Innlent

Ingjaldur sjósettur í dag

Eftirmynd bátsins Ingjalds, sem Hannes Hafstein sýslumaður reyndi að stöðva breska landhelgisbrjóta á, var sjósett í Nauthólsvík í dag.

Árið 1899 fór Hannes ásamt fjórum öðrum á Ingjaldi út á Dýrafjörð til að reyna að stöðva breska togarann Royalist sem var að ólöglegum veiðum. Togarinn sigldi yfir Ingjald og fórust þrír ósyndir menn. Smíði bátsins er hluti af afar stóru evrópsku verkefni þar sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu og menningu við strendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×