Lög og regla

Fréttamynd

Aron til landsins í næstu viku

Aron Pálmi Ágústsson, sem setið hefur í fangelsi í Texas síðustu átta ár, er væntanlegur til landsins í næstu viku. Fréttastofan ræddi við Aron Pálma í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Hraðakstur við grunnskóla

Lögeglan í Keflavík hélt uppi eftirliti við grunnskóla á skólatíma í gær. Á Skólavegi voru fjórir kærðir fyrir hraðakstur þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund. Sá sem hraðast ók mældist á 70 kílómetra hraða.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur sjúkraflug frá Akureyri

Fjögur sjúkraflug voru farin frá Akureyri í gær. Sóttur var veikur maður til Grænlands og á Vopnafjörð þar sem slys hafði orðið. Þá var flogið með sjúkling frá Akureyri til Reykjavíkur þar sem hann þurfti að gangast undir aðgerð. Fjórða vélin var svo kölluð á Egilsstaði upp úr klukkan sex til að ná í sjúkling og flytja hann til Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Sakar lögfræðing um ærumeiðingar

Fasteignasali í Reykjavík hefur kært lögfræðing Húseigendafélagsins til Ríkislögreglustjóra fyrir ærumeiðingar og brot á friðhelgi einkalífs. Kæran kemur í kjölfar kæru Húseigendafélagsins á hendur fasteignasalanum fyrir að misnota aðstöðu sína og selja syni sínum íbúð í Hlíðunum.

Innlent
Fréttamynd

Gripinn eftir glæfraakstur

Ökumaður með barn í bíl sínum var í gær stöðvaður í Borgarnesi eftir glæfraakstur í Norðurárdal. Lögreglan á Hólmavík mældi manninn á 146 kílómetra hraða en ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum og gaf í þegar hann varð var við lögregluna. Ökumaðurinn stofnaði lífi sínu og annarra í stórhættu með akstrinum, en hann var stöðvaður af lögreglunni í Borgarnesi.

Innlent
Fréttamynd

Stór björg féllu úr Óshlíð

Töluverðar skemmdir urðu á veginum um Óshlíð og varnargirðingum í hlíðinni þegar stór björg féllu úr hlíðinni í gær. Björgin féllu á þriðja tímanum og þykir mildi að björgin lentu ekki á bílum sem óku um Óshlíðina.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríkjamanns leitað á hálendinu

Björgunarsveitir frá Höfn í Hornafirði og Egilsstöðum leituðu í nótt á hálendinu að bandarískum ferðamanni sem skilaði sér ekki til byggða á tilætluðum tíma. Að sögn lögreglu á Höfn var maðurinn á leið frá Snæfelli, en ætlaði að koma niður af hálendinu á Lónsöræfum við Illakamb um klukkan tvö í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ofbeldisverkum í miðborg fækkar

Ofbeldisverkum í miðborg Reykjavíkur hefur fækkað um 40 prósent frá árinu 2000 samkvæmt nýrri rannsókn. Stór hluti skýringarinnar er eftirlitsmyndavélar, frjáls afgreiðslutími skemmtistaða og það að ferðir næturvagna SVR voru aflagðar.

Innlent
Fréttamynd

Lítið gert við athugasemdum

Svo virðist sem lítið sem ekkert sé að gert þótt Persónuvernd geri athugasemdir við notkun öryggismyndavéla. Til dæmis hefur lögreglan ekki gengið úr skugga um að búið sé að fjarlægja myndavél úr búningsklefa líkamsræktarstöðvarinnar World Class.

Innlent
Fréttamynd

Vont ferðaveður á Austurlandi

Mjög vont ferðaveður er nú á milli Hafnar í Hornafirði og Djúpavogs og hefur veðurstofan sent úr stormviðvörun. Þar er nú mikið rok og sviptivindasamt, en vegna veðursins var mikið um grjóthrun í Hvalnes- og Þvottaskriðum á milli Djúpavogs og Hafnar í nótt. Að sögn lögreglunnar á Höfn er enn þá vont ferðaveður og vill lögreglan hvetja ökumenn til að fara varlega.

Innlent
Fréttamynd

Ofbeldisbrotum fækkar í miðbænum

Skráðum ofbeldisverkum í miðborg Reykjavíkur fækkaði um 40 prósent frá árinu 2000 til loka ársins 2004 samkvæmt úttekt sem gerð var fyrir lögregluna í Reykjavík og kynnt var í gær. Þykir lögregluyfirvöldum þetta sýna að umtalsverður árangur hefur náðst og þakka það helst öryggismyndavélum og breyttum opnunartíma skemmti- og veitingastaða.

Innlent
Fréttamynd

Framlengja varðhald vegna morðs

Gæsluvarðhald yfir Phu Tién Nguyen sem grunaður er um að hafa orðið Vu Van Pong að bana í Kópavogi í maí hefur verið framlengt til 5. október næstkomandi. Hann hefur játað á sig morðið og telur lögreglan í Kópavogi sig hafa lokið rannsókn málsins og verður það sent ríkissaksóknara til umfjöllunar á morgun eða í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Kærði nauðgun í Bolungarvík

Lögreglan í Bolungarvík rannsakar nauðgun sem sextán ára stúlka kærði um miðjan mánuðinn. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins og enginn er grunaður. Lögreglan leitar enn upplýsinga.

Innlent
Fréttamynd

Stöðumælarnir burt á Akureyri

Frá og með morgundeginum verður frítt að leggja bílum á Akureyri. Bæjaryfirvöld þar hafa ákveðið að treysta bæjarbúum til að virða tímamörk og stilla klukku í stað þess að borga í mæla. Þá verður skorin upp herör gegn ófötluðum sem leggja í stæði fyrir fatlaða.

Innlent
Fréttamynd

Nauðgun kærð í Bolungarvík

Lögregla í Bolungarvík og á Ísafirði hefur til rannsóknar kæru 16 ára gamallar stúlku sem segir að sér hafi verið nauðgað á kvennasalerni á unglingadansleik í veitingahúsinu Víkurbæ í Bolungarvík aðfaranótt laugardagsins 13. ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Allnokkrir ótryggðir og óskoðaðir

Það er nokkuð algengt að í umferðinni séu ökutæki sem eru hvorki tryggð né hafa farið í gegnum skoðun. Þetta segir upplýsingafulltrúi Umferðarstofu.

Innlent
Fréttamynd

Áfram í gæsluvarðhaldi

Lögreglan í Kópavogi hefur farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Phu Tién Nguyen sem handtekinn var í vor grunaður um morðið á Vu Van Phong í íbúð þess síðarnefnda þann 17. maí.

Innlent
Fréttamynd

Borguðu ekki launatengd gjöld

Þrír menn sæta ákæru vegna fyrirtækisins CRM markaðslausna ehf. sem tekið var til gjaldþrotaskipta í sumar, framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og stjórnarmaður.

Innlent
Fréttamynd

Aron gæti komið í september

Líklegt þykir að Aroni Pálma Ágústssyni verði sleppt úr fangelsi í Texas á næstunni. Þing Texas hefur samþykkt lausnarbeiðnina sem bíður nú undirskriftar ríkisstjórans. Ef allt gengur að óskum kemur Aron Pálmi til Íslands í september.

Innlent
Fréttamynd

Efast um niðurstöðu krufningar

Verjandi Lofts Jens Magnússonar, sem gefið er að sök að hafa banað manni á veitingastaðnum Ásláki í Mosfellsbæ í desember, gagnrýnir krufningarskýrslu sem fyrir liggur í málinu. Hann vill að kvaddir verið til matsmenn til að fara yfir skýrsluna. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Játningar liggja fyrir

Játningar liggja nú fyrir í þeim tveimur alvarlegu málum sem upp komu í Reykjavík um síðustu helgi. Annars vegar var maður handtekinn grunaður um morð í húsi á Hverfisgötu snemma á laugardaginn og annar maður var handtekinn grunaður um að hafa stungið annan mann í bakið með hníf á Menningarnótt.

Innlent
Fréttamynd

Tölvu stolið í innbroti

Brotist var inn í húsnæði Alnæmissamtakanna á Íslandi á Hverfisgötu aðfaranótt miðvikudags og tölvu stolið. Birna Þórðardóttir, framkvæmdastjóri samtakanna, segir að gluggi hafi verið spenntur upp, rótað hafi verið til og sími eyðilagður. Engu hafi þó verið stolið utan tölvunnar.

Innlent
Fréttamynd

Segir símtal ekki tengjast morði

Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtal til neyðarlínu tæpum klukkutíma fyrir morðið á Hverfisgötu á laugardagsmorgunn ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt.

Innlent
Fréttamynd

Ákærðir fyrir skattsvik

Framkvæmdastjóri og tveir stjórnarmenn markaðsfyrirtækis hafa verið ákærðir af ríkislögreglustjóra fyrir skattsvik upp á sjöttu milljóna króna. Þeim er gefið að sök að láta undir höfuð leggjast að standa skil á virðisaukaskatti upp á tæplega átta hundruð þúsund krónur. Enn fremur eru þeir sakaðir um að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda upp á rétt tæplega fimm milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan við það að missa tökin

"Okkur fannst á tímabili að við værum jafnvel að missa þetta allt saman yfir okkur. Það var alveg á mörkunum," segir Geir Jón Þórisson um ástandið, sem skapaðist í miðborg Reykjavíkur eftir miðnætti á nýafstaðinni menningarnótt.

Innlent
Fréttamynd

Segir símtal ekki tengjast morði

Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtal til neyðarlínu tæpum klukkutíma fyrir morðið á Hverfisgötu á laugardagsmorgun ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt. Geir Jón segir það grafalvarlegt að ásaka lögregluna um að sinna ekki skyldum sínum eins og DV gerir.

Innlent
Fréttamynd

Lausn Arons hugsanlega í sjónmáli

Lausn Arons Pálma Ágústssonar gæti verið í sjónmáli innan mjög skamms tíma, en nafn hans er að finna á lista yfir fanga sem löggjafarþing fylkisins hefur lagt til að verði látnir lausir. Verður listinn lagður fyrir ríkisstjórann til staðfestingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Einari S. Einarssyni, einum forsvarsmanna stuðningsnefndar Arons Pálma, en hópurinn hefur undanfarið unnið að framsali hans til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan var við að missa tökin

Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir ástandið á menningarnótt hafa verið ískyggilegt og ekki sé hægt að líða slíkt ár eftir ár. Mikið fyllerí, unglingafyllerí, fíkniefnaneysla, spennuþrungið og hættulegt ástand. Þannig lýsir Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur ástandinu í miðborginni eftir miðnætti umrædda nótt. 

Innlent
Fréttamynd

Réttað yfir ræningjum

Réttað var í gær yfir tveimur mönnum, 42 og 18 ára gömlum, í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna ránstilraunar við Hamarsgerði í Reykjavík í mars í fyrra. Þar réðust þeir á mann með trékylfu og slógu hann ítrekað með henni og krepptum hnefa.

Innlent