Innlent

Búist við ofsaveðri í nótt og á morgun

Afar slæmar veðurhorfur eru fyrir komandi nótt og framan af degi á morgun. Um er að ræða mjög djúpa og krappa lægð sem verður um 960 mbör (hPa) þegar hún gengur yfir Vestfirði í nótt.

Eru horfur á vindhraðinn verði á bilinu 20-30 m/s á seint í nótt og og á morgun. Hvassast verður vestan til í fyrramálið en síðan færist hvassviðrið yfir landið á morgun. Horfur eru á að hviður geti farið yfir 45m/s í nágrenni við fjöll á vestanverðu landinu og reyndar víðar.

Það er rétt að geta þess að megin vindstengur þessarar lægðar gengur yfir sjálfa höfuðborgina mjög snemma í fyrramálið eða um svipað leyti og stórstraumflóð er í hámarki.

Skúraveður verður víða á landinu en síðdegis á morgun kólnar nokkuð norðan til og má þá búast við éljum samfara reyndar minnkandi vindi. Lægir þá smám saman eftir hádegi á morgun, fyrst vestan til en um miðnætti annað kvöld ætti veðrið að vera gengið niður.

Hvatt er til þess að eigendur smábáta hugi að bátum sínum í nótt. Verktakar á nýbyggingasvæðum eru líka hvattir til þess að huga að frágangi lausamuna fyrir nóttina. Ekki má heldur gleyma lausum munum eins og trampólínum, gasgrillum, og útihúsgögnum til að koma í veg fyrir skemmdir á þessum munum sem og að þessir hluti skemmi fyrir öðrum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×