Víkingur vann stærsta alþjóðlega mót heims Hjörvar Ólafsson skrifar 23. júlí 2022 20:46 Víkingar fagna sigri sínum á Gothia Cup. Mynd/Gothia Cup Víkingur bar sigur úr býtum á hinu alþjóðlega móti móti í fótbolta drengja yngri en 16 ára. Víkingur lagði Stjörnuna að velli í úrslitaleik mótsins eftir markalausan leik og vítaspyrnukeppni. Alls voru 167 lið sem kepptu í þessum aldursflokki og árangur Víkings og Stjörnunnar þar af leiðandi frábær. Gothia Cup er stærsta alþjóðlega ungmennamót í fótbolta sem haldið er í heiminum ár hvert en þar keppa 1.700 lið frá 80 þjóðum í aldursflokkunum 13 - 16 ára drengja og stúlkna. „Við höfðum betur í öllum leikjum okkar á mótinu. Ég er himinlifandi með að hafa unnið mótið og ég trúi þessu í raun ekki ennþá,“ sagði Ketill Guðlaugur Ágústsson, fyrirliði Víkings í samtali við heimasíðu mótsins í leikslok. „Við finnum varla fyrir fótunum okkar við erum svo þreyttir. Ég er gráti næst, þetta er svo frábær tilfinning," sagði fyrirliðinn enn fremur. Það var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem veitti Víkingum sigurverðlaunin að leik loknum en sonur hans var á meðal þátttakenda á mótinu. Vikingur 1 won and was handed the trophy by the president of Iceland! #gothiacup #gothiacup2022— Gothia Cup (@Gothia_Cup) July 23, 2022 Fjölmörg íslensk félög sendu lið á mótið sem er haldið í fyrsta sinn frá árinu 2019 vegna kórónuveirufaraldursins. Stjarnan fagnaði sigri á mótinu í flokknum síðast þegar það var haldið. Þá voru núverandi meistaraflokksleikmenn á við Adolf Daða Birgisson, Ísak Andra Sigurgeirsson og Eggert Aron Guðmundsson allir í liðinu. Breiðablik, FH, Fjölnir, Fylkir, Grótta, HK, ÍBV, KA, Keflavík, KR, Leiknir R., Njarðvík, Stjarnan og Víkingur R. sendu öll lið til að keppa í aldurflokknum 13 til 16 ára í bæði karla- og kvennaflokki. Alls fóru yfir 1.200 íslenskir leikmenn, þjálfarar og fararstjórar á mótið og gert er ráð fyrir að yfir 2.000 Íslendingar hafi mætt á mótið ef foreldrar. Stjarnan 1 í flokki 14 ára stúlkna laut í lægra haldi fyrir Street Ball FC frá Vancouver í Kanada í úrslitaleik í þeim flokki. Stjarnan hafði borið sigurorð gegn þremur bandarískum liðum á leið sinni í úrslitin. Fótbolti Víkingur Reykjavík Íþróttir barna Íslendingar erlendis Svíþjóð Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Alls voru 167 lið sem kepptu í þessum aldursflokki og árangur Víkings og Stjörnunnar þar af leiðandi frábær. Gothia Cup er stærsta alþjóðlega ungmennamót í fótbolta sem haldið er í heiminum ár hvert en þar keppa 1.700 lið frá 80 þjóðum í aldursflokkunum 13 - 16 ára drengja og stúlkna. „Við höfðum betur í öllum leikjum okkar á mótinu. Ég er himinlifandi með að hafa unnið mótið og ég trúi þessu í raun ekki ennþá,“ sagði Ketill Guðlaugur Ágústsson, fyrirliði Víkings í samtali við heimasíðu mótsins í leikslok. „Við finnum varla fyrir fótunum okkar við erum svo þreyttir. Ég er gráti næst, þetta er svo frábær tilfinning," sagði fyrirliðinn enn fremur. Það var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem veitti Víkingum sigurverðlaunin að leik loknum en sonur hans var á meðal þátttakenda á mótinu. Vikingur 1 won and was handed the trophy by the president of Iceland! #gothiacup #gothiacup2022— Gothia Cup (@Gothia_Cup) July 23, 2022 Fjölmörg íslensk félög sendu lið á mótið sem er haldið í fyrsta sinn frá árinu 2019 vegna kórónuveirufaraldursins. Stjarnan fagnaði sigri á mótinu í flokknum síðast þegar það var haldið. Þá voru núverandi meistaraflokksleikmenn á við Adolf Daða Birgisson, Ísak Andra Sigurgeirsson og Eggert Aron Guðmundsson allir í liðinu. Breiðablik, FH, Fjölnir, Fylkir, Grótta, HK, ÍBV, KA, Keflavík, KR, Leiknir R., Njarðvík, Stjarnan og Víkingur R. sendu öll lið til að keppa í aldurflokknum 13 til 16 ára í bæði karla- og kvennaflokki. Alls fóru yfir 1.200 íslenskir leikmenn, þjálfarar og fararstjórar á mótið og gert er ráð fyrir að yfir 2.000 Íslendingar hafi mætt á mótið ef foreldrar. Stjarnan 1 í flokki 14 ára stúlkna laut í lægra haldi fyrir Street Ball FC frá Vancouver í Kanada í úrslitaleik í þeim flokki. Stjarnan hafði borið sigurorð gegn þremur bandarískum liðum á leið sinni í úrslitin.
Fótbolti Víkingur Reykjavík Íþróttir barna Íslendingar erlendis Svíþjóð Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti