Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Daði og Matthías tilnefndir til Emmy-verðlauna

Tilnefningar til Emmy-verðlaunanna voru birtar í dag en hátíðin fer fram þann 12. september næst komandi. Succession fær flestar tilnefningar í ár eða 25 talsins en rétt á eftir koma þættirnir Ted Lasso og The White Lotus með tuttugu tilnefningar.

Lífið
Fréttamynd

Að ættleiða sitt eigið barn

Eru íslensk fæðingarvottorð tekin gild á Norðurlöndum? Hið almenna svar er já. Þó hafa íslensk fæðingarvottorð barna samkynhneigðra foreldra ekki verið tekin gild í Svíþjóð í öllum tilvikum.

Skoðun
Fréttamynd

Stelpurnar okkar mættar til Manchester

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lenti síðdegis í dag í Manchester en þaðan heldur liðið til Crewe þar sem liðið mun dvelja og æfa á milli leikja á Evrópumótinu sem hefst í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

„Áður en við vitum af byrjar hann bara að skjóta og skjóta“

Ung íslensk kona sem var í verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn sem skotárás var gerð á á sunnudag segist ekki hafa áttað sig strax á því sem var að gerast þegar byssumaðurinn hleypti fyrstu skotunum af. Hún er þakklát fyrir að hafa brugðist rétt við í ótrúlega ógnvekjandi aðstæðum, en byssumaðurinn var á einum tímapunkti aðeins nokkra metra frá henni.

Erlent
Fréttamynd

„Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“

Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins.

Erlent
Fréttamynd

Óskað eftir áfallahjálp og aðstoð við að komast heim til Íslands

Haft hefur verið samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna sex Íslendinga eftir árásina í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Yfirleitt hefur verið óskað eftir aðstoð við að komast heim til Íslands sem fyrst, að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa í utanríkisráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

„Daginn eftir fundust lyklarnir í sokki“

Íslenska óhljóðapönkhljómsveitin Korter í flog var að spila á tónlistarhátíðinni Hróarskeldu í vikunni og þó að framkoman hafi gengið eins og í sögu lenti hljómsveitin í ansi skrautlegum ævintýrum þegar þeir voru að koma sér á leiðarenda.

Lífið
Fréttamynd

Vann eftir­sótt verð­laun með frum­raun sinni

Lilja Cardew vann kápuverðlaun bókaútgefandans Penguin á dögunum fyrir hennar hugmynd af kápu bókarinnar Diary of a Young Naturalist. Þetta var í fyrsta sinn sem Lilja teiknaði bókakápu en 1.500 manns tóku þátt í keppninni.

Lífið
Fréttamynd

Vinkona Ásdísar Ránar á topp tíu lista FBI

Ruja Ignatova, stofnandi rafmyntarinnar OneCoin, hefur verið sett á topp tíu lista bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) yfir mest eftirsóttu glæpamenn heims. Ekki hefur sést til Ignatova síðan árið 2017.

Erlent
Fréttamynd

„Síðan vöknum við við sprengingar klukkan sex í morgun“

Einn lét lífið eftir að Rússar vörpuðu í morgun sprengjum á að minnsta kosti tvær íbúðablokkir í Kænugarði höfuðborg Úkraínu. Íslendingur sem býr í borginni segir óþægilegt að vakna upp við sprengingar á ný. Hann er orðinn langþreyttur á stríðinu sem hann segir verða blóðugra með hverjum deginum.

Erlent
Fréttamynd

„Margir hafa ekki aðgang að hreinu vatni eða rafmagni“

Esther Hallsdóttir er stödd í Freetown, sem er höfuðborg Síerra Leóne í Vestur-Afríku, þar sem hún vinnur að verkefnum fyrir borgarstjórann. Hún er þar á styrk frá Harvard þar sem hún stundar masters­nám í op­in­berri stefnu­mót­un (e. pu­blic policy) með áherslu á kynja­jafn­rétti og barna­vernd.

Lífið