70% af Öryrkjablokkinni með hitastillingu 6. júní 2007 18:45 Á undanförnum árum hafa að minnsta kosti þrír látist vegna brunasára sem þeir hlutu hér á landi af of heitu vatni. Sextugur öryrki er í lífshættu eftir brennheita sturtu í blokk Öryrkjabandalagsins við Hátún. Búið er að setja hitastýrð blöndunartæki í sjötíu prósent af íbúðum blokkarinnar. Sextugur öryrki, Ómar Önfjörð Kjartansson, er í lífshættu á Landspítalanum eftir að hafa skaðbrennst í sturtu heima hjá sér fyrir um hálfum mánuði. Ómar býr við Hátún 10b, í blokk Öryrkjabandalags Íslands og fékk yfir sig allt að 80 gráðu heitt vatn. Framkvæmdastjóri hússjóðs Öryrkjabandalagsins, Ester Adolfsdóttir, harmar slysið og segir hitastýrðum blöndunartækjum hafi verið komið fyrir í 70% íbúðanna, á síðustu sjö árum. Hún sagði að þau myndu gera sitt besta til að klára rest á allra næstu vikum. Að minnsta kosti þrjár manneskjur hafa látist vegna bruna af heitu vatni á síðustu 20 árum. Sú síðastnefnda var ung kona frá Írlandi sem leigði herbergi í Sjálfsbjargarhúsinu við Hátún 12. Í dag eru öryggisrofar í öllu húsinu sem loka fyrir heitt vatn ef tækin bila. Sama dag og Ómar brann datt inn um lúgur margra borgarbúa bæklingur um herferð gegn skaðlega heitu vatni undir yfirskriftinni Stillum hitann. Inni á heimasíðu átaksins er meðal annars sagt frá Hirti Inga Kristjánssyni, sautján ára Hafnfirðingi sem brenndist illa - eins og þessar myndir bera með sér - eftir að hafa líklega rekið sig í heitavatnskrana í flogakasti á síðasta ári. Á síðastliðnum fimm árum komu 132 á Landspítalann eftir að hafa brennt sig á heitu vatni úr neysluvatnslögnum - en slíkan bruna má hindra með einföldum hætti. Undir vaska er hægt að setja einfaldan loka sem blandar vatnið áður en það kemst í heita kranann. Nú eða einfaldlega skipta um blöndunartæki í vaskinum - en í þessum hér er hægt að stilla hitann. Og svo er ráð að setja hitastýrð blöndunartæki í sturtur og við baðkör. Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Á undanförnum árum hafa að minnsta kosti þrír látist vegna brunasára sem þeir hlutu hér á landi af of heitu vatni. Sextugur öryrki er í lífshættu eftir brennheita sturtu í blokk Öryrkjabandalagsins við Hátún. Búið er að setja hitastýrð blöndunartæki í sjötíu prósent af íbúðum blokkarinnar. Sextugur öryrki, Ómar Önfjörð Kjartansson, er í lífshættu á Landspítalanum eftir að hafa skaðbrennst í sturtu heima hjá sér fyrir um hálfum mánuði. Ómar býr við Hátún 10b, í blokk Öryrkjabandalags Íslands og fékk yfir sig allt að 80 gráðu heitt vatn. Framkvæmdastjóri hússjóðs Öryrkjabandalagsins, Ester Adolfsdóttir, harmar slysið og segir hitastýrðum blöndunartækjum hafi verið komið fyrir í 70% íbúðanna, á síðustu sjö árum. Hún sagði að þau myndu gera sitt besta til að klára rest á allra næstu vikum. Að minnsta kosti þrjár manneskjur hafa látist vegna bruna af heitu vatni á síðustu 20 árum. Sú síðastnefnda var ung kona frá Írlandi sem leigði herbergi í Sjálfsbjargarhúsinu við Hátún 12. Í dag eru öryggisrofar í öllu húsinu sem loka fyrir heitt vatn ef tækin bila. Sama dag og Ómar brann datt inn um lúgur margra borgarbúa bæklingur um herferð gegn skaðlega heitu vatni undir yfirskriftinni Stillum hitann. Inni á heimasíðu átaksins er meðal annars sagt frá Hirti Inga Kristjánssyni, sautján ára Hafnfirðingi sem brenndist illa - eins og þessar myndir bera með sér - eftir að hafa líklega rekið sig í heitavatnskrana í flogakasti á síðasta ári. Á síðastliðnum fimm árum komu 132 á Landspítalann eftir að hafa brennt sig á heitu vatni úr neysluvatnslögnum - en slíkan bruna má hindra með einföldum hætti. Undir vaska er hægt að setja einfaldan loka sem blandar vatnið áður en það kemst í heita kranann. Nú eða einfaldlega skipta um blöndunartæki í vaskinum - en í þessum hér er hægt að stilla hitann. Og svo er ráð að setja hitastýrð blöndunartæki í sturtur og við baðkör.
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira