Innlent

Bankar mega fara úr landi

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson

Ögmundur Jónasson, alþingismaður og formaður BSRB, segir það til vinnandi að senda viðskiptabankana úr landi til að geta aukið jöfnuð í samfélaginu.

Ögmundur segir misskiptingu og ranglæti þrífast og breiða úr sér sem aldrei fyrr. Bankarnir greiði aðeins 12 milljarða fjármagnstekjuskatt af 120 milljarða hagnaði og hóti að hverfa úr landi verði skatturinn hækkaður.

Spurning sé hvort jafnaðarsamfélaginu sé fórnandi fyrir 12 milljarða og nokkra stráka og stelpur í silkifötum. „Er þotuliðinu fórnandi fyrir meiri jöfnuð og félagslegt réttlæti? Mitt svar er já,“ skrifar Ögmundur. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×