Innlent

Endurskoðun að renna út á tíma

Stjórnarskrárnefnd, sem skipuð var í ársbyrjun 2005 og falið var að semja frumvarp að endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins fyrir árslok 2006, hélt sinn 20. fund í gær. Jón Kristjánsson, formaður nefndarinnar, segir aðspurður að úr því sem komið er sé það mjög ósennilegt að það markmið náist að leggja fram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar fyrir kosningar í vor.

Að sögn Jóns stendur þó til að gefa út áfangaskýrslu sem gagnast gæti sem áfangi að settu marki. Á framhaldsfundi nefndarinnar næsta miðvikudag kunni samkomulag að nást þar um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×