Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Reyna að brjóta upp á fábreyttan hversdagsleikann

Strangar sóttvarnaraðgerðir eru enn í gildi í Danmörku þótt nokkur skref hafi verið stigin til afléttingar. Íslendingar í Kaupmannahöfn sakna þess meðal annars hvað helst að komast á barinn, á veitingastaði og vona að landamæri verði opnuð sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Þriðja bylgjan skellur á Noregi á ofsahraða

Yfirvöld í Osló kynntu í kvöld hörðustu takmarkanirnar á svæðinu frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Íslensk kona í Osló segir óraunverulegt að þriðja bylgja faraldursins skelli nú á Norðmönnum á ofsahraða.

Erlent
Fréttamynd

Hildur vinnur Gram­my-verð­laun fyrir Jókerinn

Hildur Guðnadóttir, tónskáld, vann í dag Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hildur vann Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í fyrra og Grammy-verðlaun í sama flokki í fyrra fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl.

Tónlist
Fréttamynd

Verjandinn segir Gunnar Jóhann í skýjunum

Gunnar Jóhann Gunnarsson mun vera í skýjunum yfir að dómur yfir honum fyrir að hafa banað hálfbróður sínum hafi verið styttur úr þrettán árum í fimm. Þetta hefur norski vefurinn iFinnmark eftir verjanda hans.

Innlent
Fréttamynd

Á­kærðir fyrir að nauðga ís­lenskri konu á Kanarí­eyjum

Lögregluyfirvöld á Kanaríeyjum hafa ákært fjóra menn fyrir kynferðisbrot gegn 36 ára gamalli íslenskri konu. Eru mennirnir grunaðir um að hafa nauðgað konunni en þeir sitja allir í gæsluvarðhaldi og eiga ekki möguleika á að losna úr fangelsi gegn tryggingu.

Innlent
Fréttamynd

Hlynur lét drauminn rætast og gerir það gott á Kýpur

„Ég kom fyrst til Norður-Kýpur til að upplifa Miðjarðarhafslífsstílinn í ferðalagi þar sem draumur minn hefur ávallt verið að búa í sólríku landi. Þegar ég var búinn að heimsækja og ferðast aðeins um Norður-Kýpur í tvígang tók ég þá ákvörðun að flytjast hingað þar sem möguleikarnir voru margir og virkilega ódýrt að lifa af hérna eða um þrisvar sinnum ódýrara en til dæmis heima á Ísland,“ segir Hlynur M Jónsson sem búsettur er í Trikomo í Kýpur og tók hann ákvörðun um að elta drauminn og búa á sólríkum stað. 

Lífið
Fréttamynd

„Skildi ekki orð af því sem dómararnir sögðu við mig“

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í háhæluðum skóm fyrir utan það þegar systir mín dressaði mig upp sem dragdrottning fyrir grímuball þegar ég var svona tíu ára,“ segir Rúrik Gíslason fyrrverandifótboltamaður sem sló rækilega í gegn í þýska dansþættinum Let‘s Dance á föstudagskvöldið. Hann var á línunni í Brennslunni á FM957 í morgun.

Lífið
Fréttamynd

Flytur heim og fær ekki fæðingarorlof: „Þetta er bara ein hindrunin af mörgum“

Bjarki Brynjarsson og Þóra Sigurðardóttir eru búsett í Noregi, eiga von á sínu fyrsta barni í maí og ætla að flytja heim til Íslands í vor. Þóra á rétt á fæðingarorlofi í Noregi þar sem hún heldur starfi sínu áfram. Bjarki á hins vegar hvorki rétt á fæðingarorlofi á Íslandi né í Noregi vegna ólíkra viðmiða um rétt til fæðingarorlofs í löndunum tveimur.

Innlent
Fréttamynd

Rúrik tryggði sér svokallað „Wild Card“ og Twitter logar

Rúrik Gíslason fótbolta- og athafnamaður sem keppir nú í þýska dansþættinum Let‘s Dance, tryggði sér svokallað „Wild card“ í þættinum í gær. Það þýðir að ekki er hægt að kjósa hann úr næsta þætti sem fram fer þann 5. mars. Rúrik er því öruggur í næstu umferð.

Lífið
Fréttamynd

Tónleikaferð til Marseille endaði með heimilisofbeldi

Tuttugu og átta ára karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að ráðast á sambýliskonu sína á hótelherbergi í Marseille í Frakklandi þann 17. júní árið 2018. Karlmaðurinn afplánar sem stendur sex ára dóm sem hann hlaut sumarið 2019 fyrir tilraun til manndráps.

Innlent
Fréttamynd

Á­frýjunar­með­ferð í máli Gunnars Jóhanns hófst í morgun

Málflutningur í máli Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem dæmdur var í þrettán ára fangelsi fyrir að hafa banað bróður sínum í bænum Mehamn í Norður-Noregi í apríl 2019, hófst í lögmannsrétti Hálogalands í Tromsø í morgun. Verjendur Gunnars Jóhanns áfrýjuðu dómnum yfir skjólstæðingi sínum sem féll í október síðastliðnum.

Erlent