Lífið

Bjöggi og Kristín með leikarahjónunum í draumaferð

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ferðin virtist draumi líkust þar sem náttúruperlur og sögufrægar slóðir voru heimsóttar.
Ferðin virtist draumi líkust þar sem náttúruperlur og sögufrægar slóðir voru heimsóttar.

Leikarahjónin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir fóru í sannkallaða ævintýraferð um Suður-Ameríku ásamt athafnamanninum Björgólfi Thor Björgólfssyni, Kristínu Ólafsdóttur og börnum þeirra. 

Ferðalangarnir fóru á sögulegar slóðir hinna fornu Inka og heimsóttu borgina, Machu Picchu í Perú. Borgin var byggð um miðja 15. öld og er einn vinsælasti ferðamannastaður heims. Þar fóru þau meðal annar í fjallaklifur riðu um á hestum í blíðviðrinu og voru í návist lamadýra.

Á myndskeiði sem Nína Dögg birti á samfélagsmiðlum mátti sjá þegar hópurinn gekk um í ævintýralegum regnskóginum, upp fjallið Montana Wayna Picchu, og naut samverunnar við varðeld að göngu lokinni.

Þá tóku fjölskyldurnar einnig á móti nýju ári saman, prúbúðin og stórglæsileg.

Gísli Örn og Nína Dögg hafa verið á ferðalagi um Suður-Ameríku síðastliðinar vikur ásamt börnum sínum tveimur og birt stórkostalegar myndir á samfélagsmiðlum. Eins og fram hefur komið varð Gísli Örn fimmtugur á meðan á ferð þeirra um álfuna stóð. 

Björgólfur þekkir vel til í Suður-Ameríku en hann á fjarskiptafyrirtækið WOM í Chile.

Fjárfestingafélagið Novator sem er í eigu Björgólfs hefur fjárfest í fjarskiptafyrirtækjum víða um heim undanfarin ár. Fyrirtækið kom m.a. að stofnun Nova á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.