Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Einn í Gagnamagninu með Covid-19

Snemma í morgun fóru átta úr íslenska Eurovision-hópnum í Rotterdam í skimun fyrir kórónuveirunni, þar á meðal Daði og Gagnamagnið. Svo segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu.

Lífið
Fréttamynd

Líður ekki eins og hann sé í Euro­vision lengur

Daði Freyr segir það hálf súrrealískt að vera kominn út til Hollands til að keppa í Euro­vision en vera fastur í sótt­kví. „Við erum bara búin að vera uppi á hótel­her­bergi að bíða og manni líður ekkert eins og maður sé í Euro­vision lengur. Svo á morgun eigum við bara að fara beint inn í general­prufu. Þetta er alveg súrrealískt.“

Lífið
Fréttamynd

Daði og Gagna­magnið enn í sótt­kví

Daði Freyr og Gagnamagnið eru enn í sóttkví og munu fara í annað PCR-próf á miðvikudag. Smit kom upp í íslenska hópnum í gær en greint var frá því fyrr í kvöld að enginn annar í hópnum væri smitaður.

Lífið
Fréttamynd

Ekki fleiri smit í íslenska hópnum

Ekkert smit greindist í sýnatöku íslenska Eurovision-hópsins eftir að einn úr hópnum greindist með veiruna í gær. Þau þrettán sem eru í hópnum fóru í skimun í gær en sá sem greindist í gær er ekki á meðal þeirra sem koma fram í atriðinu sjálfu.

Lífið
Fréttamynd

Heimir hættur með Al Arabi

Heimir Hallgrímsson er hættur þjálfun Al Arabi í Katar. Hann og félagið hafa komist að samkomulagi um að endurnýja ekki samning hans.

Fótbolti
Fréttamynd

Ætlaði út að hlaupa og taka daginn rólega

Sá sem greindist með kórónuveiruna í íslenska Eurovision-hópnum hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist, að sögn fararstjóra hópsins. Viðkomandi hafi ætlað út að hlaupa og taka daginn rólega á meðan aðrir í hópnum færu á opnunarhátíð Eurovision - en af því varð vitanlega ekki.

Innlent
Fréttamynd

Láta reyna á fjórða hnéð og halda á topp Everest

Klukkan 19:15 að íslenskum tíma leggja fjallgöngukapparnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson af stað úr grunnbúðum Mount Everest. Stefnan er sett á tindinn þótt óvissa sé um ástandið á einu hnéi af fjórum.

Lífið
Fréttamynd

Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið

Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku.

Lífið
Fréttamynd

Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid

Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. 

Innlent
Fréttamynd

Ólafur rekinn frá Esbjerg

Ólafur Kristjánsson hefur verið sagt upp störfum hjá danska B-deildarfélaginu Esbjerg en félagið staðfesti þetta í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Lauf­ey lofuð í Rolling Stone

Fjallað er um fyrstu EP-plötuna sem tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir sendi frá sér á dögunum í bandaríska stórtímaritinu Rolling Stone. Fram kemur í umfjöllun Rolling Stone að mörg laganna á plötu Laufeyjar hafi hún samið á heimavistinni í Berklee-tónlistarskólanum í Boston, þar sem Laufey stundaði nám.

Lífið
Fréttamynd

Daði fær silfurplötu í Bretlandi

Daði Freyr hefur fengið silfurplötu í Bretlandi fyrir lagið Think About Things. Um er að ræða söluviðurkenningu sem vottar að lagið seldist í 200 þúsund eintökum þar í landi.

Tónlist