Jansen líklega fyrir þá sem erfitt er að ná aftur í bólusetningu Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2021 14:30 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, smitsjúkdómalæknir hjá embætti landlæknis. Vísir/Sigurjón Notkun bóluefnis frá framleiðandanum Jansen hefur verið samþykkt hér á landi og má búast við að í næstu viku verði þeir fyrstu bólusettir með efninu frá bandaríska fyrirtækinu Johnson & Johnson. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, smitsjúkdómalæknir hjá embætti Landlæknis, segir 2.400 skammta hafa borist nú þegar og annar skammtur berist í næstu viku. „Sem við komum vonandi fljótlega í notkun,“ segir Kamilla. Ekki er búið að kortleggja hvað hópur fær Jansen-bóluefnið hér á landi. „En líklegast verða það einstaklingar sem er erfiðara að ná til í næstu bólusetningu. Ef þeir eru með áhættuþætti en vinna til dæmis úti á sjó, þá er það kannski heppilegt bóluefni fyrir þá ef það verða margar vikur eða mánuðir í að þeir komi aftur til landsins. Svo eftir hendinni aðrir.“ Jansen bóluefnið er frábrugðið öðrum bóluefnum við kórónuveirunni að því leyti að það er aðeins gefið einu sinni. Bóluefni Pfizer, Moderna og AstraZeneca er gefið tvisvar. Spurð hvort að heimilislausir muni falla í þann hóp sem erfitt er að ná til segir hún það eiga eftir að koma í ljós. „Það er töluvert um aukaverkanir eftir þennan eina skammt þannig að við þurfum að passa að fólk hafi í einhver hús að vernda þá fyrstu dagana eftir bólusetningu ef þeir skyldu fá óþægindi. Við viljum ekki að allir fari á bráðamóttöku vegna flensueinkenna. Það þarf að huga vel að þessu og heilsugæslan ætlar að vinna að því með sveitarfélögunum hvernig er best að standa að þessu.“ Algengustu aukaverkanir Jansen-bóluefnisins eru flensueinkenni. „Það er mjög álíka tíðni og AstraZeneca miðað við þau gögn sem eru komin út,“ segir Kamilla. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, smitsjúkdómalæknir hjá embætti Landlæknis, segir 2.400 skammta hafa borist nú þegar og annar skammtur berist í næstu viku. „Sem við komum vonandi fljótlega í notkun,“ segir Kamilla. Ekki er búið að kortleggja hvað hópur fær Jansen-bóluefnið hér á landi. „En líklegast verða það einstaklingar sem er erfiðara að ná til í næstu bólusetningu. Ef þeir eru með áhættuþætti en vinna til dæmis úti á sjó, þá er það kannski heppilegt bóluefni fyrir þá ef það verða margar vikur eða mánuðir í að þeir komi aftur til landsins. Svo eftir hendinni aðrir.“ Jansen bóluefnið er frábrugðið öðrum bóluefnum við kórónuveirunni að því leyti að það er aðeins gefið einu sinni. Bóluefni Pfizer, Moderna og AstraZeneca er gefið tvisvar. Spurð hvort að heimilislausir muni falla í þann hóp sem erfitt er að ná til segir hún það eiga eftir að koma í ljós. „Það er töluvert um aukaverkanir eftir þennan eina skammt þannig að við þurfum að passa að fólk hafi í einhver hús að vernda þá fyrstu dagana eftir bólusetningu ef þeir skyldu fá óþægindi. Við viljum ekki að allir fari á bráðamóttöku vegna flensueinkenna. Það þarf að huga vel að þessu og heilsugæslan ætlar að vinna að því með sveitarfélögunum hvernig er best að standa að þessu.“ Algengustu aukaverkanir Jansen-bóluefnisins eru flensueinkenni. „Það er mjög álíka tíðni og AstraZeneca miðað við þau gögn sem eru komin út,“ segir Kamilla.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira