Farið yfir skrítna tíma á fyrsta degi sumars Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. apríl 2021 07:00 Ef Covid-19 væri persóna, þá væri hún kannski svona. Vísir/RAX Fuglahræðan sem varð á vegi ljósmyndarans Ragnars Axelssonar á dögunum, er svolítið táknræn fyrir þá skrítnu tíma sem við erum að ganga í gegnum. Síðasta árið hefur verið erfitt, lærdómsríkt, furðulegt og á tímum ógnvekjandi. Óvissan hefur oft verið mikil og áhyggjurnar nánast óbærilegar. Þetta hlýtur nú bara að fara að klárast í sumar, segir ljósmyndarinn bjartsýnn þegar við förum yfir myndirnar hans. Eflaust er hann líka spenntur að komast aftur á flakk að mynda heiminn og skrásetja lífið á Norðurslóðum. En á meðan heimsfaraldurinn geisar, myndar hann lífið á Íslandi á tímum Covid-19. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn. Í háloftunum, fljúgandi eins og fugl.Vísir/RAX Þegar sól hækkar á lofti eru Íslendingar oft eins og beljur sem hleypt er út á vorin. Ótrúlegir hæfileikar.Vísir/RAX Heiminum okkar hefur verið snúið á hvolf síðustu mánuði en við sjáum nú fyrir endann á þessu. Það er alveg hægt að æfa þó að líkamsræktarstöðvar loki.Vísir/RAX Stundum virðist samt eins og tíminn standi í stað. Dagar, vikur og mánuðir renna í eitt. Það skiptir máli að hafa góðan stuðning.Vísir/RAX Það eru ekki bara börnin sem hafa gaman af því að hoppa á trampólínum í görðum og á útivistarsvæðum. Öllu snúið við.Vísir/RAX Ungir sem aldnir geta gleymt áhyggjum sínum um stund með því að hoppa , eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Sumir fara með himinskautum í háloftaleikfimi. Engar áhyggjur á þessum andlitum.Vísir/RAX Þegar sú gula lætur sjá sig, léttir oft yfir Íslendingum. Talið niður í sumarfrí.Vísir/RAX Hlæjandi börn fylla alla leikvelli, hestamenn í reiðtúrum sjást víða og enn fleiri hlauparar og hjólreiðamenn sjást á göngustígum bæjarfélaga. Stundum þarf bara að setja grímurnar upp á haus í hita leiksins á, börn að leik á Seyðisfirði.Vísir/RAX Þó að það séu vissulega takmarkanir í gangi vegna heimsfaraldursins, þá getum við verið þakklát fyrir að geta látið okkur fljóta í sundlaugum, heitum pottum og náttúrulaugum um land allt. Þessi virðist algjörlega áhyggjulaus.Vísir/RAX Það er eitthvað svo einstaklega íslenskt við menninguna í heitu pottunum, samtölin um pólitík, íþróttir og allt þar á milli. Þér leiðist aldrei þó þú farir einn í sund og þú getur alltaf fundið einhvern til að spjalla við um heima og geyma. Allir að passa bilið.Vísir/RAX Krakkar mega nú æfa íþróttir aftur og sundið er þar engin undantekning. En á meðan við getum flatmagað í laugum landsins og einbeitt okkur að persónulegu hreinlæti og fjarlægðartakmörkunum, er þríeykið að brjóta heilann um næstu skref, hópsmit og upplýsingafundi. Kátir sundkrakkar njóta þess að vera í lauginni.Vísir/RAX Jú Alma Möller landlæknir var frekar áhyggjufull þegar RAX gekk fram hjá henni, þar sem hún var sennilega að hugsa um okkur hin. Alma Möller varð amma í fyrsta skipti á dögunum, tvíburastúlkur.Vísir/RAX Helgi Björns hefur tekið að sér að skemmta fólki heima í stofu, á meðan tónleikar, sýningar og aðrir viðburðir þurfa að bíða betri tíma. Hér er hann á sínum stað, þar sem hann kann best við sig. Hvað sérð þú marga Helga á þessar mynd?Vísir/RAX Litlir ferfætlingar fagna því sennilega að Íslendingar hafa líklega aldrei verið jafn duglegir að viðra sig með gönguferðum um sitt nánasta hverfi. Forvitinn lítill hundur fylgist með hvort allir séu ekki að passa tveggja metra regluna.Vísir/RAX Það er erfitt að átta sig á því hvort þessi unga stúlka er í uppnámi yfir ástandinu, ruglandi reglum um landamæri eða hvort hún er einfaldlega í feluleik eða að hvíla lúin bein. Ísland á tímum Covid.Vísir/RAX Þessi skrítna veira sem hefur breytt okkar heimsmynd, að minnsta kosti tímabundið. Ástandið hefur valdið því að margir upplifa einmanaleika, einangrun og söknuð. Einmanna lítill bangsi.Vísir/RAX Fjöldi fólks hefur þurft að dvelja einir í veikindunum og í sóttkví, fjarri öllum sínum nánustu. Mannlegu samskiptin fara flest fram í gegnum síma og fjarfundabúnað. Enginn getur komið í heimsókn. Vinsamlegast hringið.Vísir/RAX Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir var þungt hugsi þegar RAX hitti á hann í Hörpu tónlistarhúsi. Óvissan er enn mikil. Hugsanlega verður að herða öll sóttvarnartilmæli innanlands áður en hægt verður að byrja að aflétta þeim í sumar. Þórólfur sinnir ekki auðveldasta starfinu á Íslandi í augnablikinu.Vísir/RAX Á meðan bíðum við jafn óþolinmóð eins og þessir spýtukarlar eftir að fá að hitta allt fólkið okkar, knúsa alla vinina, ferðast og allt það sem við söknum að gera. Biðin endalausa.Vísir/RAX Ljósmyndun RAX Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Martraðir, óráð og eftirköst Covid-19 „Það er eins og mannkynið hafi í fyrsta skiptið í sögunni sameinast, við höfum eignast sameiginlegan óvin,“ segir Jón Ársæll Þórðarson sem veiktist illa af Covid-19. 3. apríl 2021 07:00 Glóandi jörð og nýir gígar í gegnum linsu RAX Það var fjölmenni við gosstöðvarnar á Reykjanesi seint í gær, þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari Vísis var þar að mynda. 14. apríl 2021 19:02 „Ég var alveg viss um að ég myndi deyja næst“ „Mér líður alveg bærilega en þetta er búið að taka ótrúlega langan tíma,“ segir Pétur Reynisson, sem nýlega lauk endurhæfingu á Reykjalundi vegna Covid-19 eftirkasta. Pétur missti báða foreldra sína í vegna Covid-19 og voru þau fyrst til að falla frá vegna faraldursins hér á landi. 23. janúar 2021 07:00 „Við förum bara þegar þú kemur næst“ Ragnar Axelsson ljósmyndari hitti fyrst Halldór Agnar Jónasson á sjúkrahúsinu á Akureyri. Halldór, betur þekktur sem Dóri, var þá með Covid-19 og barðist fyrir lífi sínu. Hann sagði við RAX að hann hafði valið að fara ekki í öndunarvél, taldi að hann myndi ekki lifa það af. 1. janúar 2021 07:00 „Eins og að vera einn í heiminum“ Síðustu mánuði hefur ljósmyndarinn Ragnar Axelsson myndað lífið á Íslandi á tímum Covid-19 og skrásett áhrifin á okkar samfélag. Hér á Vísi munu birtast nokkrir myndaþættir með einstökum ljósmyndum RAX frá þessu óvenjulega og erfiða ári. Þetta er sá fyrsti í röðinni. 30. desember 2020 07:01 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Síðasta árið hefur verið erfitt, lærdómsríkt, furðulegt og á tímum ógnvekjandi. Óvissan hefur oft verið mikil og áhyggjurnar nánast óbærilegar. Þetta hlýtur nú bara að fara að klárast í sumar, segir ljósmyndarinn bjartsýnn þegar við förum yfir myndirnar hans. Eflaust er hann líka spenntur að komast aftur á flakk að mynda heiminn og skrásetja lífið á Norðurslóðum. En á meðan heimsfaraldurinn geisar, myndar hann lífið á Íslandi á tímum Covid-19. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn. Í háloftunum, fljúgandi eins og fugl.Vísir/RAX Þegar sól hækkar á lofti eru Íslendingar oft eins og beljur sem hleypt er út á vorin. Ótrúlegir hæfileikar.Vísir/RAX Heiminum okkar hefur verið snúið á hvolf síðustu mánuði en við sjáum nú fyrir endann á þessu. Það er alveg hægt að æfa þó að líkamsræktarstöðvar loki.Vísir/RAX Stundum virðist samt eins og tíminn standi í stað. Dagar, vikur og mánuðir renna í eitt. Það skiptir máli að hafa góðan stuðning.Vísir/RAX Það eru ekki bara börnin sem hafa gaman af því að hoppa á trampólínum í görðum og á útivistarsvæðum. Öllu snúið við.Vísir/RAX Ungir sem aldnir geta gleymt áhyggjum sínum um stund með því að hoppa , eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Sumir fara með himinskautum í háloftaleikfimi. Engar áhyggjur á þessum andlitum.Vísir/RAX Þegar sú gula lætur sjá sig, léttir oft yfir Íslendingum. Talið niður í sumarfrí.Vísir/RAX Hlæjandi börn fylla alla leikvelli, hestamenn í reiðtúrum sjást víða og enn fleiri hlauparar og hjólreiðamenn sjást á göngustígum bæjarfélaga. Stundum þarf bara að setja grímurnar upp á haus í hita leiksins á, börn að leik á Seyðisfirði.Vísir/RAX Þó að það séu vissulega takmarkanir í gangi vegna heimsfaraldursins, þá getum við verið þakklát fyrir að geta látið okkur fljóta í sundlaugum, heitum pottum og náttúrulaugum um land allt. Þessi virðist algjörlega áhyggjulaus.Vísir/RAX Það er eitthvað svo einstaklega íslenskt við menninguna í heitu pottunum, samtölin um pólitík, íþróttir og allt þar á milli. Þér leiðist aldrei þó þú farir einn í sund og þú getur alltaf fundið einhvern til að spjalla við um heima og geyma. Allir að passa bilið.Vísir/RAX Krakkar mega nú æfa íþróttir aftur og sundið er þar engin undantekning. En á meðan við getum flatmagað í laugum landsins og einbeitt okkur að persónulegu hreinlæti og fjarlægðartakmörkunum, er þríeykið að brjóta heilann um næstu skref, hópsmit og upplýsingafundi. Kátir sundkrakkar njóta þess að vera í lauginni.Vísir/RAX Jú Alma Möller landlæknir var frekar áhyggjufull þegar RAX gekk fram hjá henni, þar sem hún var sennilega að hugsa um okkur hin. Alma Möller varð amma í fyrsta skipti á dögunum, tvíburastúlkur.Vísir/RAX Helgi Björns hefur tekið að sér að skemmta fólki heima í stofu, á meðan tónleikar, sýningar og aðrir viðburðir þurfa að bíða betri tíma. Hér er hann á sínum stað, þar sem hann kann best við sig. Hvað sérð þú marga Helga á þessar mynd?Vísir/RAX Litlir ferfætlingar fagna því sennilega að Íslendingar hafa líklega aldrei verið jafn duglegir að viðra sig með gönguferðum um sitt nánasta hverfi. Forvitinn lítill hundur fylgist með hvort allir séu ekki að passa tveggja metra regluna.Vísir/RAX Það er erfitt að átta sig á því hvort þessi unga stúlka er í uppnámi yfir ástandinu, ruglandi reglum um landamæri eða hvort hún er einfaldlega í feluleik eða að hvíla lúin bein. Ísland á tímum Covid.Vísir/RAX Þessi skrítna veira sem hefur breytt okkar heimsmynd, að minnsta kosti tímabundið. Ástandið hefur valdið því að margir upplifa einmanaleika, einangrun og söknuð. Einmanna lítill bangsi.Vísir/RAX Fjöldi fólks hefur þurft að dvelja einir í veikindunum og í sóttkví, fjarri öllum sínum nánustu. Mannlegu samskiptin fara flest fram í gegnum síma og fjarfundabúnað. Enginn getur komið í heimsókn. Vinsamlegast hringið.Vísir/RAX Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir var þungt hugsi þegar RAX hitti á hann í Hörpu tónlistarhúsi. Óvissan er enn mikil. Hugsanlega verður að herða öll sóttvarnartilmæli innanlands áður en hægt verður að byrja að aflétta þeim í sumar. Þórólfur sinnir ekki auðveldasta starfinu á Íslandi í augnablikinu.Vísir/RAX Á meðan bíðum við jafn óþolinmóð eins og þessir spýtukarlar eftir að fá að hitta allt fólkið okkar, knúsa alla vinina, ferðast og allt það sem við söknum að gera. Biðin endalausa.Vísir/RAX
Ljósmyndun RAX Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Martraðir, óráð og eftirköst Covid-19 „Það er eins og mannkynið hafi í fyrsta skiptið í sögunni sameinast, við höfum eignast sameiginlegan óvin,“ segir Jón Ársæll Þórðarson sem veiktist illa af Covid-19. 3. apríl 2021 07:00 Glóandi jörð og nýir gígar í gegnum linsu RAX Það var fjölmenni við gosstöðvarnar á Reykjanesi seint í gær, þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari Vísis var þar að mynda. 14. apríl 2021 19:02 „Ég var alveg viss um að ég myndi deyja næst“ „Mér líður alveg bærilega en þetta er búið að taka ótrúlega langan tíma,“ segir Pétur Reynisson, sem nýlega lauk endurhæfingu á Reykjalundi vegna Covid-19 eftirkasta. Pétur missti báða foreldra sína í vegna Covid-19 og voru þau fyrst til að falla frá vegna faraldursins hér á landi. 23. janúar 2021 07:00 „Við förum bara þegar þú kemur næst“ Ragnar Axelsson ljósmyndari hitti fyrst Halldór Agnar Jónasson á sjúkrahúsinu á Akureyri. Halldór, betur þekktur sem Dóri, var þá með Covid-19 og barðist fyrir lífi sínu. Hann sagði við RAX að hann hafði valið að fara ekki í öndunarvél, taldi að hann myndi ekki lifa það af. 1. janúar 2021 07:00 „Eins og að vera einn í heiminum“ Síðustu mánuði hefur ljósmyndarinn Ragnar Axelsson myndað lífið á Íslandi á tímum Covid-19 og skrásett áhrifin á okkar samfélag. Hér á Vísi munu birtast nokkrir myndaþættir með einstökum ljósmyndum RAX frá þessu óvenjulega og erfiða ári. Þetta er sá fyrsti í röðinni. 30. desember 2020 07:01 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Martraðir, óráð og eftirköst Covid-19 „Það er eins og mannkynið hafi í fyrsta skiptið í sögunni sameinast, við höfum eignast sameiginlegan óvin,“ segir Jón Ársæll Þórðarson sem veiktist illa af Covid-19. 3. apríl 2021 07:00
Glóandi jörð og nýir gígar í gegnum linsu RAX Það var fjölmenni við gosstöðvarnar á Reykjanesi seint í gær, þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari Vísis var þar að mynda. 14. apríl 2021 19:02
„Ég var alveg viss um að ég myndi deyja næst“ „Mér líður alveg bærilega en þetta er búið að taka ótrúlega langan tíma,“ segir Pétur Reynisson, sem nýlega lauk endurhæfingu á Reykjalundi vegna Covid-19 eftirkasta. Pétur missti báða foreldra sína í vegna Covid-19 og voru þau fyrst til að falla frá vegna faraldursins hér á landi. 23. janúar 2021 07:00
„Við förum bara þegar þú kemur næst“ Ragnar Axelsson ljósmyndari hitti fyrst Halldór Agnar Jónasson á sjúkrahúsinu á Akureyri. Halldór, betur þekktur sem Dóri, var þá með Covid-19 og barðist fyrir lífi sínu. Hann sagði við RAX að hann hafði valið að fara ekki í öndunarvél, taldi að hann myndi ekki lifa það af. 1. janúar 2021 07:00
„Eins og að vera einn í heiminum“ Síðustu mánuði hefur ljósmyndarinn Ragnar Axelsson myndað lífið á Íslandi á tímum Covid-19 og skrásett áhrifin á okkar samfélag. Hér á Vísi munu birtast nokkrir myndaþættir með einstökum ljósmyndum RAX frá þessu óvenjulega og erfiða ári. Þetta er sá fyrsti í röðinni. 30. desember 2020 07:01