Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Fyrir hvern var þessi leiksýning?

Ég hef séð ýmislegt um dagana, en þessi blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í Hörpu fyrr í dag var með því allra ósvífnasta sem ég hef séð.

Skoðun
Fréttamynd

Smituð í FÁ og grunur um smit á Selfossi

Þrjátíu nemendur og þrír kennarar í Fjölbrautarskólanum við Ármúla eru komnir í sóttkví. Nemandi við skólann hefur greinst með Covid-19 en viðkomandi á yngra systkin á leikskólanum Jörfa hvar hópsmit kom upp. Þetta staðfestir Magnús Ingvarsson skólameistari við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Síbreytileiki sóttvarnaraðgerða

Það er óhætt að segja að Covid-19 hafi skapað nýjan raunveruleika fyrir okkur öll. Þjóðríki standa frammi fyrir erfiðum úrlausnarefnum. Hvernig á að haga málum þannig hægt sé að viðhalda þeirri samfélagsmynd sem mótast hefur í hverju landi?

Skoðun
Fréttamynd

Á annað hundrað í Álftamýrarskóla í sóttkví

Um hundrað nemendur og sextán kennarar við Álftamýrarskóla eru farnir í sóttkví þar til þeir fá niðurstöðu úr skimun á föstudaginn. Um er að ræða nemendur og kennara í 8., 9. og 10. bekk skólans. Nemandi í 9. bekk greindist með Covid-19.

Innlent
Fréttamynd

Telja losun færast í fyrra horf strax á þessu ári

Tímabundinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra gengur nær algerlega til baka á þessu ári ef marka má spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA). Útlit er fyrir mestu aukningu í losun á milli ára í meira en áratug.

Erlent
Fréttamynd

Bólu­setja í stórum stíl undir sin­fóníu­tónum

Stór bólusetningardagur verður í Laugardalshöll í dag þegar byrjað verður að bólusetja fólk á öllum aldri með undirliggjandi langvinna sjúkdóma. Dagurinn verður óvenjulegur að því leytinu til að Sinfoníuhljómsveit Íslands mun spila undir. 

Innlent
Fréttamynd

Gætu þurft að herða tökin í skólunum

Sóttvarnalæknir segir að ef fram fer sem horfir þurfi að grípa til hertari aðgerða í samfélaginu og nefnir skólana sérstaklega. Tuttugu og einn greindist með kórónuveiruna í gær.

Innlent
Fréttamynd

Svandís boðar blaðamannafund

Boðað hefur verið til blaðamannafundar um ráðstafanir á landamærum klukkan 16:00 í Hörpu, samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

„Lokum allt þetta hyski inni“

Ásdís Halla Bragadóttir, rithöfundur með meiru, geldur varhug við frumvarpi Samfylkingarinnar um sóttvarnarhótel og segir það ekki aðeins afturhvarf til fortíðar heldur popúlískt að upplagi.

Innlent
Fréttamynd

62 prósent hefðu viljað skikka fólk á sóttvarnahótel

Um 34 prósent landsmanna eru sátt við nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um aðgerðir á landamærum sem fela í sér að komufarþegar til Íslands sem eiga að fara í sóttkví geti verið í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.

Innlent
Fréttamynd

Lokum þau inni - bara svona til vonar og vara

Fyrir margt löngu beið fíkniefnalögreglan mín á Keflavíkurflugvelli. Ég var tekin afsíðis í klefa, á mér leitað hátt og lágt, allt í töskunni tekið í sundur og skoðað gaumgæfilega.

Skoðun
Fréttamynd

Óbólusett í áhættuhóp en neyðist til að mæta í próf: „Eins og maður sé einn í liði á móti heiminum“

Helga Margrét Agnarsdóttir, laganemi á þriðja ári við Háskóla Íslands, segir mikið stress og óánægju ríkja meðal laganema vegna komandi lokaprófa sem að óbreyttu stendur til að fari fram í háskólanum. Sjálf er Helga Margrét í áhættuhópi og hefur síðastliðið ár ekki hitt marga úr fjölskyldu sinni og nánustu vini. Hún kvíðir því að þurfa að mæta í skólann til að taka próf og kallar eftir því að deildin taki ákvörðun um að bjóða upp á heimapróf í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu sökum kórónuveirufaraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Leggjast gegn bólusetningarvottorði til ferðalaga

Sérfræðinganefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) leggst gegn því að ríki gerir sönnun fyrir því að fólk hafi verið bólusett gegn kórónuveirunni að forsendu fyrir því að það fái að ferðast á milli landa. Slíkt fyrirkomulag er talið auka á ójöfnuð og skapa nýjan ójöfnuð í ferðafrelsi í fólks.

Erlent
Fréttamynd

Sjaldan tekið jafn mikið af sýnum og í dag

Um þrjú þúsund sýni voru tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag og myndaðist á tímabili löng röð fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut sem teygði sig upp í Ármúla.

Innlent
Fréttamynd

Leggja fram frumvarp sem heimilar skyldudvöl í sóttvarnahúsi

Í ljósi þess að tvær hópsýkingar geisa nú innanlands hefur þingflokkur Samfylkingarinnar ákveðið að leggja fram, við fyrsta tækifæri, frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda komufarþega til dvalar í sóttvarnarhúsi.

Innlent