Edda Björk dæmd í tuttugu mánaða fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2024 14:40 Edda með tveimur drengjanna. Edda Björk Arnardóttir hefur verið dæmd í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að nema börn sín á brott frá Noregi. Aðalmeðferð í máli Eddu Bjarkar fór fram í þingsréttinum í Þelamörk í desember og nú hefur norskur dómstóll kveðið upp dóm sinn. Leifur Runólfsson, lögmaður sem gætt hefur hagsmuna föðurins hér á landi, staðfestir niðurstöðuna við Vísi. Nútíminn greindi fyrst frá. Dómurinn er óskilorðsbundinn. Edda Björk flaug sonum sínum þremur frá Noregi til Íslands með einkaflugvél í mars 2022. Föður drengjanna hafði þá verið dæmd forsjá þeirra fyrir norskum dómstólum. Edda var handtekin í nóvember síðastliðinum og í framhaldinu flutt til Noregs eftir að dómstólar féllust á framsal hennar þangað. Ákæruvaldið hafði krafist sautján mánaða fangelsis. Lögreglan á Íslandi leitaði að drengjunum og fundust þeir þann 21. desember síðastliðinn. Við sama tilefni voru systir Eddu og lögmaður hennar handtekin. Faðir drengjanna flaug með drengina til Noregs að kvöldi þess dags. Edda var jafnframt dæmd til að greiða 35 þúsund norskar krónur í miskabætur og 75 þúsund norskar krónur í annan kostnað svo sem ferðakostnað. Samanlagt jafnvirði um 1,5 milljónir íslenskra króna. Sú ákvörðun að fallast á framsalsbeiðni Noregs í nóvember var harðlega gagnrýnd víða í samfélaginu. Í yfirlýsingu Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra í desember sagði að mál er varði börn og fjölskyldur séu með þeim viðkvæmustu og erfiðustu sem stjórnvöld fáist við. Því séu gerðar ríkar kröfur um að starfað sé eftir skýrum lögum og reglum með það að leiðarljósi að gæta allra viðeigandi hagsmuna í hverju máli fyrir sig. „Vegna þess máls sem verið hefur til umfjöllunar í fjölmiðlum er mikilvægt að árétta að þær ákvarðanir sem verið er að framfylgja hafa verið teknar af sjálfstæðum stjórnvöldum á grundvelli laga.“ Noregur Ofbeldi gegn börnum Mál Eddu Bjarkar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Yngsti drengurinn hafi ekki hitt bræður sína í tvær vikur Lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir drengina þrjá sem fluttir voru til Noregs í gær ekki hafa verið alla saman síðustu tvær vikur. Kæra hafi verið lögð fram á hendur þeim sem hafi aðstoðað við að fela drengina þegar leitað var að þeim. 22. desember 2023 19:31 Allir drengirnir komnir út á flugvöll með föður sínum Allir þrír synir Eddu Bjarkar Arnardóttur eru komnir í umsjá föður síns. Þeir eru nú á Keflavíkurflugvelli þaðan sem þeir fara með föður sínum til Noregs í kvöld. 21. desember 2023 18:10 Tveir synir Eddu Bjarkar sagðir fundnir Tveir synir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem leitað hefur verið síðan hún flutti þá frá Noregi, eru fundnir. Systir hennar og lögmaður hennar hafa verið handtekin. Þriðja sonarins er enn leitað. 21. desember 2023 16:26 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Sjá meira
Leifur Runólfsson, lögmaður sem gætt hefur hagsmuna föðurins hér á landi, staðfestir niðurstöðuna við Vísi. Nútíminn greindi fyrst frá. Dómurinn er óskilorðsbundinn. Edda Björk flaug sonum sínum þremur frá Noregi til Íslands með einkaflugvél í mars 2022. Föður drengjanna hafði þá verið dæmd forsjá þeirra fyrir norskum dómstólum. Edda var handtekin í nóvember síðastliðinum og í framhaldinu flutt til Noregs eftir að dómstólar féllust á framsal hennar þangað. Ákæruvaldið hafði krafist sautján mánaða fangelsis. Lögreglan á Íslandi leitaði að drengjunum og fundust þeir þann 21. desember síðastliðinn. Við sama tilefni voru systir Eddu og lögmaður hennar handtekin. Faðir drengjanna flaug með drengina til Noregs að kvöldi þess dags. Edda var jafnframt dæmd til að greiða 35 þúsund norskar krónur í miskabætur og 75 þúsund norskar krónur í annan kostnað svo sem ferðakostnað. Samanlagt jafnvirði um 1,5 milljónir íslenskra króna. Sú ákvörðun að fallast á framsalsbeiðni Noregs í nóvember var harðlega gagnrýnd víða í samfélaginu. Í yfirlýsingu Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra í desember sagði að mál er varði börn og fjölskyldur séu með þeim viðkvæmustu og erfiðustu sem stjórnvöld fáist við. Því séu gerðar ríkar kröfur um að starfað sé eftir skýrum lögum og reglum með það að leiðarljósi að gæta allra viðeigandi hagsmuna í hverju máli fyrir sig. „Vegna þess máls sem verið hefur til umfjöllunar í fjölmiðlum er mikilvægt að árétta að þær ákvarðanir sem verið er að framfylgja hafa verið teknar af sjálfstæðum stjórnvöldum á grundvelli laga.“
Noregur Ofbeldi gegn börnum Mál Eddu Bjarkar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Yngsti drengurinn hafi ekki hitt bræður sína í tvær vikur Lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir drengina þrjá sem fluttir voru til Noregs í gær ekki hafa verið alla saman síðustu tvær vikur. Kæra hafi verið lögð fram á hendur þeim sem hafi aðstoðað við að fela drengina þegar leitað var að þeim. 22. desember 2023 19:31 Allir drengirnir komnir út á flugvöll með föður sínum Allir þrír synir Eddu Bjarkar Arnardóttur eru komnir í umsjá föður síns. Þeir eru nú á Keflavíkurflugvelli þaðan sem þeir fara með föður sínum til Noregs í kvöld. 21. desember 2023 18:10 Tveir synir Eddu Bjarkar sagðir fundnir Tveir synir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem leitað hefur verið síðan hún flutti þá frá Noregi, eru fundnir. Systir hennar og lögmaður hennar hafa verið handtekin. Þriðja sonarins er enn leitað. 21. desember 2023 16:26 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Sjá meira
Yngsti drengurinn hafi ekki hitt bræður sína í tvær vikur Lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir drengina þrjá sem fluttir voru til Noregs í gær ekki hafa verið alla saman síðustu tvær vikur. Kæra hafi verið lögð fram á hendur þeim sem hafi aðstoðað við að fela drengina þegar leitað var að þeim. 22. desember 2023 19:31
Allir drengirnir komnir út á flugvöll með föður sínum Allir þrír synir Eddu Bjarkar Arnardóttur eru komnir í umsjá föður síns. Þeir eru nú á Keflavíkurflugvelli þaðan sem þeir fara með föður sínum til Noregs í kvöld. 21. desember 2023 18:10
Tveir synir Eddu Bjarkar sagðir fundnir Tveir synir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem leitað hefur verið síðan hún flutti þá frá Noregi, eru fundnir. Systir hennar og lögmaður hennar hafa verið handtekin. Þriðja sonarins er enn leitað. 21. desember 2023 16:26