Innlent

Allnokkrir ótryggðir og óskoðaðir

Það er nokkuð algengt að í umferðinni séu ökutæki sem eru hvorki tryggð né hafa farið í gegnum skoðun. Þetta segir upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Í ljós hefur komið að vörubíll sem lenti í árekstri við strætisvagn síðastliðinn föstudag var hvorki tryggður né hafði farið í gegnum skoðun. Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir þetta vandamál sem þurfi að takast á við. Umferðarstofa hafi fengið upplýsingar hjá lögreglu reglulega um að það að hún þurfi alloft að klippa bílnúmer af bifreiðum sem séu komnar alveg fram á það síðasta og jafnvel rúmlega það. Þetta snúist bæði um vangoldnar tryggingar og bíla sem ekki hafi verið færðir til skoðunar á tilskyldum tíma. Það virðist vera sem ökumenn keyri oft á einhverjum séns og segja megi að þeir keyri á heppninni að ekkert gerist. Aðspurður hvort bregðast eigi við að meiri hörku í þessum málum segir Einar að í mörgum tilfellum þurfi að gera það eins og dæmin sanni. Hins vegar sé ekki mikið um slys sem verði vegna þess að það eigi sér stað bilun í vél- eða tækjabúnaði bifreiðar. Það sé þó engin afsökun vegna þess að ef það verði eitt slys eða tvö þá sé það of mikið. Það sé því ástæða til að bregðast hart við líkt og gert sé varðandi önnur samgöngutæki eins flugvélar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×