Innlent

Úrslit væntanleg úr fjórum prófkjörum um helgina

Samfylkingin efnir til prófkjörs í tveimur kjördæmum um helgina og úrslit verða ljós í því þriðja. Prófkjör flokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi eru haldin í dag og úrslit í póstkosningu í Norðausturkjördæmi verða tilkynnt klukkan sex í dag. Klukkan átta í gærkvöldi höfðu 626 manns kosið utankjörfundar í opnu prófkjöri í Suðurkjördæmi. Reiknað er með fyrstu tölum úr Suðvesturkjördæmi, eða Kraganum svo kallaða, klukkan átta í kvöld. Tölur úr Suðurkjördæmi verða hins vegar birtar klukkan sex annað kvöld. Auka kjördæmisþing Framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi verður einnig haldið í dag og hefst þingið kl. 10:00.

Á þinginu verður kosið um sex efstu sætin á framboðslista Framsóknarmanna í kjördæminu vegna alþingskosninganna 2007. Siv Friðleifsdóttir, helbrigðisráðherra, býður sig ein fram í fyrsta sæti en fjórir berjast um annað sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×