Einar baðst fyrirgefningar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. desember 2024 18:43 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, og Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Egill/einar Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, bað Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, fyrirgefningar vegna orða sem hann lét falla í hlaðvarpsþættinum Chess after Dark fyrr á þessu ári. Þetta segir Bogi Nils í nýjasta þætti hlaðvarpsins sem kom út í gær. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Forsaga málsins er sú að Einar Þorsteinsson mætti í hlaðvarpið Chess after Dark þann 19. október og ræddi þar við umsjónarmenn þáttarins, Birki Karl og Leif Þorsteinsson, um ýmis málefni. „Enda er þetta náttúrulega bara kolrangt hjá honum“ Í þættinum sagði Einar það galið að markaðsaðilar telji meiri áhættu felast í því að lána borginni en Icelandair. Hélt hann því fram að Icelandair fari í greiðsluþrot á tíu ára fresti og kvartaði undan því að flugfélagið fái betri kjör á skuldabréfamarkaði en borgin. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins var Bogi spurður um þessi ummæli Einars sem hann sagði með öllu ósönn. „Ég held að hann sjái nú eftir þessum orðum sínum. Hann bað mig allavega afsökunar í símtali. Enda er þetta náttúrulega bara kolrangt hjá honum. Icelandair hefur ekki defaultað (orðið greiðsluþrota) og hefur alltaf borgað alla sína reikninga í 87 ára sögu félagsins, sem er nú meira en mörg flugfélög geta sagt,“ segir Bogi í þættinum. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan en umræðan um ummæli Einars hefst þegar ein klukkustund og um þrettán mínútur eru búnar af þættinum. Forstjóri Play hélt því sama fram Þá nefndi einn þáttastjórnandinn að Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, hefði einnig mætt í hlaðvarpið á svipuðum tíma og Einar Þorsteinsson og haldið því sama fram, að Icelandair fari í greiðsluþrot á tíu ára fresti. Einar Örn hafi sagt Icelandair vera með ósanngjarnt samkeppnisforskot gagnvart Play. Bogi sagði eina samkeppnisforskot Icelandair byggjast á sterkum innviðum, leiðakerfi og mannauði sem félagið hafi byggt upp sjálft. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play.Vísir/Vilhelm „Ég veit bara ekki hvað er verið að tala um þegar verið er að tala um að Icelandair hafi fengið ríkisstyrki og þess háttar, ég er náttúrulega ekkert rosalega mikið að mér í þessari löngu og miklu flugsögu á Íslandi. Ég fór yfir það áðan, varðandi Covid, að Icelandair tók ekki við beinum fjármunum í formi sértækra aðgerða. Icelandair fékk ábyrgðarlánalínu frá stjórnvöldum en eins og ég fór yfir áðan, öll flugfélögin í kringum okkur eða flest fengu beina fjármuni. Það sem var gert hér á Íslandi var með öðrum hætti,“ sagði Bogi við þessu. Icelandair Play Borgarstjórn Fréttir af flugi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Þetta segir Bogi Nils í nýjasta þætti hlaðvarpsins sem kom út í gær. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Forsaga málsins er sú að Einar Þorsteinsson mætti í hlaðvarpið Chess after Dark þann 19. október og ræddi þar við umsjónarmenn þáttarins, Birki Karl og Leif Þorsteinsson, um ýmis málefni. „Enda er þetta náttúrulega bara kolrangt hjá honum“ Í þættinum sagði Einar það galið að markaðsaðilar telji meiri áhættu felast í því að lána borginni en Icelandair. Hélt hann því fram að Icelandair fari í greiðsluþrot á tíu ára fresti og kvartaði undan því að flugfélagið fái betri kjör á skuldabréfamarkaði en borgin. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins var Bogi spurður um þessi ummæli Einars sem hann sagði með öllu ósönn. „Ég held að hann sjái nú eftir þessum orðum sínum. Hann bað mig allavega afsökunar í símtali. Enda er þetta náttúrulega bara kolrangt hjá honum. Icelandair hefur ekki defaultað (orðið greiðsluþrota) og hefur alltaf borgað alla sína reikninga í 87 ára sögu félagsins, sem er nú meira en mörg flugfélög geta sagt,“ segir Bogi í þættinum. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan en umræðan um ummæli Einars hefst þegar ein klukkustund og um þrettán mínútur eru búnar af þættinum. Forstjóri Play hélt því sama fram Þá nefndi einn þáttastjórnandinn að Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, hefði einnig mætt í hlaðvarpið á svipuðum tíma og Einar Þorsteinsson og haldið því sama fram, að Icelandair fari í greiðsluþrot á tíu ára fresti. Einar Örn hafi sagt Icelandair vera með ósanngjarnt samkeppnisforskot gagnvart Play. Bogi sagði eina samkeppnisforskot Icelandair byggjast á sterkum innviðum, leiðakerfi og mannauði sem félagið hafi byggt upp sjálft. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play.Vísir/Vilhelm „Ég veit bara ekki hvað er verið að tala um þegar verið er að tala um að Icelandair hafi fengið ríkisstyrki og þess háttar, ég er náttúrulega ekkert rosalega mikið að mér í þessari löngu og miklu flugsögu á Íslandi. Ég fór yfir það áðan, varðandi Covid, að Icelandair tók ekki við beinum fjármunum í formi sértækra aðgerða. Icelandair fékk ábyrgðarlánalínu frá stjórnvöldum en eins og ég fór yfir áðan, öll flugfélögin í kringum okkur eða flest fengu beina fjármuni. Það sem var gert hér á Íslandi var með öðrum hætti,“ sagði Bogi við þessu.
Icelandair Play Borgarstjórn Fréttir af flugi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira