Ofbeldisbrotum fækkar í miðbænum 25. ágúst 2005 00:01 Skráðum ofbeldisverkum í miðborg Reykjavíkur fækkaði um 40 prósent á fimm ára tímabili frá árinu 2000 til loka ársins 2004 samkvæmt úttekt sem gerð var fyrir lögregluna í Reykjavík og kynnt var í gær. Þykir lögregluyfirvöldum þetta sýna að umtalsverður árangur hefur náðst og þakka það helst öryggismyndavélum og breyttum opnunartíma skemmti- og veitingastaða. Samkvæmt úttektinni, sem unnin var af Boga Ragnarssyni, voru skráð 463 ofbeldismál á miðbæjarsvæðinu árið 2000 en allt árið 2004 voru skráð 282 slík mál í bækur lögreglu. Fækkaði því brotum um tæplega 200 á þessum árum. Skýrsluhöfundur bendir á nokkur líkleg atriði sem orsakir þessarar fækkunar ofbeldisverka og er þar helst til að telja breyttan opnunartíma skemmti- og veitingastaða en árið 2000 var opnunartími slíkra staða ekki jafn frjáls og hann síðar varð. Annar stór þáttur er uppsetning öryggismyndavéla víðs vegar í miðbænum á þessum tíma en forvarnargildi þeirra þykir ótvírætt jafnvel þó að gögn úr slíkum vélum hafi tíðum ekki verið notuð í ákærumálum. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir skýrsluna sýna svo ekki verði um villst að staða mála í miðbænum hafi batnað til mikilla muna þvert á það sem oft á tíðum fram kemur í fjölmiðlum. "Fjölmiðlar hafa tilhneigingu til að mála skrattann á vegginn hvað miðborgina varðar. Atburðir sem þar gerast virðast fá meiri og stærri umfjallanir í fjölmiðlum en sams konar atvik annars staðar. Við höfum staðið fyrir rannsókn sem sýnir og sannar að þegar umfjöllun um miðborgina var lítil í fjölmiðlum jókst öryggistilfinning almennings til muna." Tvennt skekkir úttektina að nokkru leyti. Annars vegar er engin samanburður á því hvort brot voru almennt grófari eða vægari umrædd ár en ýmsir læknar telja líkamsárásir verða alvarlegri ár frá ári. Hins vegar er töluverður fjöldi brota sem aldrei er kærður eða kemur að öðru leyti ekki til kasta lögreglu og er því ómælanlegur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira
Skráðum ofbeldisverkum í miðborg Reykjavíkur fækkaði um 40 prósent á fimm ára tímabili frá árinu 2000 til loka ársins 2004 samkvæmt úttekt sem gerð var fyrir lögregluna í Reykjavík og kynnt var í gær. Þykir lögregluyfirvöldum þetta sýna að umtalsverður árangur hefur náðst og þakka það helst öryggismyndavélum og breyttum opnunartíma skemmti- og veitingastaða. Samkvæmt úttektinni, sem unnin var af Boga Ragnarssyni, voru skráð 463 ofbeldismál á miðbæjarsvæðinu árið 2000 en allt árið 2004 voru skráð 282 slík mál í bækur lögreglu. Fækkaði því brotum um tæplega 200 á þessum árum. Skýrsluhöfundur bendir á nokkur líkleg atriði sem orsakir þessarar fækkunar ofbeldisverka og er þar helst til að telja breyttan opnunartíma skemmti- og veitingastaða en árið 2000 var opnunartími slíkra staða ekki jafn frjáls og hann síðar varð. Annar stór þáttur er uppsetning öryggismyndavéla víðs vegar í miðbænum á þessum tíma en forvarnargildi þeirra þykir ótvírætt jafnvel þó að gögn úr slíkum vélum hafi tíðum ekki verið notuð í ákærumálum. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir skýrsluna sýna svo ekki verði um villst að staða mála í miðbænum hafi batnað til mikilla muna þvert á það sem oft á tíðum fram kemur í fjölmiðlum. "Fjölmiðlar hafa tilhneigingu til að mála skrattann á vegginn hvað miðborgina varðar. Atburðir sem þar gerast virðast fá meiri og stærri umfjallanir í fjölmiðlum en sams konar atvik annars staðar. Við höfum staðið fyrir rannsókn sem sýnir og sannar að þegar umfjöllun um miðborgina var lítil í fjölmiðlum jókst öryggistilfinning almennings til muna." Tvennt skekkir úttektina að nokkru leyti. Annars vegar er engin samanburður á því hvort brot voru almennt grófari eða vægari umrædd ár en ýmsir læknar telja líkamsárásir verða alvarlegri ár frá ári. Hins vegar er töluverður fjöldi brota sem aldrei er kærður eða kemur að öðru leyti ekki til kasta lögreglu og er því ómælanlegur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira