Innlent KB Banki færir Krabbameinsfélagi Íslands nýtt tæki til greiningar á brjóstakrabbameini Í dag færði KB banki Krabbameinsfélagi Íslands andvirði nýs stafræns röntgenmyndatækis, til leitar að brjóstakrabbameini, að gjöf. Nýrri tækni er ætlað að leysa eldri röntgenmyndabúnað af hólmi og gera forvarnarstarf vegna brjóstakrabbameins kvenna auðveldara og árangursríkara. Innlent 4.11.2006 15:42 Tæplega 1900 hafa kosið í prófkjöri Samfylkingar í Suðurkjördæmi Alls voru 1870 búnir að kjósa kl. 13. í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Innlent 4.11.2006 14:33 Búist við ofsaveðri í nótt og á morgun Afar slæmar veðurhorfur eru fyrir komandi nótt og framan af degi á morgun. Um er að ræða mjög djúpa og krappa lægð sem verður um 960 mbör (hPa) þegar hún gengur yfir Vestfirði í nótt. Innlent 4.11.2006 14:11 800 greitt atkvæði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvestur kjördæmi 800 manns höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvestur kjördæmi kl. 12 á hádegi, þar af 365 utankjörfundar. Innlent 4.11.2006 14:01 Biðlistar eftir hjúkrunarplássum nánast hverfa 2010 Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum nánast hverfa þegar þau 174 pláss sem heilbrigðisráðherra kynnti í dag verða tekin í notkun. Biðlistar hafa á undanförnum sex mánuðum styst um 20%. Innlent 4.11.2006 12:31 Hjúkrunarfræðingaskortur á næstu árum Um 40% allra starfandi hjúkrunarfræðinga láta af störfum vegna aldurs á næstu 10-15 árum og ef takast á að manna stéttina þarf að fjölga nýnemum í hjúkrunarfræði. Þetta kemur fram í ályktun Hjúkrunarþings sem lauk í gær. Innlent 4.11.2006 12:28 Tæplega 1100 hafa kosið í prófkjöri Samfylkingar í Suðurkjördæmi Alls voru 1089 búnir að kjósa kl. 11. í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Innlent 4.11.2006 11:36 Spáð er vonskuveðri í nótt Horfur eru á mjög vondu veðri í nótt og á sunnudagsmorgun að sögn Sigurðar Þ. Ragnarssonar, yfirveðurfræðings á NFS. Innlent 3.11.2006 21:41 Þekkti ekki verðmætamatið Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segist ekki hafa þekkt verðmætamat frá ParX, viðskiptaráðgjöf IBM, sem mat verðmæti Landsvirkjunar á 91,2 milljarða í árslok 2005, þegar hann seldi hlut Reykjavíkurborgar í fyrirtækinu. Innlent 3.11.2006 21:41 Úrslit væntanleg úr fjórum prófkjörum um helgina Prófkjör Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi eru haldin í dag og úrslit í póstkosningu í Norðausturkjördæmi verða tilkynnt. Auka kjördæmisþing framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi verður einnig haldið í dag. Innlent 4.11.2006 09:42 Greiðsla óheppileg fyrir lífeyrissjóðinn Alfreð Þorsteinsson segir óheppilegt að hluti greiðslu ríkisins vegna kaupa á hlut Reykjavíkurborgar sé ekki greiddur með bréfum sem hægt er að selja á markaði. Ákvörðunin var tekin að vel athuguðu máli, segir borgarstjóri. Innlent 3.11.2006 21:41 Ísland á að leiða umræðurnar Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra er sammála þeim grundvallarsjónarmiðum sem breski hagfræðingurinn Nicholas Stern setur fram í skýrslu sinni um aðgerðir gegn loftlagsbreytingum og tekur undir mörg af sjónarmiðum hans. Innlent 3.11.2006 21:41 Bankar mega fara úr landi Ögmundur Jónasson, alþingismaður og formaður BSRB, segir það til vinnandi að senda viðskiptabankana úr landi til að geta aukið jöfnuð í samfélaginu. Innlent 3.11.2006 21:41 Milljarða fjárveiting nær ekki til aldraðra Fyrrum hjúkrunarforstjóri Hrafnistuheimilanna segir ríkið leggja 15 milljarða króna í hendur stjórnenda dvalar- og hjúkrunarheimila hérlendis án þess að vita hvernig þeir eru nýttir. Innlent 3.11.2006 21:41 Miklar líkur á rauðum jólum Það verða rauð jól um mestallt land samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins. Ekki er þó loku fyrir það skotið að lítilsháttar föl verði norðanlands en annars verður hátíðarveðrið milt í þeim landsfjórðungi sem öðrum. Innlent 3.11.2006 21:41 Dýrast að læra á Vesturlandi Íslenskunámskeið fyrir útlendinga eru misdýr eftir landshlutum. Íslenskan er langódýrust fyrir þá sem búa í Kópavogi en dýrust á Vesturlandi. Innlent 3.11.2006 21:41 Segir upp 20 starfsmönnum Byggingafyrirtækið Sveinbjörn Sigurðsson hefur sagt upp öllum nema tveimur starfsmönnum á Akranesi, eða tuttugu iðnaðarmönnum og verkamönnum. Innlent 3.11.2006 21:41 Áltæknigarður að rísa við Þorlákshöfn Actus ehf. hefur fengið vilyrði fyrir lóð undir áltæknigarð í Þorlákshöfn. Bæjarstjóri segir fyrst og fremst um fullvinnslu á áli að ræða. Það yrði í fyrsta sinn sem slík vinnsla færi fram á Íslandi. Talið er að framkvæmdir geti hafist 2009. Innlent 3.11.2006 21:41 Sjóræningjaveiðar gerðar ómögulegar Sjávarútvegsráðherra segir möguleika til sjóræningjaveiða sífellt að þrengjast og verði jafnframt dýrkeyptari þeim sem þær stunda. Hann boðar hertari lög á yfirstandandi þingi gagnvart sjóræningjaskipum og aðilum sem þeim tengjast. Innlent 3.11.2006 21:41 Ekki samstiga í efnahagsstefnu Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að það komi sér ekki á óvart að Seðlabankinn treysti sér ekki til að slaka á aðhaldi í efnahagsmálum, fullsnemmt sé hjá forsætisráðherra að lýsa því yfir að hættuástandið sé liðið hjá. Innlent 3.11.2006 21:41 Yfirlæknir fái aftur fyrra starf Stjórn Læknafélags Reykjavíkur hefur sent frá sér ályktun með eindregnum tilmælum til yfirstjórnenda Landspítalans um að Stefán E. Matthíasson yfirlæknir verði settur aftur í fyrra starf. Innlent 3.11.2006 21:41 Hneisa fyrir allar þjóðirnar Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra spyr sig hvernig geti staðið á því að mótmælaskjal frá 25 þjóðlöndum auk framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, geti verið byggt á jafn miklum rangfærslum og í ljós kom í vikunni. Innlent 3.11.2006 21:41 Takmörkun er brot gegn tjáningarfrelsinu Ákvörðun stjórnvalda að veita einungis einum aðila aðgang að öllum gögnum um símhleranir á dögum kalda stríðsins, stangast á við tjáningarfrelsisákvæði mannréttindasáttmála Evrópu að sögn Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns. Hann gerði þetta að umtali á ráðstefnu Háskólans í Reykjavík um tjáningarfrelsi sem stendur nú yfir. Innlent 3.11.2006 21:41 Gæti styst um 20 kílómetra Leiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar gæti styst um allt að 20 kílómetra. Innlent 3.11.2006 21:41 Valgerður til Úkraínu Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra heldur á morgun í fjögurra daga opinbera heimsókn til Úkraínu í boði Borys Tarasjúk, utanríkisráðherra Úkraínu. Innlent 3.11.2006 21:41 Yfirheyrður vegna stúlku Einn maður hefur verið yfirheyrður hjá lögreglunni í Reykjavík vegna atburðar sem varð þegar ókunnugur maður tók átta ára stúlku upp í bíl sinn á sunnudag. Lögreglan sleppti manninum eftir yfirheyrslu, þar sem grunur hennar átti ekki við rök að styðjast. Innlent 3.11.2006 21:41 Endurskoðun að renna út á tíma Stjórnarskrárnefnd, sem skipuð var í ársbyrjun 2005 og falið var að semja frumvarp að endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins fyrir árslok 2006, hélt sinn 20. fund í gær. Jón Kristjánsson, formaður nefndarinnar, segir aðspurður að úr því sem komið er sé það mjög ósennilegt að það markmið náist að leggja fram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar fyrir kosningar í vor. Innlent 3.11.2006 21:41 Segir aðhalds hafa verið gætt Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra vísar því á bug að íslenska ríkið gæti ekki nægilegs aðhalds í ríkisfjármálum. Innlent 3.11.2006 21:41 Forsetinn seldi neyðarkall Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hóf síðdegis í gær fjáröflun Slysavarnafélagsins Landsbjargar með því að selja fyrsta neyðarkallinn. Innlent 3.11.2006 21:41 Fékk tundurdufl í botnvörpuna Frystitogarinn Kleifarberg frá Ólafsfirði fékk tundurdufl í troll sitt snemma í gærmorgun þar sem hann var staddur um 40 sjómílur norður af Straumsnesi. Innlent 3.11.2006 21:41 « ‹ 171 172 173 174 175 176 177 178 179 … 334 ›
KB Banki færir Krabbameinsfélagi Íslands nýtt tæki til greiningar á brjóstakrabbameini Í dag færði KB banki Krabbameinsfélagi Íslands andvirði nýs stafræns röntgenmyndatækis, til leitar að brjóstakrabbameini, að gjöf. Nýrri tækni er ætlað að leysa eldri röntgenmyndabúnað af hólmi og gera forvarnarstarf vegna brjóstakrabbameins kvenna auðveldara og árangursríkara. Innlent 4.11.2006 15:42
Tæplega 1900 hafa kosið í prófkjöri Samfylkingar í Suðurkjördæmi Alls voru 1870 búnir að kjósa kl. 13. í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Innlent 4.11.2006 14:33
Búist við ofsaveðri í nótt og á morgun Afar slæmar veðurhorfur eru fyrir komandi nótt og framan af degi á morgun. Um er að ræða mjög djúpa og krappa lægð sem verður um 960 mbör (hPa) þegar hún gengur yfir Vestfirði í nótt. Innlent 4.11.2006 14:11
800 greitt atkvæði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvestur kjördæmi 800 manns höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvestur kjördæmi kl. 12 á hádegi, þar af 365 utankjörfundar. Innlent 4.11.2006 14:01
Biðlistar eftir hjúkrunarplássum nánast hverfa 2010 Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum nánast hverfa þegar þau 174 pláss sem heilbrigðisráðherra kynnti í dag verða tekin í notkun. Biðlistar hafa á undanförnum sex mánuðum styst um 20%. Innlent 4.11.2006 12:31
Hjúkrunarfræðingaskortur á næstu árum Um 40% allra starfandi hjúkrunarfræðinga láta af störfum vegna aldurs á næstu 10-15 árum og ef takast á að manna stéttina þarf að fjölga nýnemum í hjúkrunarfræði. Þetta kemur fram í ályktun Hjúkrunarþings sem lauk í gær. Innlent 4.11.2006 12:28
Tæplega 1100 hafa kosið í prófkjöri Samfylkingar í Suðurkjördæmi Alls voru 1089 búnir að kjósa kl. 11. í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Innlent 4.11.2006 11:36
Spáð er vonskuveðri í nótt Horfur eru á mjög vondu veðri í nótt og á sunnudagsmorgun að sögn Sigurðar Þ. Ragnarssonar, yfirveðurfræðings á NFS. Innlent 3.11.2006 21:41
Þekkti ekki verðmætamatið Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segist ekki hafa þekkt verðmætamat frá ParX, viðskiptaráðgjöf IBM, sem mat verðmæti Landsvirkjunar á 91,2 milljarða í árslok 2005, þegar hann seldi hlut Reykjavíkurborgar í fyrirtækinu. Innlent 3.11.2006 21:41
Úrslit væntanleg úr fjórum prófkjörum um helgina Prófkjör Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi eru haldin í dag og úrslit í póstkosningu í Norðausturkjördæmi verða tilkynnt. Auka kjördæmisþing framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi verður einnig haldið í dag. Innlent 4.11.2006 09:42
Greiðsla óheppileg fyrir lífeyrissjóðinn Alfreð Þorsteinsson segir óheppilegt að hluti greiðslu ríkisins vegna kaupa á hlut Reykjavíkurborgar sé ekki greiddur með bréfum sem hægt er að selja á markaði. Ákvörðunin var tekin að vel athuguðu máli, segir borgarstjóri. Innlent 3.11.2006 21:41
Ísland á að leiða umræðurnar Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra er sammála þeim grundvallarsjónarmiðum sem breski hagfræðingurinn Nicholas Stern setur fram í skýrslu sinni um aðgerðir gegn loftlagsbreytingum og tekur undir mörg af sjónarmiðum hans. Innlent 3.11.2006 21:41
Bankar mega fara úr landi Ögmundur Jónasson, alþingismaður og formaður BSRB, segir það til vinnandi að senda viðskiptabankana úr landi til að geta aukið jöfnuð í samfélaginu. Innlent 3.11.2006 21:41
Milljarða fjárveiting nær ekki til aldraðra Fyrrum hjúkrunarforstjóri Hrafnistuheimilanna segir ríkið leggja 15 milljarða króna í hendur stjórnenda dvalar- og hjúkrunarheimila hérlendis án þess að vita hvernig þeir eru nýttir. Innlent 3.11.2006 21:41
Miklar líkur á rauðum jólum Það verða rauð jól um mestallt land samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins. Ekki er þó loku fyrir það skotið að lítilsháttar föl verði norðanlands en annars verður hátíðarveðrið milt í þeim landsfjórðungi sem öðrum. Innlent 3.11.2006 21:41
Dýrast að læra á Vesturlandi Íslenskunámskeið fyrir útlendinga eru misdýr eftir landshlutum. Íslenskan er langódýrust fyrir þá sem búa í Kópavogi en dýrust á Vesturlandi. Innlent 3.11.2006 21:41
Segir upp 20 starfsmönnum Byggingafyrirtækið Sveinbjörn Sigurðsson hefur sagt upp öllum nema tveimur starfsmönnum á Akranesi, eða tuttugu iðnaðarmönnum og verkamönnum. Innlent 3.11.2006 21:41
Áltæknigarður að rísa við Þorlákshöfn Actus ehf. hefur fengið vilyrði fyrir lóð undir áltæknigarð í Þorlákshöfn. Bæjarstjóri segir fyrst og fremst um fullvinnslu á áli að ræða. Það yrði í fyrsta sinn sem slík vinnsla færi fram á Íslandi. Talið er að framkvæmdir geti hafist 2009. Innlent 3.11.2006 21:41
Sjóræningjaveiðar gerðar ómögulegar Sjávarútvegsráðherra segir möguleika til sjóræningjaveiða sífellt að þrengjast og verði jafnframt dýrkeyptari þeim sem þær stunda. Hann boðar hertari lög á yfirstandandi þingi gagnvart sjóræningjaskipum og aðilum sem þeim tengjast. Innlent 3.11.2006 21:41
Ekki samstiga í efnahagsstefnu Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að það komi sér ekki á óvart að Seðlabankinn treysti sér ekki til að slaka á aðhaldi í efnahagsmálum, fullsnemmt sé hjá forsætisráðherra að lýsa því yfir að hættuástandið sé liðið hjá. Innlent 3.11.2006 21:41
Yfirlæknir fái aftur fyrra starf Stjórn Læknafélags Reykjavíkur hefur sent frá sér ályktun með eindregnum tilmælum til yfirstjórnenda Landspítalans um að Stefán E. Matthíasson yfirlæknir verði settur aftur í fyrra starf. Innlent 3.11.2006 21:41
Hneisa fyrir allar þjóðirnar Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra spyr sig hvernig geti staðið á því að mótmælaskjal frá 25 þjóðlöndum auk framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, geti verið byggt á jafn miklum rangfærslum og í ljós kom í vikunni. Innlent 3.11.2006 21:41
Takmörkun er brot gegn tjáningarfrelsinu Ákvörðun stjórnvalda að veita einungis einum aðila aðgang að öllum gögnum um símhleranir á dögum kalda stríðsins, stangast á við tjáningarfrelsisákvæði mannréttindasáttmála Evrópu að sögn Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns. Hann gerði þetta að umtali á ráðstefnu Háskólans í Reykjavík um tjáningarfrelsi sem stendur nú yfir. Innlent 3.11.2006 21:41
Gæti styst um 20 kílómetra Leiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar gæti styst um allt að 20 kílómetra. Innlent 3.11.2006 21:41
Valgerður til Úkraínu Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra heldur á morgun í fjögurra daga opinbera heimsókn til Úkraínu í boði Borys Tarasjúk, utanríkisráðherra Úkraínu. Innlent 3.11.2006 21:41
Yfirheyrður vegna stúlku Einn maður hefur verið yfirheyrður hjá lögreglunni í Reykjavík vegna atburðar sem varð þegar ókunnugur maður tók átta ára stúlku upp í bíl sinn á sunnudag. Lögreglan sleppti manninum eftir yfirheyrslu, þar sem grunur hennar átti ekki við rök að styðjast. Innlent 3.11.2006 21:41
Endurskoðun að renna út á tíma Stjórnarskrárnefnd, sem skipuð var í ársbyrjun 2005 og falið var að semja frumvarp að endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins fyrir árslok 2006, hélt sinn 20. fund í gær. Jón Kristjánsson, formaður nefndarinnar, segir aðspurður að úr því sem komið er sé það mjög ósennilegt að það markmið náist að leggja fram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar fyrir kosningar í vor. Innlent 3.11.2006 21:41
Segir aðhalds hafa verið gætt Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra vísar því á bug að íslenska ríkið gæti ekki nægilegs aðhalds í ríkisfjármálum. Innlent 3.11.2006 21:41
Forsetinn seldi neyðarkall Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hóf síðdegis í gær fjáröflun Slysavarnafélagsins Landsbjargar með því að selja fyrsta neyðarkallinn. Innlent 3.11.2006 21:41
Fékk tundurdufl í botnvörpuna Frystitogarinn Kleifarberg frá Ólafsfirði fékk tundurdufl í troll sitt snemma í gærmorgun þar sem hann var staddur um 40 sjómílur norður af Straumsnesi. Innlent 3.11.2006 21:41