Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Fjöl­skyldan í Kaup­manna­höfn stækkar

Tónlistarmaðurinn Ari Bragi Kára­son og unnusta hans Dórót­hea Jó­hann­es­dótt­ir eiga von á sínu öðru barni. Parið tilkynnti gleðifregnirnar í sameiginlegri færslu á Instagram. 

Lífið
Fréttamynd

Ása krefur FBI um bætur eftir leit á heimilinu

Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur stefnt bandarísku alríkislögreglunni og krafist bóta vegna tjóns sem varð á heimili Ásu í sumar. Tjónið hlaust þegar alríkislögreglan, FBI, gerði tólf daga húsleit í tengslum við rannsóknina á Heuermann.

Erlent
Fréttamynd

Töfrandi endur­fundir Lindu Pé í London

Linda Pétursdóttir, fegurðardrottning og athafnakona, átti töfrandi kvöldstund með fjölskyldu sinni og vinum úr fegurðarsamkeppninni Ungfrú heimur á glæsihótelinu The Sa­voy í Lund­ún­um í vikunni. 

Lífið
Fréttamynd

Inga Lind orð­laus með orðu frá Spánarkonungi

Inga Lind Karlsdóttir fjölmiðlakona var sæmd heiðursorðu frá Spánarkonungi á viðburði í Reykjavík í gær þar sem því var fagnað að hundrað ár eru frá því að viðskipti Íslands og Spánar með þorsk og rauðvín hófust.

Lífið
Fréttamynd

„Smá há­vær án há­vaða, smá sexí á ó­væntan hátt“

Klæðskerinn, textílhönnuðurinn og fatahönnuðurinn Ása Bríet Brattaberg lærði fatahönnun í virta listaháskólanum Central Saint Martins í London og er nú nýflutt til Parísar þar sem hún stundar mastersnám í fatahönnun með sérþekkingu í prjóni. Ása Bríet hefur komið víða að í tískuheiminum en hún er viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Gekk örna sinna á fjall­stoppi í Nepal í mínus 27

Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, náði því í morgun að standa á tindi Imje Tse í Nepal. Ferðin upp gekk vel að hans sögn. Hann þurfti þó að glíma við magapest í um 5.900 metra hæð og segir það ekki hafa farið fram hjá öðrum á leið upp.

Lífið
Fréttamynd

Leita réttar síns vegna að­farar sýslu­manns í gær

Edda Björk Arnardóttir og sambýlismaður hennar ætla að leita réttar síns vegna aðgerða sýslumanns og lögreglu við heimili þeirra í gær. Þar fór fram aðfaraaðgerð á vegum sýslumanns en flytja átti þrjá drengi hennar í forsjá föður þeirra í Noregi. Aðgerðinni var frestað eftir um þrjár klukkustundir. 

Innlent
Fréttamynd

Aðgerðir í Foldahverfi virðist ekki í samræmi við lög

Lögregluaðgerðirnar í Foldahverfi í gær, þar sem flytja átti þrjá drengi úr umsjá móður þeirra, verða skoðaðar segir dómsmálaráðherra. Hún segir alvarlegt að einkennisklæddir lögreglumenn hafi verið á staðnum og að viðbúnaðurinn virðist hafa gengið gegn ákvæðum barnalaga.

Innlent
Fréttamynd

Flutningi þriggja ís­lenskra drengja til Noregs frestað

Flytja átti þrjá íslenska drengi til föður síns í Noregi í kvöld. Hann fer með forsjá þeirra samkvæmt úrskurði íslenskra og norskra dómstóla. Fjölmennt lögreglulið var á vettvangi í kvöld á vegum sýslumanns og nokkuð umstang. Móðir drengjanna var handtekin en síðar sleppt og aðgerðinni frestað. 

Innlent
Fréttamynd

Heimaleikurinn til New York

Íslenska heimildarmyndin Heimaleikurinn hefur verið valin inn á Doc NYC - stærstu heimildarmyndahátíð Bandaríkjanna, sem fer fram í New York í nóvember. 

Bíó og sjónvarp