Efast um niðurstöðu krufningar 24. ágúst 2005 00:01 Arnfríður Einarsdóttir hæstaréttarlögmaður tekur á föstudag afstöðu til kröfu Björns Ólafs Hallgrímssonar, verjanda Lofts Jens Magnússonar, um að kvaddir verði til matsmenn til að fara yfir krufningarskýrslu Þóru Steffensen réttarmeinafræðings. Lofti Jens er gefið að sök að hafa með hnefahöggi banað Ragnari Björnssyni á veitingahúsinu Ásláki í Mosfellsbæ í byrjun desember sl. Björn Ólafur telur Þóru hafa látið hjá líða að rannsaka til hlítar þætti sem verið gætu skjólstæðingi hans til hagsbóta. Hann sagði álit réttarmeinafræðingsins litað af fullyrðingum og að hún hafi augljóslega orðið fyrir áhrifum af skýrslu lögreglu sem fylgdi krufningarbeiðninni. Hann segir Þóru í skýrslu sinni hafa vísað til upplýsinga frá lögreglu um að Ragnar hafi "orðið fyrir hnefahöggi af ásetningi" og út af því lagt að "um manndráp að ræða." Taldi Björn Ólafur hlutverk dómara að skera úr um slíkt. Ragnheiður Harðardóttir vararíkissaksóknari fór fram á að kröfu Björns Ólafs yrði hafnað og benti á nauðsyn þess að réttarmeinafræðingur fengi afhentar grunnupplýsingar um málsatvik starfa sinna vegna. "Verjandi hefur engin rök fært fram fyrir því að hlutdrægni hafi verið gætt," sagði hún og bætti við að ekki væri hlutverk dómkvaddra matsmanna að gefa umsagnir um fyrirliggjandi gögn. "Krufning hefur þegar farið fram," sagði hún. Þá hafnaði dómari í gær beiðni Björns Ólafs um lokað þinghald meðan rædd væri krafa hans um tilkvaðningu matsmanna. Hann sagði fréttaflutning af málinu á stundum hafa verið rangan og byggði kröfu sína á því. Ákæruvaldið tók ekki undir kröfuna og vísaði til þeirrar meginreglu að réttarhöld skuli fara fram í heyranda hljóði. Dómari sagði ekki nægilegt tilefni til að verða við kröfu lögmannsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Arnfríður Einarsdóttir hæstaréttarlögmaður tekur á föstudag afstöðu til kröfu Björns Ólafs Hallgrímssonar, verjanda Lofts Jens Magnússonar, um að kvaddir verði til matsmenn til að fara yfir krufningarskýrslu Þóru Steffensen réttarmeinafræðings. Lofti Jens er gefið að sök að hafa með hnefahöggi banað Ragnari Björnssyni á veitingahúsinu Ásláki í Mosfellsbæ í byrjun desember sl. Björn Ólafur telur Þóru hafa látið hjá líða að rannsaka til hlítar þætti sem verið gætu skjólstæðingi hans til hagsbóta. Hann sagði álit réttarmeinafræðingsins litað af fullyrðingum og að hún hafi augljóslega orðið fyrir áhrifum af skýrslu lögreglu sem fylgdi krufningarbeiðninni. Hann segir Þóru í skýrslu sinni hafa vísað til upplýsinga frá lögreglu um að Ragnar hafi "orðið fyrir hnefahöggi af ásetningi" og út af því lagt að "um manndráp að ræða." Taldi Björn Ólafur hlutverk dómara að skera úr um slíkt. Ragnheiður Harðardóttir vararíkissaksóknari fór fram á að kröfu Björns Ólafs yrði hafnað og benti á nauðsyn þess að réttarmeinafræðingur fengi afhentar grunnupplýsingar um málsatvik starfa sinna vegna. "Verjandi hefur engin rök fært fram fyrir því að hlutdrægni hafi verið gætt," sagði hún og bætti við að ekki væri hlutverk dómkvaddra matsmanna að gefa umsagnir um fyrirliggjandi gögn. "Krufning hefur þegar farið fram," sagði hún. Þá hafnaði dómari í gær beiðni Björns Ólafs um lokað þinghald meðan rædd væri krafa hans um tilkvaðningu matsmanna. Hann sagði fréttaflutning af málinu á stundum hafa verið rangan og byggði kröfu sína á því. Ákæruvaldið tók ekki undir kröfuna og vísaði til þeirrar meginreglu að réttarhöld skuli fara fram í heyranda hljóði. Dómari sagði ekki nægilegt tilefni til að verða við kröfu lögmannsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira