Bólusetning myndi draga úr álagi á foreldra langveikra barna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. apríl 2021 21:15 Guðrún Helga hefur áhyggjur af auknu álagi á foreldra langveikra barna. Þá þyngist róður félagsins stöðugt. Vísir/Sigurjón Foreldrar langveikra barna kalla eftir því að fá forgang í bólusetningar við kórónuveirunni. Sumir hafa þurft að vera í nær stöðugu verndarsóttkví á heimili sínu og segja velvild vinnuveitenda sinna að þolmörkum komna. Hátt í fimm hundruð fjölskyldur eru skráðar í stuðningsfélagið Einstök börn, sem er fyrir börn og ungmenni með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni. Þar af leiðandi hefur stór hópur foreldra barnanna þurft að vera frá vinnu í svokölluðu verndarsóttví. „Ítrekað eru þessir foreldrar búnir að vera heima í launalausum fríum. Sumir kláruðu sumarfríin sín í vetur og þar af leiðandi horfa fram á sumarið í sömu aðstæðum, að geta ekki tekið sumarfrí með börnunum sínum eða fjölskyldunni sinni vegna þess að sumarfrí og frítökuréttur er allur farinn,” segir Guðrún Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Einstakra barna. Þá hafi börn ekki getað sótt skóla og afþreyingarþjónusta sé nú af skornum skammti. „Við erum með stóran hóp foreldra sem er hreinlega að brenna út vegna skorts á þjónustu og umhverfi,” segir hún. Því hafi Einstök börn og fleiri stuðningsfélög kallað eftir því að þessi hópur fái bólusetningu við kórónuveirunni hið fyrsta. Það dragi úr álagi og veiti fólki ákveðna hugarró. „Það að við myndum bólusetja þessa foreldra sem eiga börn og eiga í hættu á að bera sjúkdómana til þeirra myndi kannski róa aðeins aðstæður og gefa fólki smá svigrúm. Vegna þess að mikið af þessum fjölskyldum eru í verndarsóttkvíum og hafa verið það ítrekað síðustu tólf mánuðina, sem er líka þungbært.” Engin svör hafi hins vegar fengist. „Við sýnum því fullan skilning að það er ekki hægt að bólusetja börn því það er enn verið að rannsaka hvaða áhrif það hefur á þau. En þá köllum við eftir því að það sé bólusetning á þessa foreldra,” segir Guðrún. Hún segir álagið á félagið sjálft einnig hafa aukist gríðarlega, og nefnir í því samhengi að símtalafjöldinn hafi fjórfaldast á síðustu mánuðum. „Við höfum ekki verið á fjárlögum ríkisins þannig að við höfum verið að kalla eftir því að samfélagið hjálpi okkur. Því við getum ekki annað þessum þunga endalaust án þess að fá aðstoð frá samfélaginu.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Hátt í fimm hundruð fjölskyldur eru skráðar í stuðningsfélagið Einstök börn, sem er fyrir börn og ungmenni með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni. Þar af leiðandi hefur stór hópur foreldra barnanna þurft að vera frá vinnu í svokölluðu verndarsóttví. „Ítrekað eru þessir foreldrar búnir að vera heima í launalausum fríum. Sumir kláruðu sumarfríin sín í vetur og þar af leiðandi horfa fram á sumarið í sömu aðstæðum, að geta ekki tekið sumarfrí með börnunum sínum eða fjölskyldunni sinni vegna þess að sumarfrí og frítökuréttur er allur farinn,” segir Guðrún Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Einstakra barna. Þá hafi börn ekki getað sótt skóla og afþreyingarþjónusta sé nú af skornum skammti. „Við erum með stóran hóp foreldra sem er hreinlega að brenna út vegna skorts á þjónustu og umhverfi,” segir hún. Því hafi Einstök börn og fleiri stuðningsfélög kallað eftir því að þessi hópur fái bólusetningu við kórónuveirunni hið fyrsta. Það dragi úr álagi og veiti fólki ákveðna hugarró. „Það að við myndum bólusetja þessa foreldra sem eiga börn og eiga í hættu á að bera sjúkdómana til þeirra myndi kannski róa aðeins aðstæður og gefa fólki smá svigrúm. Vegna þess að mikið af þessum fjölskyldum eru í verndarsóttkvíum og hafa verið það ítrekað síðustu tólf mánuðina, sem er líka þungbært.” Engin svör hafi hins vegar fengist. „Við sýnum því fullan skilning að það er ekki hægt að bólusetja börn því það er enn verið að rannsaka hvaða áhrif það hefur á þau. En þá köllum við eftir því að það sé bólusetning á þessa foreldra,” segir Guðrún. Hún segir álagið á félagið sjálft einnig hafa aukist gríðarlega, og nefnir í því samhengi að símtalafjöldinn hafi fjórfaldast á síðustu mánuðum. „Við höfum ekki verið á fjárlögum ríkisins þannig að við höfum verið að kalla eftir því að samfélagið hjálpi okkur. Því við getum ekki annað þessum þunga endalaust án þess að fá aðstoð frá samfélaginu.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira