Sjóræningjaveiðar gerðar ómögulegar 4. nóvember 2006 07:45 „Það blasir við að ólöglegar veiðar eru orðnar þeim sem þær stunda dýrkeyptari en áður. Og við sjáum að sífellt fleirum er að verða það ljóst að það getur einnig verið dýrkeypt að eiga viðskipti við þá sem stunda ólöglegar veiðar," segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Fjögur ráðuneyti undir forystu sjávarútvegsráðuneytisins vinna nú að því að yfirfara íslenskt lagaumhverfi og möguleika á því að herða á lögum og reglum sem snúa að sjóræningjaskipum og þeim aðilum sem tengjast sjóræningjaveiðum. Einar vonast til að búið verði að samþykkja þær lagabreytingar sem nauðsynlegar eru áður en yfirstandandi þingi lýkur. „Lögin munu eiga við um skip sem eru að veiða ólöglega á Reykjaneshrygg og útgerðum þeirra. Við höfum heilmikil úrræði í núgildandi lögum en teljum að herða þurfi þau enn þá meira. Allt lýtur þetta að sama markmiði sem er að gera þessar veiðar óbærilegar fyrir þá sem eru að stunda þetta ólöglega athæfi." Ísland er aðili að Norðaustur-Atlantshafs-fiskveiðinefndinni, NEAFC, sem fer með stjórn fiskveiða á Reykjaneshryggnum á grundvelli Alþjóðahafréttarsáttmálans. Íslendingar hafa haft forystu um þessi mál á alþjóðlegum vettvangi og beitt sér hart innan NEAFC að sögn Einars. Þær aðgerðir hafi skilað heilmiklum árangri og gott dæmi séu hremmingar skipsins Polestar sem flutti ólöglegan afla af Reykjaneshrygg í haust. „Vegna afskipta okkar tókst að koma í veg fyrir að minnsta kosti þrjár tilraunir Polestar til að landa aflanum þó að að lokum hafi þeim tekist að landa þessu í Hong Kong með miklum kostnaði og fyrirhöfn." Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær var Landsbankinn skráður eigandi þess afla þar sem bankinn hafði veitt kaupanda aflans afurðalán. Þegar í ljós kom að um ólöglegan afla var að ræða breytti bankinn afurðalánasamningi sínum á þann veg að verði viðskiptavinur uppvís að tengslum við ólöglegar veiðar þá verður samningnum rift, að því gefnu að honum hafi verið kunnugt um þær. Einar segir frumkvæði Íslands og gott samstarf við Landsbankann hafa gert það að verkum að möguleikar til sjóræningjaveiða séu að þrengjast. „Æ fleirum er að verða ljós alvara málsins. Og ég er sannfærður um að útgerð Polestar hefur lært sína lexíu og haft af því mikinn kostnað." Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Það blasir við að ólöglegar veiðar eru orðnar þeim sem þær stunda dýrkeyptari en áður. Og við sjáum að sífellt fleirum er að verða það ljóst að það getur einnig verið dýrkeypt að eiga viðskipti við þá sem stunda ólöglegar veiðar," segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Fjögur ráðuneyti undir forystu sjávarútvegsráðuneytisins vinna nú að því að yfirfara íslenskt lagaumhverfi og möguleika á því að herða á lögum og reglum sem snúa að sjóræningjaskipum og þeim aðilum sem tengjast sjóræningjaveiðum. Einar vonast til að búið verði að samþykkja þær lagabreytingar sem nauðsynlegar eru áður en yfirstandandi þingi lýkur. „Lögin munu eiga við um skip sem eru að veiða ólöglega á Reykjaneshrygg og útgerðum þeirra. Við höfum heilmikil úrræði í núgildandi lögum en teljum að herða þurfi þau enn þá meira. Allt lýtur þetta að sama markmiði sem er að gera þessar veiðar óbærilegar fyrir þá sem eru að stunda þetta ólöglega athæfi." Ísland er aðili að Norðaustur-Atlantshafs-fiskveiðinefndinni, NEAFC, sem fer með stjórn fiskveiða á Reykjaneshryggnum á grundvelli Alþjóðahafréttarsáttmálans. Íslendingar hafa haft forystu um þessi mál á alþjóðlegum vettvangi og beitt sér hart innan NEAFC að sögn Einars. Þær aðgerðir hafi skilað heilmiklum árangri og gott dæmi séu hremmingar skipsins Polestar sem flutti ólöglegan afla af Reykjaneshrygg í haust. „Vegna afskipta okkar tókst að koma í veg fyrir að minnsta kosti þrjár tilraunir Polestar til að landa aflanum þó að að lokum hafi þeim tekist að landa þessu í Hong Kong með miklum kostnaði og fyrirhöfn." Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær var Landsbankinn skráður eigandi þess afla þar sem bankinn hafði veitt kaupanda aflans afurðalán. Þegar í ljós kom að um ólöglegan afla var að ræða breytti bankinn afurðalánasamningi sínum á þann veg að verði viðskiptavinur uppvís að tengslum við ólöglegar veiðar þá verður samningnum rift, að því gefnu að honum hafi verið kunnugt um þær. Einar segir frumkvæði Íslands og gott samstarf við Landsbankann hafa gert það að verkum að möguleikar til sjóræningjaveiða séu að þrengjast. „Æ fleirum er að verða ljós alvara málsins. Og ég er sannfærður um að útgerð Polestar hefur lært sína lexíu og haft af því mikinn kostnað."
Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira