Norðmenn koma af fjöllum með lán á bóluefni til Íslendinga Snorri Másson skrifar 21. apríl 2021 15:49 „Algert bóluefnarugl“ segir ein helsta fréttastöð Noregs um Íslendinga. Norðmenn kannast ekki við það sem íslensk stjórnvöld boða, að hingað séu á leiðinni 16.000 skammtar af AstraZeneca-bóluefni. TV2 Norska heilbrigðisráðuneytið kannast ekki við að ætla að lána Íslendingum AstraZeneca-bóluefni. Það er þannig í mótsögn við íslensk stjórnvöld, sem fullyrða að hingað til lands séu 16.000 skammtar á leiðinni. Norska sjónvarpsstöðin TV2 spurði starfsmenn heilbrigðisráðuneytisins um málið í kjölfar umfjöllunar í íslenskum miðlum. Í svörum heilbrigðisráðuneytisins kom fram að þetta væru tíðindi í þeirra eyrum. Síðar sagði ráðuneytið að málið væri til skoðunar, samanber viðbót hér neðst í fréttinni. „Ríkisstjórnin hefur sett saman nefnd sérfræðinga sem meðal annars á að meta afleiðingar þess að nota bóluefni AstraZeneca og Janssen. Það er enn á áætlun að nota AztraZeneca í Noregi," skrifaði upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytisins í upphaflegu svari til TV2. Í svarinu sagði enn fremur að ekki væri á dagskrá að Norðmenn gæfu frá sér bóluefnið á þessum tímapunkti, því að enn væri möguleiki á að Norðmenn vildu nota skammtana sína sjálfir. „Þetta er eitthvað sem við munum taka ákvörðun um ef ákveðið verður að Noregur muni ekki nota bóluefnið,“ sagði í skriflegu svari upplýsingafulltrúans. Ráðgert er að heilbrigðisyfirvöld í Noregi segi frá ákvörðun sinni í málinu 10. maí. Aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, Iðunn Garðarsdóttir, segir í samtali við fréttastofu að bóluefnið sé sannarlega á leiðinni: „Við setjum ekki neitt á okkar vef sem er ekki rétt og staðfest,“ segir Iðunn. Norskir miðlar hafa margir fjallað um fyrirhugað bóluefnalán en þeim bárust fréttirnar fyrst í gegnum tilkynningu íslenskra stjórnvalda. Eini miðillinn sem hefur til þessa fengið svör frá norska ráðuneytinu er TV2. Þar kvaðst upplýsingafulltrúinn koma af fjöllum. Fullyrt var á vef Stjórnarráðsins í morgun að 16.000 skammtar af AstraZeneca væru væntanlegir til landsins. Heilbrigðisráðuneytið íslenska stendur við þær fullyrðingar. Norðmenn tilkynntu fyrr í mánuðinum að þeir væru hættir að nota AstraZeneca-bóluefnið á meðan enn væru uppi áhyggjur af því að áhættan af alvarlegum aukaverkunum væri meiri en ávinningurinn af ónæmi fyrir Covid-19. Ekki liggur fyrir hvenær á að endurskoða þetta. Danir hafa einnig látið af notkun efnisins en ekki af nákvæmlega sömu vísindalegu ástæðum. Heilbrigðisráðuneytið er þó ekki í viðræðum við þá um lán á bóluefni, samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Uppfært kl. 17.00: TV2 fékk rétt í þessu viðbót við fyrra svar frá norska heilbrigðisráðuneytinu, þar sem fram kemur að nú hafi norsk yfirvöld það til skoðunar að lána bóluefni. „Núna erum við að skoða að lána AstraZeneca-skammtana sem við eigum á lager. Því mati er ekki enn lokið en við væntum niðurstöðu bráðlega,“ segir Saliba Andreas Korkunc, embættismaður í heilbrigðisráðuneytinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Noregur Tengdar fréttir Íslendingar borga ekki krónu fyrir bóluefnið Norðmenn ætla að lána Íslendingum 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca og gert er ráð fyrir að skammtarnir berist til landsins um helgina. 21. apríl 2021 14:19 Norðmenn lána Íslendingum bóluefni Samkvæmt nýju samkomulagi Íslands og Noregs munu Íslendingar fá að láni 16.000 skammta af AstraZeneca bóluefni frá Noregi. 21. apríl 2021 10:18 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Landeigendur í Reynisfjöru skoða hvað megi bæta í upplýsingagjöf „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Norska sjónvarpsstöðin TV2 spurði starfsmenn heilbrigðisráðuneytisins um málið í kjölfar umfjöllunar í íslenskum miðlum. Í svörum heilbrigðisráðuneytisins kom fram að þetta væru tíðindi í þeirra eyrum. Síðar sagði ráðuneytið að málið væri til skoðunar, samanber viðbót hér neðst í fréttinni. „Ríkisstjórnin hefur sett saman nefnd sérfræðinga sem meðal annars á að meta afleiðingar þess að nota bóluefni AstraZeneca og Janssen. Það er enn á áætlun að nota AztraZeneca í Noregi," skrifaði upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytisins í upphaflegu svari til TV2. Í svarinu sagði enn fremur að ekki væri á dagskrá að Norðmenn gæfu frá sér bóluefnið á þessum tímapunkti, því að enn væri möguleiki á að Norðmenn vildu nota skammtana sína sjálfir. „Þetta er eitthvað sem við munum taka ákvörðun um ef ákveðið verður að Noregur muni ekki nota bóluefnið,“ sagði í skriflegu svari upplýsingafulltrúans. Ráðgert er að heilbrigðisyfirvöld í Noregi segi frá ákvörðun sinni í málinu 10. maí. Aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, Iðunn Garðarsdóttir, segir í samtali við fréttastofu að bóluefnið sé sannarlega á leiðinni: „Við setjum ekki neitt á okkar vef sem er ekki rétt og staðfest,“ segir Iðunn. Norskir miðlar hafa margir fjallað um fyrirhugað bóluefnalán en þeim bárust fréttirnar fyrst í gegnum tilkynningu íslenskra stjórnvalda. Eini miðillinn sem hefur til þessa fengið svör frá norska ráðuneytinu er TV2. Þar kvaðst upplýsingafulltrúinn koma af fjöllum. Fullyrt var á vef Stjórnarráðsins í morgun að 16.000 skammtar af AstraZeneca væru væntanlegir til landsins. Heilbrigðisráðuneytið íslenska stendur við þær fullyrðingar. Norðmenn tilkynntu fyrr í mánuðinum að þeir væru hættir að nota AstraZeneca-bóluefnið á meðan enn væru uppi áhyggjur af því að áhættan af alvarlegum aukaverkunum væri meiri en ávinningurinn af ónæmi fyrir Covid-19. Ekki liggur fyrir hvenær á að endurskoða þetta. Danir hafa einnig látið af notkun efnisins en ekki af nákvæmlega sömu vísindalegu ástæðum. Heilbrigðisráðuneytið er þó ekki í viðræðum við þá um lán á bóluefni, samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Uppfært kl. 17.00: TV2 fékk rétt í þessu viðbót við fyrra svar frá norska heilbrigðisráðuneytinu, þar sem fram kemur að nú hafi norsk yfirvöld það til skoðunar að lána bóluefni. „Núna erum við að skoða að lána AstraZeneca-skammtana sem við eigum á lager. Því mati er ekki enn lokið en við væntum niðurstöðu bráðlega,“ segir Saliba Andreas Korkunc, embættismaður í heilbrigðisráðuneytinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Noregur Tengdar fréttir Íslendingar borga ekki krónu fyrir bóluefnið Norðmenn ætla að lána Íslendingum 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca og gert er ráð fyrir að skammtarnir berist til landsins um helgina. 21. apríl 2021 14:19 Norðmenn lána Íslendingum bóluefni Samkvæmt nýju samkomulagi Íslands og Noregs munu Íslendingar fá að láni 16.000 skammta af AstraZeneca bóluefni frá Noregi. 21. apríl 2021 10:18 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Landeigendur í Reynisfjöru skoða hvað megi bæta í upplýsingagjöf „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Íslendingar borga ekki krónu fyrir bóluefnið Norðmenn ætla að lána Íslendingum 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca og gert er ráð fyrir að skammtarnir berist til landsins um helgina. 21. apríl 2021 14:19
Norðmenn lána Íslendingum bóluefni Samkvæmt nýju samkomulagi Íslands og Noregs munu Íslendingar fá að láni 16.000 skammta af AstraZeneca bóluefni frá Noregi. 21. apríl 2021 10:18