Innlent

Megum flytja inn ótakmarkað vín

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Sænskum stjórnvöldum er óheimilt að banna einstaklingum að flytja inn áfengi samkvæmt niðurstöðu Evrópudómstólsins í Lúxemborg. Það stríðir gegn frjálsu vöruflæði innan Evrópska efnahagssvæðisins. Hér á landi er innflutningur til einkaneyslu frjáls, og ekkert þak á leyfilegu magni.

Svíinn Klas Rosengren leitaði til Evrópudómstólsins eftir að tollurinn gerði upptæka 2-3 kassa af spænsku víni sem hann pantaði á netinu. Hefði hann keyrt sjálfur yfir landamærin hefði hann komið kössunum í gegn.

Svíinn Klas Rosengren leitaði til Evrópudómstólsins eftir að tollurinn gerði upptæka 2-3 kassa af spænsku víni sem hann pantaði á netinu. Hefði hann keyrt sjálfur yfir landamærin hefði hann komið kössunum í gegn.

Sænsk lög kveða á um að allur innflutningur á víni fari í gegnum hina sænsku áfengis og tóbaksverslun ríksins, eða Systembolaget. Klas hefði lögum samkvæmt þurft að fá þá til að flytja vínið inn fyrir sig með tilheyrandi kostnaði.

Gunnar Þór Pétursson aðjúnkt í evrópurétti hjá Háskólanum í Reykjavík segir að niðurstaða dómstólsins hafi áhrif hér á landi. Íslensku reglurnar varðandi innflutning séu hins vegar ekki eins takmarkandi og í Svíþjóð.

Sænsk stjórnvöld selja vín í sérstökum vínbúðum eins og tíðkast hér á landi. Ríkiseinkasala að því tagi stenst Evrópulög.

Að sögn Lilju Sturludóttur hjá Fjármálaráðuneytinu geta einstaklingar flutt inn áfengi til einkanota. Hvergi í reglugerðum er getið um hámarksmagn. Hins vegar gæti einstaklingur sem flytur inn óeðlilega mikið magn af víni, þurft að gera grein fyrir því.

Gjöld og tollar af víni fara eftir prósentustyrkleika og magni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×