Innlent

Fréttamynd

Ingjaldur sjósettur í dag

Eftirmynd bátsins Ingjalds, sem Hannes Hafstein sýslumaður reyndi að stöðva breska landhelgisbrjóta á, var sjósett í Nauthólsvík í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hjúkrunarfræðingar á starfsmannaleigum

Dæmi eru um að hjúkrunarfræðingar segi upp störfum á Landspítalanum til að vinna þar í gegnum starfsmannaleigu. Þrjár íslenskar starfsmannaleigur eru með um sextíu hjúkrunarfræðinga á skrá hjá sér til að þjónusta spítala og stofnanir. Með því móti ná hjúkrunarfræðingarnir talsvert betri kjörum en ef þeir réðu sig beint á spítalann.

Innlent
Fréttamynd

Móðir 12 ára einhverfs drengs beið í þrjú ár eftir greiningu

Um 300 börn eru á biðlista hjá Greiningarstöð ríkisins og tæplega helmingurinn þeirra börn, þar sem grunur leikur á einhverfu. Móðir 12 ára drengs sem nýlega var greindur með einhverfu segist hafa beðið eftir greiningu á syni sínum í þrjú ár. Sviðsstjóri Greiningarstöðvar segir að fleira sérmenntað starfsfólk vanti.

Innlent
Fréttamynd

Garðyrkjubændur ættu að fá sama og Norðurál

Garðyrkjubændur ættu að taka upp viðræður við orkusala í kjölfar tíðinda af orkuverði til Norðuráls vegna tilvonandi álvers í Helguvík. Þetta segir garðyrkjuráðunautur Bændasamtaka Íslands. Forstjóri Orkuveitunnar staðfestir að verðið til Norðuráls sé nærri tveimur komma einni krónu á kílóvattstund.

Innlent
Fréttamynd

Afkoma ríkissjóðs umfram væntingar

Afkoma ríkissjóðs var umfram áætlanir fjárlaga á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Handbært fé frá rekstri var jákvætt um 36,7 milljarða króna á tímabilinu, sem er um 12,4 milljörðum meira en í fyrra. Hagstæða afkomu má rekja til aukinna tekna sem voru 149 ma.kr. samanborið við 120 milljarða samkvæmt fjárlögum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skuldatryggingarálag bankanna lækkar

Skuldatryggingarálag bankanna hefur farið lækkandi frá því um miðjan mars. Greiningardeild Landsbankans segir lækkunina í raun ná lengra aftur en skuldatryggingarálagið náði hámarki fyrir rúmu ári þegar það var margfalt hærra en nú.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Orkuverð til álversins opinbert

Samningur Orkuveitu Reykjavíkur við Norðurál vegna álvers í Helguvík er með hagstæðari samningum sem veitan hefur gert til álfyrirtækis, segir Björn Ingi Hrafnsson, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Forstjóri Orkuveitunnar staðfestir að verðið sé nærri tveimur komma einni krónu á kílóvattstund.

Innlent
Fréttamynd

Hæstánægður með áframhaldandi fiskvinnslu á Flateyri

Bæjarstjórinn á Ísafirði segist hæstánægður með nýja fyrirtækið, Oddatá sem keypt hefur allar fasteignir Kambs á Flateyri og hyggst hefja þar fiskvinnslu. Hann segir mikilvægt að menn leiti nýrra leiða til að viðhalda atvinnulífinu í litlum byggðarlögum og Ísafjarðarbær muni veita þeim allan þann stuðning sem til þurfi.

Innlent
Fréttamynd

Niðurlæging á Råsunda leikvanginum

Leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni EM var að ljúka og er óhætt að segja að íslenska landsliðið hafi verið niðurlægt af frændum okkur frá Svíþjóð. Svíar unnu 5-0 stórsigur og ljóst að eitthvað róttækt þarf að gerast til að snúa við gengi íslenska liðsins.

Innlent
Fréttamynd

70% af Öryrkjablokkinni með hitastillingu

Á undanförnum árum hafa að minnsta kosti þrír látist vegna brunasára sem þeir hlutu hér á landi af of heitu vatni. Sextugur öryrki er í lífshættu eftir brennheita sturtu í blokk Öryrkjabandalagsins við Hátún. Búið er að setja hitastýrð blöndunartæki í sjötíu prósent af íbúðum blokkarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Eimskip kaupir Innovate

Eimskip hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Innovate Holdings í Bretlandi. Fyrir átti Eimskip 55 prósenta hlut í félaginu. Innovate er eitt stærsta fyrirtæki Bretlands á sviði hitastýrðra flutninga og rekur 30 vörugeymslur á 11 stöðum á Bretlandseyjum. Kaupverð nemur 30,3 milljónum punda, jafnvirði fjögurra milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heitavatnsbruni leitt til þriggja dauðsfalla

Á undanförnum árum hafa að minnsta kosti þrír látist hér á landi vegna brunasára sem þeir hlutu af of heitu vatni. Byggingarreglugerð á að koma í veg fyrir að fólk geti brennt sig á þennan hátt.

Innlent
Fréttamynd

Tvær ungar íslenskar konur fengu blóðtappa vegna Yasmín pillunnar

Tvær ungar íslenskar konur segjast hafa fengið blóðtappa í lungun eftir að hafa verið á Yasmin getnaðarvarnarpillunni. Lyfjastofnun og Icepharma segjast ekki hafa fengið tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir vegna hennar. Danska Lyfjastofnunin segir Yasmin pilluna ekki valda meiri aukaverkunum en aðrar getnaðarvarnarpillur.

Innlent
Fréttamynd

Forstjóraskipti hjá Síldarvinnslunni

Aðalsteinn Helgason hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf á Neskaupsstað. og í stað hans hefur Gunnþór Ingvason verið ráðinn til starfa. Þá hefur Jóhannes Pálsson sömuleiðis verið ráðinn framkvæmdastjóri erlendrar starfsemi Síldarvinnslunnar. Hann mun jafnframt hafa umsjón með markaðs, sölumálum og vinnslu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslenska hagkerfið það viðkvæmasta í heimi

Íslenska hagkerfið er viðkvæmt og það líklegasta af 25 nýmörkuðum til að verða fyrir skakkaföllum vegna slæmra ytri skilyrða. Hagkerfi Ísraels, Kólumbíu, Chile og Argentínu standa hins vegar á traustum grunni. Þetta kemur fram í skýrslu bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers sem ísraelska dagblaðið Haretz birti í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan sexfaldast á öldinni

Þeir sem hafa átt og fjárfest í hlutabréfum á undanförum árum getað ekki kvartað yfir árangrinum. Frá ársbyrjun 2001 hefur Úrvalsvísitalan hækkað um 519 prósent. Á rúmum tveimur árum hefur vísitalan skilað um eitt hundrað prósenta ávöxtun og yfir fimmtíu prósenta ávöxtun frá því í byrjun ágúst á síðasta ári þegar vísitalan fór í lægsta punkt eftir umrótið á innlendum fjármálamarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ætlunin ekki að skaða atvinnulífið heldur ná niður verðbólgunni

Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir að bankinn eigi að sæta samfelldri gagnrýni og sé ekki yfir hana hafinn að neinu leyti. Markmið bankans sé hins vegar að ná verbólgunni niður og hækkun stýrivaxta sé eina tækið til þess. Ætlunin sé alls ekki að skaða atvinnulífið eins og Samtök atvinnulífsins vilji meina.

Innlent
Fréttamynd

Börnin í sérstökum forgangi

Foreldrar eru hvattir til að hafa börnin í sérstökum forgangi í sumar svo forða megi þeim frá böli víns og vímuefna. Auglýsingaherferð SAMAN hópsins þess efnis var kynnt í dag. Heilbrigðisráðherra segir samvinnu einu leiðina í forvarnarstarfi.

Innlent
Fréttamynd

Stefnumótun gegn einangrun innflytjenda

Upplýsingaflæði til foreldra grunnskólabarna af erlendum uppruna verður bætt samkvæmt stefnumótun sem kynnt var af menntaráði Reykjavíkur í dag. Aðstoð við aðlögun og virkni barnanna verður að auki stórefld. Þetta þykir mikilvægur þáttur í að sporna gegn mögulegri einangrun fjölskyldna af erlendum uppruna.

Innlent
Fréttamynd

Breytingar hjá Marel

Í kjölfar samþættingar hjá Marel hf. hefur stjórn félagsins ákveðið að rekstur fyrirtækisins hér á landi verði skilinn frá móðurfélaginu, Marel hf. og um hann stofnað nýtt dótturfélag, Marel ehf. Samhliða þessu verður nafni móðurfélagsins breytt úr Marel hf. í Marel Food Systems hf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

OMX mælir með tilboði Nasdaq

Stjórn OMX mælir með því við hluthafa í kauphallarsamstæðunni að þeir samþykki yfirtökutilboð bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq. Tilboðið var lagt fram undir lok maí og hljóðar upp á 3,7 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 227,9 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íkveikja í Vestmannaeyjum

Í dagbók lögreglunnar í Vestmannaeyjum kemur fram að um kvöldmatarleytið í gærkvöldi var tilkynnt um að eldur væri í búnaði þjóðhátíðarnefndar sem geymdur er á svæði þjónustumiðstöðvar bæjarins.

Innlent
Fréttamynd

Landsbankinn spáir 0,5 prósenta hagvexti

Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagvöxtur á árinu verði 0,5 prósent en gerir ráð fyrir að hann muni glæðast á næsta ári þrátt fyrir minnkandi sjávarafla. Upp á móti samdrættinum vega stóriðjuframkvæmdir og vaxandi álútflutningur, sem muni skila sér í 2,5 til 3,0 prósenta hagvexti á árunum 2008 til 2009.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Megum flytja inn ótakmarkað vín

Sænskum stjórnvöldum er óheimilt að banna einstaklingum að flytja inn áfengi samkvæmt niðurstöðu Evrópudómstólsins í Lúxemborg. Það stríðir gegn frjálsu vöruflæði innan Evrópska efnahagssvæðisins. Hér á landi er innflutningur til einkaneyslu frjáls, og ekkert þak á leyfilegu magni.

Innlent
Fréttamynd

Líffæragjafi nema annað sé tekið fram

Yfirlæknir hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi telur mikilvægt að breyta löggjöf um líffæragjafir. Þá verði gengið út frá því að látnir hafi viljað gefa líffæri sín hafi þeir ekki tekið annað fram fyrir andlátið.

Innlent
Fréttamynd

Varað við Yasmín pillunni í Danmörku

Læknar í Danmörku vara við notkun Yasmin getnaðarvarnarpillunnar vegna hættu á blóðtappa. Rekja má tvö dauðsföll ungra kvenna þar í landi beint til pillunnar. Um 1700 íslenskar konur nota hana sem getnaðarvörn.

Innlent
Fréttamynd

Nýskráningum bíla fækkar

Nýskráningar bíla fá yrsta fjórðungi þessa árs fækkaði frá sama tíma í fyrra. Sé litið til fyrstu fjögurra mánaða ársins er fjöldinn hins vegar svipaður. Þá jukust nýskráningar um 66 prósent í maí. Greiningardeild Landsbankans segir að um árstíðabundna aukningu að ræða auk þess sem gera megi ráð fyrir því að hækkun á gengi krónunnar hafi töluverð áhrif.

Viðskipti innlent