Play Play bætir við áfangastað í Þýskalandi Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Frankfurt í Þýskalandi. Forstjóri Play segir félagið vera vel í stakk búið til að stækka leiðakerfið. Fyrsta flug Play til þýsku borgarinnar er áætlað í desember á þessu ári. Viðskipti innlent 27.7.2023 10:17 Fimm flugvélum Icelandair snúið við vegna bilunar í kerfi Isavia Bilun í tölvukerfi íslenska flugumsjónarsvæðisins hjá Isavia varð í dag til þess að snúa þurfti fimm flugvélum Icelandair á leið til landsins við. Innlent 15.7.2023 17:04 „Enn annar metmánuðurinn hjá Play“ Flugfélagið Play flutti 160.979 farþega í júnímánuði, sem er langmesti farþegafjöldi sem fluttur hefur verið á einum mánuði hjá félaginu. Viðskipti innlent 7.7.2023 09:51 Flugferð Play til Kaupmannahafnar aflýst með stuttum fyrirvara Flugferð Play til Kaupmannahafnar klukkan 14.50 í dag var seinkað tvisvar og síðan aflýst með skömmum fyrirvara. Ástæðan var bilun sem kom upp í flugvélinni. Innlent 1.7.2023 23:03 Buðu grunlausum manneskjum í tveggja ára afmælisfögnuð Play Flugfélagið Play bauð tveimur manneskjum af handahófi frá Washington DC í Bandaríkjunum til Íslands til þess að fagna tveggja ára afmæli flugfélagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu en myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Lífið 24.6.2023 14:55 Stærsti mánuður Play frá upphafi Farþegar Play voru 128.894 í maí síðastliðnum. Um er að ræða 26 prósent fjölgun milli mánaða og metfjölda hjá flugfélaginu unga. Viðskipti innlent 7.6.2023 09:46 Munu fljúga daglega til Amsterdam næsta vetur Flugfélagið Play hyggst fljúga daglega til Schiphol-flugvallar í Amsterdam næsta vetur. Félagið fór í sitt fyrsta áætlunarflug til hollensku höfuðborgarinnar í gær. Viðskipti innlent 6.6.2023 10:45 Flugsýning einn af stærstu menningarviðburðum borgarinnar Þúsundir manna sóttu flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli í dag þar sem sjá mátti þverskurð íslenska fluggeirans, allt frá litlum drónum upp í stórar farþegaþotur. Margir tóku andköf þegar djarfir listflugmenn veltu sér um háloftin. Innlent 3.6.2023 22:18 Fluttu stigabíl frá Keflavík fyrir Airbus-þotu í Reykjavík Sérstakur stigabíll fyrir stórar flugvélar var fluttur til Reykjavíkur frá Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Flytja þurfti hann á trukki þar sem hann er ekki á númerum. Ástæðan fyrir þessum óvenjulega flutningi er sú að á Reykjavíkurflugvelli er aðeins til einn nægilega stór stigi og talin var þörf á tveimur stórum stigum vegna flugsýningarinnar sem þar fer fram í dag, laugardag. Innlent 2.6.2023 22:52 Stækkun flotans lyftir Play upp úr botnsæti listans yfir framlegð í flugi Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að framvegis muni flugfélagið ekki verma botnsætið á listanum yfir rekstrarframlegð á fyrsta ársfjórðungi. Eftir að hafa stækkað flotann upp í tíu vélar sé stærðarhagkvæmnin farin að skila sér í eðlilegra jafnvægi milli kostnaðar og tekna. Innherji 2.6.2023 08:58 Boða til stærstu flugsýningar ársins á Reykjavíkurflugvelli „Stærsta flugsýning ársins“ segir Flugmálafélag Íslands í kynningu flugsýningar sem haldin verður á Reykjavíkurflugvelli á morgun, laugardag, 3. júní. Hátt á áttunda tug flugvéla og flygilda verða til sýnis og hátt á þriðja tug flugatriða þar sem lögð verður áhersla á að sýna breidd og drifkraft íslensks flugsamfélags, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélagsins. Innlent 1.6.2023 23:40 Segir Play með yngsta flugflota í Evrópu með nýjustu þotunni Flugfélagið Play fékk í dag sína tíundu þotu, beint úr verksmiðju Airbus í Hamborg. Forstjóri Play segir félagið núna með yngsta flugflota Evrópu. Viðskipti innlent 31.5.2023 23:03 Sátu eftir á Alicante eftir að fluginu var flýtt Íslenskt par varð eftir á Alicante á Spáni í dag eftir að flugi þeirra með flugfélaginu Play var flýtt um fimm klukkustundir vegna óveðurs. Þau sakna þess að hafa fengið tilkynningu frá flugfélaginu. Flugfélagið segir slíkt því miður geta komið fyrir þegar flugmiðar séu bókaðir í gegnum þriðja aðila. Komið verði til móts við fólkið og því boðin frí breyting á flugi. Neytendur 23.5.2023 21:05 Veðrið riðlar flugumferð á Keflavíkurflugvelli Einu flugi hefur verið flýtt vegna veðursins sem spáð er á morgun. Farþegar eru hvattir til þess að fylgjast vel með spám og tilkynningum flugfélaganna. Innlent 22.5.2023 16:38 Farþegafjöldi í apríl þrefaldaðist á milli ára Farþegum PLAY fjölgaði mikið í apríl og voru 102.499 talsins, samanborið við 86.661 farþega í mars. Sætanýtingin nam 80,8 prósentum. Hér er um að ræða verulegan vöxt frá sama tíma í fyrra, þegar farþegar voru 36.669 og sætanýtingin 72,4%. Farþegafjöldinn sem næst þrefaldaðist á milli ára. Svo segir í tilkynningu frá Play. Viðskipti innlent 8.5.2023 12:25 Play bætir við tveimur áfangastöðum næsta vetur Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til Verona á Ítalíu og Fuerteventura á Kanaríeyjum. Viðskipti innlent 4.5.2023 10:12 „Þetta er að verða þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki“ Flugfélagið Play hefur verið í mikilli sókn síðustu mánuði og hefur verið að vaxa á gríðarlegum hraða. Ársfjórðungsuppgjör félagsins var birt í dag en tekjur félagsins tæplega fjórföldust á einu ári. Forstjóri félagsins segist skíthræddur um að félagið vaxi of hratt, en þó er vel passað upp á að það gerist ekki. Viðskipti innlent 27.4.2023 16:02 Bein útsending: Play kynnir ársfjórðungsuppgjör Fulltrúar flugfélagsins Play munu kynna uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung félagsins á fundi sem hefst klukkan 16:15. Viðskipti innlent 27.4.2023 15:45 Farþegafjöldi Play þrefaldast milli ára Tæplega 87 þúsund manns flugu með flugfélaginu Play í marsmánuði. Sætanýting félagsins var 80,6 og stundvísi 87,4 prósent. Viðskipti innlent 11.4.2023 10:30 Alger sprenging í framboði íslensku flugfélaganna Sjaldan eða aldrei hefur verið hægt að fljúga til fleiri áfangastaða frá Íslandi og á komandi sumri. Bæði íslensku flugfélögin hafa bætt við sig áfangastöðum en auk þeirra fljúga tuttugu og fjögur erlend flugfélög til Keflavíkur í sumar. Innlent 9.4.2023 19:57 Arnar Már snýr aftur í framkvæmdastjórn Play Arnar Már Magnússon, flugstjóri og einn af stofnendum Play, mun senn taka aftur við sem framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs félagsins. Viðskipti innlent 30.3.2023 09:12 Kerfi sem bjóði þingmönnum upp á spillingu Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir fyrirkomulag við bókanir ríkisstarfsmanna á flugferðum bjóða upp á spillingu. Þarna sé verið að viðhalda kerfi sem hvetji starfsmenn ríkisins til þess að beina viðskiptum sínum til ákveðins flugfélags. Innlent 24.3.2023 16:56 Þingmenn fá punkta á sitt kort fyrir flugferðir greiddar af ríkinu Þingmenn sem ferðast til útlanda vegna starfs síns fá flugpunkta á kort sín fljúgi þeir með ákveðnum flugfélögum, þrátt fyrir að ferðin sé greidd af ríkinu. Punktana geta þeir svo notað sjálfir þegar flogið er í persónulegum erindagjörðum. Forstjóri Play segir að þarna sé svakalegur hvati sem stýri viðskiptum þingmannanna. Innlent 24.3.2023 09:50 Svör von der Leyen gefa til kynna að misskilningur hafi verið á ferð Svör Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um áhyggjur Íslendinga vegna Fit for 55-áætlunar Evrópusambandsins virðast benda til þess að stjórnvöld hafi misskilið fyrirhugaðar breytingar. Innlent 22.3.2023 10:57 Play flýgur til Amsterdam á ný á kostnað Árósa Flugfélagið Play flaug til Schiphol flugvallar í Amsterdam frá desember árið 2021 til mars 2022. Síðan þá hefur flugfélagið ekki flogið til hollensku höfuðborgarinnar en nú hefur orðið breyting á því flugfélagið hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum þangað á ný. Viðskipti innlent 22.3.2023 10:16 Samþykktu kjarasamning með minnsta mögulega mun Flugvirkjar í Flugvirkjafélagi Íslands, sem starfa hjá fyrirtækinu GMT, hafa naumlega samþykkt kjarasamning með átta atkvæðum gegn átta, en sextán félagsmenn vinna hjá fyrirtækinu. Innlent 13.3.2023 14:45 Flugvél Play lenti í Stavanger vegna neyðartilfellis Flugvél Play á leið frá Berlín til Keflavíkur í morgun þurfti að lenda í Stafangri í Noregi vegna veikinda farþega sem þurfti að komast undir læknishendur. Innlent 12.3.2023 13:12 „Árangur okkar þarf ekki að vera á kostnað Icelandair“ „Ég lít á þetta eins og verslun. Ég er ekki að fara að bjóða upp á gosdrykkjamerki sem enginn vill kaupa. Ég er ekki af hrifinn af hugmyndinni að þú „þurfir að gefa þessu eitt til tvö ár,“ eða eitthvað þvíumlíkt. Þetta er eins og að hafa tilfinningu fyrir einhverju. Annaðhvort bregst markaðurinn við eða ekki,“ segir Birgir Jónsson forstjóri flugfélagsins Play. Viðskipti innlent 11.3.2023 17:18 Play mun fljúga til Glasgow Flugfélagið Play hyggst hefja áætlunarflug til Glasgow í Skotlandi og verður fyrsta flugið föstudaginn 26. maí næstkomandi. Viðskipti innlent 7.3.2023 10:21 Annar metsölumánuður Play í röð Flugfélagið Play flutti 63.949 farþega í febrúar á þessu ári. Um er að ræða annan metsölumánuðinn í röð og segir í tilkynningu frá Play að þetta sé til marks um aukna eftirspurn og styrk sölu og leiðakerfis. Viðskipti innlent 7.3.2023 09:16 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 15 ›
Play bætir við áfangastað í Þýskalandi Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Frankfurt í Þýskalandi. Forstjóri Play segir félagið vera vel í stakk búið til að stækka leiðakerfið. Fyrsta flug Play til þýsku borgarinnar er áætlað í desember á þessu ári. Viðskipti innlent 27.7.2023 10:17
Fimm flugvélum Icelandair snúið við vegna bilunar í kerfi Isavia Bilun í tölvukerfi íslenska flugumsjónarsvæðisins hjá Isavia varð í dag til þess að snúa þurfti fimm flugvélum Icelandair á leið til landsins við. Innlent 15.7.2023 17:04
„Enn annar metmánuðurinn hjá Play“ Flugfélagið Play flutti 160.979 farþega í júnímánuði, sem er langmesti farþegafjöldi sem fluttur hefur verið á einum mánuði hjá félaginu. Viðskipti innlent 7.7.2023 09:51
Flugferð Play til Kaupmannahafnar aflýst með stuttum fyrirvara Flugferð Play til Kaupmannahafnar klukkan 14.50 í dag var seinkað tvisvar og síðan aflýst með skömmum fyrirvara. Ástæðan var bilun sem kom upp í flugvélinni. Innlent 1.7.2023 23:03
Buðu grunlausum manneskjum í tveggja ára afmælisfögnuð Play Flugfélagið Play bauð tveimur manneskjum af handahófi frá Washington DC í Bandaríkjunum til Íslands til þess að fagna tveggja ára afmæli flugfélagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu en myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Lífið 24.6.2023 14:55
Stærsti mánuður Play frá upphafi Farþegar Play voru 128.894 í maí síðastliðnum. Um er að ræða 26 prósent fjölgun milli mánaða og metfjölda hjá flugfélaginu unga. Viðskipti innlent 7.6.2023 09:46
Munu fljúga daglega til Amsterdam næsta vetur Flugfélagið Play hyggst fljúga daglega til Schiphol-flugvallar í Amsterdam næsta vetur. Félagið fór í sitt fyrsta áætlunarflug til hollensku höfuðborgarinnar í gær. Viðskipti innlent 6.6.2023 10:45
Flugsýning einn af stærstu menningarviðburðum borgarinnar Þúsundir manna sóttu flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli í dag þar sem sjá mátti þverskurð íslenska fluggeirans, allt frá litlum drónum upp í stórar farþegaþotur. Margir tóku andköf þegar djarfir listflugmenn veltu sér um háloftin. Innlent 3.6.2023 22:18
Fluttu stigabíl frá Keflavík fyrir Airbus-þotu í Reykjavík Sérstakur stigabíll fyrir stórar flugvélar var fluttur til Reykjavíkur frá Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Flytja þurfti hann á trukki þar sem hann er ekki á númerum. Ástæðan fyrir þessum óvenjulega flutningi er sú að á Reykjavíkurflugvelli er aðeins til einn nægilega stór stigi og talin var þörf á tveimur stórum stigum vegna flugsýningarinnar sem þar fer fram í dag, laugardag. Innlent 2.6.2023 22:52
Stækkun flotans lyftir Play upp úr botnsæti listans yfir framlegð í flugi Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að framvegis muni flugfélagið ekki verma botnsætið á listanum yfir rekstrarframlegð á fyrsta ársfjórðungi. Eftir að hafa stækkað flotann upp í tíu vélar sé stærðarhagkvæmnin farin að skila sér í eðlilegra jafnvægi milli kostnaðar og tekna. Innherji 2.6.2023 08:58
Boða til stærstu flugsýningar ársins á Reykjavíkurflugvelli „Stærsta flugsýning ársins“ segir Flugmálafélag Íslands í kynningu flugsýningar sem haldin verður á Reykjavíkurflugvelli á morgun, laugardag, 3. júní. Hátt á áttunda tug flugvéla og flygilda verða til sýnis og hátt á þriðja tug flugatriða þar sem lögð verður áhersla á að sýna breidd og drifkraft íslensks flugsamfélags, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélagsins. Innlent 1.6.2023 23:40
Segir Play með yngsta flugflota í Evrópu með nýjustu þotunni Flugfélagið Play fékk í dag sína tíundu þotu, beint úr verksmiðju Airbus í Hamborg. Forstjóri Play segir félagið núna með yngsta flugflota Evrópu. Viðskipti innlent 31.5.2023 23:03
Sátu eftir á Alicante eftir að fluginu var flýtt Íslenskt par varð eftir á Alicante á Spáni í dag eftir að flugi þeirra með flugfélaginu Play var flýtt um fimm klukkustundir vegna óveðurs. Þau sakna þess að hafa fengið tilkynningu frá flugfélaginu. Flugfélagið segir slíkt því miður geta komið fyrir þegar flugmiðar séu bókaðir í gegnum þriðja aðila. Komið verði til móts við fólkið og því boðin frí breyting á flugi. Neytendur 23.5.2023 21:05
Veðrið riðlar flugumferð á Keflavíkurflugvelli Einu flugi hefur verið flýtt vegna veðursins sem spáð er á morgun. Farþegar eru hvattir til þess að fylgjast vel með spám og tilkynningum flugfélaganna. Innlent 22.5.2023 16:38
Farþegafjöldi í apríl þrefaldaðist á milli ára Farþegum PLAY fjölgaði mikið í apríl og voru 102.499 talsins, samanborið við 86.661 farþega í mars. Sætanýtingin nam 80,8 prósentum. Hér er um að ræða verulegan vöxt frá sama tíma í fyrra, þegar farþegar voru 36.669 og sætanýtingin 72,4%. Farþegafjöldinn sem næst þrefaldaðist á milli ára. Svo segir í tilkynningu frá Play. Viðskipti innlent 8.5.2023 12:25
Play bætir við tveimur áfangastöðum næsta vetur Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til Verona á Ítalíu og Fuerteventura á Kanaríeyjum. Viðskipti innlent 4.5.2023 10:12
„Þetta er að verða þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki“ Flugfélagið Play hefur verið í mikilli sókn síðustu mánuði og hefur verið að vaxa á gríðarlegum hraða. Ársfjórðungsuppgjör félagsins var birt í dag en tekjur félagsins tæplega fjórföldust á einu ári. Forstjóri félagsins segist skíthræddur um að félagið vaxi of hratt, en þó er vel passað upp á að það gerist ekki. Viðskipti innlent 27.4.2023 16:02
Bein útsending: Play kynnir ársfjórðungsuppgjör Fulltrúar flugfélagsins Play munu kynna uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung félagsins á fundi sem hefst klukkan 16:15. Viðskipti innlent 27.4.2023 15:45
Farþegafjöldi Play þrefaldast milli ára Tæplega 87 þúsund manns flugu með flugfélaginu Play í marsmánuði. Sætanýting félagsins var 80,6 og stundvísi 87,4 prósent. Viðskipti innlent 11.4.2023 10:30
Alger sprenging í framboði íslensku flugfélaganna Sjaldan eða aldrei hefur verið hægt að fljúga til fleiri áfangastaða frá Íslandi og á komandi sumri. Bæði íslensku flugfélögin hafa bætt við sig áfangastöðum en auk þeirra fljúga tuttugu og fjögur erlend flugfélög til Keflavíkur í sumar. Innlent 9.4.2023 19:57
Arnar Már snýr aftur í framkvæmdastjórn Play Arnar Már Magnússon, flugstjóri og einn af stofnendum Play, mun senn taka aftur við sem framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs félagsins. Viðskipti innlent 30.3.2023 09:12
Kerfi sem bjóði þingmönnum upp á spillingu Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir fyrirkomulag við bókanir ríkisstarfsmanna á flugferðum bjóða upp á spillingu. Þarna sé verið að viðhalda kerfi sem hvetji starfsmenn ríkisins til þess að beina viðskiptum sínum til ákveðins flugfélags. Innlent 24.3.2023 16:56
Þingmenn fá punkta á sitt kort fyrir flugferðir greiddar af ríkinu Þingmenn sem ferðast til útlanda vegna starfs síns fá flugpunkta á kort sín fljúgi þeir með ákveðnum flugfélögum, þrátt fyrir að ferðin sé greidd af ríkinu. Punktana geta þeir svo notað sjálfir þegar flogið er í persónulegum erindagjörðum. Forstjóri Play segir að þarna sé svakalegur hvati sem stýri viðskiptum þingmannanna. Innlent 24.3.2023 09:50
Svör von der Leyen gefa til kynna að misskilningur hafi verið á ferð Svör Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um áhyggjur Íslendinga vegna Fit for 55-áætlunar Evrópusambandsins virðast benda til þess að stjórnvöld hafi misskilið fyrirhugaðar breytingar. Innlent 22.3.2023 10:57
Play flýgur til Amsterdam á ný á kostnað Árósa Flugfélagið Play flaug til Schiphol flugvallar í Amsterdam frá desember árið 2021 til mars 2022. Síðan þá hefur flugfélagið ekki flogið til hollensku höfuðborgarinnar en nú hefur orðið breyting á því flugfélagið hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum þangað á ný. Viðskipti innlent 22.3.2023 10:16
Samþykktu kjarasamning með minnsta mögulega mun Flugvirkjar í Flugvirkjafélagi Íslands, sem starfa hjá fyrirtækinu GMT, hafa naumlega samþykkt kjarasamning með átta atkvæðum gegn átta, en sextán félagsmenn vinna hjá fyrirtækinu. Innlent 13.3.2023 14:45
Flugvél Play lenti í Stavanger vegna neyðartilfellis Flugvél Play á leið frá Berlín til Keflavíkur í morgun þurfti að lenda í Stafangri í Noregi vegna veikinda farþega sem þurfti að komast undir læknishendur. Innlent 12.3.2023 13:12
„Árangur okkar þarf ekki að vera á kostnað Icelandair“ „Ég lít á þetta eins og verslun. Ég er ekki að fara að bjóða upp á gosdrykkjamerki sem enginn vill kaupa. Ég er ekki af hrifinn af hugmyndinni að þú „þurfir að gefa þessu eitt til tvö ár,“ eða eitthvað þvíumlíkt. Þetta er eins og að hafa tilfinningu fyrir einhverju. Annaðhvort bregst markaðurinn við eða ekki,“ segir Birgir Jónsson forstjóri flugfélagsins Play. Viðskipti innlent 11.3.2023 17:18
Play mun fljúga til Glasgow Flugfélagið Play hyggst hefja áætlunarflug til Glasgow í Skotlandi og verður fyrsta flugið föstudaginn 26. maí næstkomandi. Viðskipti innlent 7.3.2023 10:21
Annar metsölumánuður Play í röð Flugfélagið Play flutti 63.949 farþega í febrúar á þessu ári. Um er að ræða annan metsölumánuðinn í röð og segir í tilkynningu frá Play að þetta sé til marks um aukna eftirspurn og styrk sölu og leiðakerfis. Viðskipti innlent 7.3.2023 09:16