Ævintýraleg björgun Íslendings í lífshættu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. janúar 2024 15:37 Fram kemur í fréttatilkynningu að björgunaraðgerðir ítölsku Landhelgisgæslunnar hafi verið „meistaraverk samræmis og hugrekkis.“ Skjáskot Neyðartilvik kom upp um borð í ítalska skemmtiferðskipinu Costa Smeralda síðastliðinn miðvikudag þegar Íslendingur um borð veiktist lífshættulega. Þökk sé þyrlusveit Landhelgisgæslunnar á Ítalíu var honum bjargað naumlega. Greint er frá björguninni á fjölmörgum ítölskum vefmiðlum en meðfylgjandi myndskeið var tekið þegar björgunaraðgerðirnar fóru fram. Klippa: Íslendingi bjargað um borð í Costa Smeralda Himninum breytt í sjúkrastofu Í fréttatilkynningu kemur fram að síðdegis þann 10. janúar síðastliðinn hafi komið upp neyðartilvik um borð í skemmtiferðaskipinu Costa Smeralda þegar 79 ára Íslendingur veiktist. Skipið var á leiðinni frá Palma de Mallorca á Spáni til Palermo á Ítalíu. Íslendingurinn reyndist vera með bráðakransæðastíflu. Um er að ræða lífshættulegt ástand og dánartíðnin er hæst fyrstu klukkustundirnar eftir að stífluna ber að höndum. Tilkynning barst til Landhelgisgæslunnar í Decimomannu, þar sem skipið var statt 10 mílur suðvestur af Capo Teulada á Sardiníu. Í kjölfarið var þyrla Landhelgisgæslunnar send frá borginni Cagliari. Með hjálp frá áhöfninni um borð var Íslendingurinn fluttur um borð í þyrluna á sérúbúnum börum, en fram kemur í frétt Gazzetta Sarda að slík tilfærsla sé vandasöm og krefjist „leikni listflugmanns.“ Himninum hafi verið breytt í „sjúkrastofu á milli öldu og skýja.“ Ævintýrasaga með góðum endi Íslendingurinn var þvínæst fluttur með hraði á Brotzu sjúkrahúsið í Cagliari og komst undir læknishendur í tæka tíð. Fram kemur að sagan hefði getað endað með harmleik, ef ekki hefði verið fyrir skjót viðbrögð Landhelgisgæslunnar. Fram kemur að björgunaraðgerðin hafi verið „meistaraverk samræmis og hugrekkis.“ Í frétt ítalska vefmiðilsins Alghero er atburðarásinni líkt við ævintýrasögu. „Þetta er kröftug áminning um að á tímum örra tæknibreytinga og mikils hraða má ennþá finna sögur um hugrekki, mannúð og von. Sögur af körlum og konum sem standa keik gangvart miskunnarlausum náttúruöflum og fjandsamlegum örlögum. Landhelgisgæslan í Cagliari hefur enn og aftur skrifað glæsilegan kafla í sögu björgunar á sjó, sem sýnir okkur að jafnvel í harkalegustu aðstæðunum deyja vonin og hugrekkið aldrei.“ Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Íslendingar erlendis Ítalía Björgunarsveitir Skipaflutningar Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Greint er frá björguninni á fjölmörgum ítölskum vefmiðlum en meðfylgjandi myndskeið var tekið þegar björgunaraðgerðirnar fóru fram. Klippa: Íslendingi bjargað um borð í Costa Smeralda Himninum breytt í sjúkrastofu Í fréttatilkynningu kemur fram að síðdegis þann 10. janúar síðastliðinn hafi komið upp neyðartilvik um borð í skemmtiferðaskipinu Costa Smeralda þegar 79 ára Íslendingur veiktist. Skipið var á leiðinni frá Palma de Mallorca á Spáni til Palermo á Ítalíu. Íslendingurinn reyndist vera með bráðakransæðastíflu. Um er að ræða lífshættulegt ástand og dánartíðnin er hæst fyrstu klukkustundirnar eftir að stífluna ber að höndum. Tilkynning barst til Landhelgisgæslunnar í Decimomannu, þar sem skipið var statt 10 mílur suðvestur af Capo Teulada á Sardiníu. Í kjölfarið var þyrla Landhelgisgæslunnar send frá borginni Cagliari. Með hjálp frá áhöfninni um borð var Íslendingurinn fluttur um borð í þyrluna á sérúbúnum börum, en fram kemur í frétt Gazzetta Sarda að slík tilfærsla sé vandasöm og krefjist „leikni listflugmanns.“ Himninum hafi verið breytt í „sjúkrastofu á milli öldu og skýja.“ Ævintýrasaga með góðum endi Íslendingurinn var þvínæst fluttur með hraði á Brotzu sjúkrahúsið í Cagliari og komst undir læknishendur í tæka tíð. Fram kemur að sagan hefði getað endað með harmleik, ef ekki hefði verið fyrir skjót viðbrögð Landhelgisgæslunnar. Fram kemur að björgunaraðgerðin hafi verið „meistaraverk samræmis og hugrekkis.“ Í frétt ítalska vefmiðilsins Alghero er atburðarásinni líkt við ævintýrasögu. „Þetta er kröftug áminning um að á tímum örra tæknibreytinga og mikils hraða má ennþá finna sögur um hugrekki, mannúð og von. Sögur af körlum og konum sem standa keik gangvart miskunnarlausum náttúruöflum og fjandsamlegum örlögum. Landhelgisgæslan í Cagliari hefur enn og aftur skrifað glæsilegan kafla í sögu björgunar á sjó, sem sýnir okkur að jafnvel í harkalegustu aðstæðunum deyja vonin og hugrekkið aldrei.“ Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Íslendingar erlendis Ítalía Björgunarsveitir Skipaflutningar Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira