Hjúkrunarfræðingar á starfsmannaleigum 7. júní 2007 19:09 Dæmi eru um að hjúkrunarfræðingar segi upp störfum á Landspítalanum til að vinna þar í gegnum starfsmannaleigu. Þrjár íslenskar starfsmannaleigur eru með um sextíu hjúkrunarfræðinga á skrá hjá sér til að þjónusta spítala og stofnanir. Með því móti ná hjúkrunarfræðingarnir talsvert betri kjörum en ef þeir réðu sig beint á spítalann. Eftir því sem fréttastofa kemst næst eru þrjú fyrirtæki sem leigja starfsmenn sína til spítala og sjúkrastofnana, það eru Alhjúkrun, Ethnic care Ísland og Inpro, með á sjöunda tug starfsmanna í vinnu. Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri Inpro vildi lítið tjá sig um umfang fyrirtækisins í dag. Hún sagði þó að starfsmannaleigur sem þessar skapa fjölbreyttari atvinnugrundvöll fyrir hjúkrunarfræðinga - enda sé nánast einn kaupandi að vinnu þeirra, hið opinbera. Vigdís benti líka á að löng hefð væri fyrir svona afleysingaþjónustu í nágrannalöndunum og þyki nauðsynleg. Alhjúkrun er með 30 starfsmenn og hefur meðal annars samninga við Landspítalann og dvalarheimili aldraðra. Eins og forsvarsmenn hinna fyrirtækjanna vill eigandinn ekki upplýsa hverju munar á hjúkrunarfræðingslaunum hins opinbera og hjá Alhjúkrun. Dagmar segir starfsmenn Alhjúkrunar njóta sömu lífeyris- og veikindaréttinda og starfsmenn hins opinbera. Auk þess fái þeir veikindaga greidda út mánaðarlega - nýti þeir sér þá ekki. Yngsta fyrirtækið er Ethnic care Ísland en eigandinn Sigríður Þorsteinsdóttir segist einkum þjónusta öldrunarstofnanir. Aðspurð hvers vegna hún stofnaði fyrirtækið, svaraði Sigríður: Ég get borgað hjúkrunarfræðingum betri laun. Það er svo einfalt. Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Dæmi eru um að hjúkrunarfræðingar segi upp störfum á Landspítalanum til að vinna þar í gegnum starfsmannaleigu. Þrjár íslenskar starfsmannaleigur eru með um sextíu hjúkrunarfræðinga á skrá hjá sér til að þjónusta spítala og stofnanir. Með því móti ná hjúkrunarfræðingarnir talsvert betri kjörum en ef þeir réðu sig beint á spítalann. Eftir því sem fréttastofa kemst næst eru þrjú fyrirtæki sem leigja starfsmenn sína til spítala og sjúkrastofnana, það eru Alhjúkrun, Ethnic care Ísland og Inpro, með á sjöunda tug starfsmanna í vinnu. Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri Inpro vildi lítið tjá sig um umfang fyrirtækisins í dag. Hún sagði þó að starfsmannaleigur sem þessar skapa fjölbreyttari atvinnugrundvöll fyrir hjúkrunarfræðinga - enda sé nánast einn kaupandi að vinnu þeirra, hið opinbera. Vigdís benti líka á að löng hefð væri fyrir svona afleysingaþjónustu í nágrannalöndunum og þyki nauðsynleg. Alhjúkrun er með 30 starfsmenn og hefur meðal annars samninga við Landspítalann og dvalarheimili aldraðra. Eins og forsvarsmenn hinna fyrirtækjanna vill eigandinn ekki upplýsa hverju munar á hjúkrunarfræðingslaunum hins opinbera og hjá Alhjúkrun. Dagmar segir starfsmenn Alhjúkrunar njóta sömu lífeyris- og veikindaréttinda og starfsmenn hins opinbera. Auk þess fái þeir veikindaga greidda út mánaðarlega - nýti þeir sér þá ekki. Yngsta fyrirtækið er Ethnic care Ísland en eigandinn Sigríður Þorsteinsdóttir segist einkum þjónusta öldrunarstofnanir. Aðspurð hvers vegna hún stofnaði fyrirtækið, svaraði Sigríður: Ég get borgað hjúkrunarfræðingum betri laun. Það er svo einfalt.
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira