Íslendingur hreppti Emmy-verðlaun Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. janúar 2024 17:07 Sigurjón segir voða gaman að „litli gaurinn“ fái viðurkenningu. Vísir/Samsett Íslendingurinn Sigurjón Friðrik Garðarsson hlaut Emmy-verðlaun ásamt félögum sínum í Stormborn Studios fyrir tæknibrellur í sjónvarpsþáttaröðinni Five Days at Memorial sem var framleidd af Apple TV. Verðlaunin sem Sigurjón og félagar hlutu voru fyrir tæknibrellur í einstaka þætti og voru vinsælir þættir á borð við Wednesday, Ted Lasso og The Umbrella Academy tilnefnd í sama flokki. Emmy-verðlaun í flokkum tæknibrella og annarrar slíkrar „baksviðsvinnu“ voru veitt við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Sigurjón var ekki sjálfur viðstaddur athöfnina heldur horfði á sig fá Emmy-verðlaun úr sófanum heima. Hér fyrir neðan má sjá stiklur úr þættinum sem Sigurjón vann að. „Þetta verkefni kom til okkar fyrir tveimur og hálfu ári síðan núna, eitthvað svoleiðis. Verkefnið var fyrir það sem heitir Five Days at Memorial framleitt af Apple TV og þetta fjallar um nokkra daga á Memorial-spítalanum í New Orleans eftir að fellibylurinn Katrina fór þarna ýfir og flæddi borgina. Við komum að því að setja borgina á kaf,“ segir Sigurjón um verðlaunaverkefnið sitt. Sá um að myndin liti sannfærandi út Sigurjón lýsir hlutverki sínu innan teymisins sem svokölluðum compositing supervisor og segist ekki vita hvernig það myndi útleggjast á íslensku. Blaðamanni tókst ekki að komast að því sjálfur þrátt fyrir heiðarlega tilraun. „Mitt djobb er bara að sjá til þess að myndin líti út fyrir að vera sannfærandi, bæði tæknilega og listrænt. Svona að hún líti vel út. Og ég er þá innan handa fyrir aðra kompara sem eru að vinna við þetta. Maðurinn er svona hlekkurinn við visual effects supervisorinn sem er svo hlekkurinn við leikstjórann og framleiðandann,“ segir Sigurjón til að gera leikmannablaðamanni og lesendum það aðeins ljósar. Mikil samvinna Sigurjón leggur áherslu á það að það verkefni á þessari stærðargráðu feli í sér mikla samvinnu og að margir hafi komið að verkefninu. Samstarfsfélagar Sigurjóns með verðlaunin. Það gátu ekki allir sem unnu að verkefninu verið viðstaddir athöfnina.AP/Richard Shotwell „Það er miklu stærra en maður gerir sér grein fyrir og maður er kannski ekki alveg búinn að meðtaka þetta. En þetta er rosaleg viðurkenning á því sem við erum að gera og þetta er náttúrlega alveg gríðarlega mikil teymisvinna,“ segir hann. Gaman að litli gaurinn fái viðurkenningu Sigurjón bjó lengi vestanhafs og starfaði í tæknibrellubransanum í Vancouverborg í Kanada. Hann segist hafa unnið lengi með stofnendum Stormborn Studios og að þegar kom að því að þeir stofnuðu fyrirtækið hafi þeir viljað fá hann með í ýmis verkefni. Hann er ánægður með árangurinn en er hógværðin uppmáluð og líklega í hópi fárra Emmy-verðlaunahafa til að lýsa afrekinu sem „engri stórfrétt.“ „Þetta er búið að vera mjög gaman. Við erum tiltölulega lítið stúdíó miðað við marga á þessu sviði þannig það er voða gaman að litli gaurinn fái sína viðurkenningu líka,“ segir Sigurjón. Bíó og sjónvarp Emmy-verðlaunin Íslendingar erlendis Tækni Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Verðlaunin sem Sigurjón og félagar hlutu voru fyrir tæknibrellur í einstaka þætti og voru vinsælir þættir á borð við Wednesday, Ted Lasso og The Umbrella Academy tilnefnd í sama flokki. Emmy-verðlaun í flokkum tæknibrella og annarrar slíkrar „baksviðsvinnu“ voru veitt við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Sigurjón var ekki sjálfur viðstaddur athöfnina heldur horfði á sig fá Emmy-verðlaun úr sófanum heima. Hér fyrir neðan má sjá stiklur úr þættinum sem Sigurjón vann að. „Þetta verkefni kom til okkar fyrir tveimur og hálfu ári síðan núna, eitthvað svoleiðis. Verkefnið var fyrir það sem heitir Five Days at Memorial framleitt af Apple TV og þetta fjallar um nokkra daga á Memorial-spítalanum í New Orleans eftir að fellibylurinn Katrina fór þarna ýfir og flæddi borgina. Við komum að því að setja borgina á kaf,“ segir Sigurjón um verðlaunaverkefnið sitt. Sá um að myndin liti sannfærandi út Sigurjón lýsir hlutverki sínu innan teymisins sem svokölluðum compositing supervisor og segist ekki vita hvernig það myndi útleggjast á íslensku. Blaðamanni tókst ekki að komast að því sjálfur þrátt fyrir heiðarlega tilraun. „Mitt djobb er bara að sjá til þess að myndin líti út fyrir að vera sannfærandi, bæði tæknilega og listrænt. Svona að hún líti vel út. Og ég er þá innan handa fyrir aðra kompara sem eru að vinna við þetta. Maðurinn er svona hlekkurinn við visual effects supervisorinn sem er svo hlekkurinn við leikstjórann og framleiðandann,“ segir Sigurjón til að gera leikmannablaðamanni og lesendum það aðeins ljósar. Mikil samvinna Sigurjón leggur áherslu á það að það verkefni á þessari stærðargráðu feli í sér mikla samvinnu og að margir hafi komið að verkefninu. Samstarfsfélagar Sigurjóns með verðlaunin. Það gátu ekki allir sem unnu að verkefninu verið viðstaddir athöfnina.AP/Richard Shotwell „Það er miklu stærra en maður gerir sér grein fyrir og maður er kannski ekki alveg búinn að meðtaka þetta. En þetta er rosaleg viðurkenning á því sem við erum að gera og þetta er náttúrlega alveg gríðarlega mikil teymisvinna,“ segir hann. Gaman að litli gaurinn fái viðurkenningu Sigurjón bjó lengi vestanhafs og starfaði í tæknibrellubransanum í Vancouverborg í Kanada. Hann segist hafa unnið lengi með stofnendum Stormborn Studios og að þegar kom að því að þeir stofnuðu fyrirtækið hafi þeir viljað fá hann með í ýmis verkefni. Hann er ánægður með árangurinn en er hógværðin uppmáluð og líklega í hópi fárra Emmy-verðlaunahafa til að lýsa afrekinu sem „engri stórfrétt.“ „Þetta er búið að vera mjög gaman. Við erum tiltölulega lítið stúdíó miðað við marga á þessu sviði þannig það er voða gaman að litli gaurinn fái sína viðurkenningu líka,“ segir Sigurjón.
Bíó og sjónvarp Emmy-verðlaunin Íslendingar erlendis Tækni Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp