka gildi í lok næstu viku en ráðherra sagði verið að útfæra hvaða vottorð nákvæmlega yrðu gild. Það væri verkefni sóttvarnalæknis en líklega yrði miðað við bólusetningar með bóluefnum sem hefðu verið samþykkt af Lyfjastofnun Evrópu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. 18. mars 2021 13:04 Ísland enn eina „græna“ land álfunnar Aftur er Ísland eina land Evrópu sem skilgreint er sem „grænt“ á nýuppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Auk Íslands eru tvö fylki í Noregi skilgreind sem „græn“. 19. mars 2021 07:59 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira
„Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. 18. mars 2021 13:04
Ísland enn eina „græna“ land álfunnar Aftur er Ísland eina land Evrópu sem skilgreint er sem „grænt“ á nýuppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Auk Íslands eru tvö fylki í Noregi skilgreind sem „græn“. 19. mars 2021 07:59