Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Stefán Árni Pálsson skrifar 8. apríl 2025 14:30 Brynleifur Siglaugsson hefur það gott í Kenía. „Þú getur leigt fína íbúð hérna á þessu svæði fyrir svona 50-60 þúsund kall. Þannig að ef þú ert með 150-200 þúsund krónur á mánuði, þá lifir þú bara eins og kóngur,“ segir Brynleifur Siglaugsson, 54 ára heimshornaflakkari og ævintýramaður sem býr á þremur stöðum í heiminum; í Hveragerði, Lettlandi og á Díaní Beach í Kenía. Brynleifur hefur unnið sem verktaki og smiður í gegnum tíðina en ákvað að fara að hægja á sér og njóta lífsins eftir fimmtugt. Keypti sér þá 22 hektara jörð í Lettlandi með hálfónýtu bjálkahúsi sem hann er byrjaður að gera upp og ætlar sér að nota á vorin og haustin sem sinn sumarbústað. Því næst keypti hann sér lóð við undurfagra Indlandshafsströnd Kenía, við Díaní Beach, og er nú búinn að reisa sér þar um 900 fermetra höll með fimm svítum, sundlaug, ræktarherbergi, nuddherbergi, gestahúsi og fleiru. Þar stefnir hann á að dvelja á veturna. Meðan hann flakkar um heiminn framfleytir hann sér á fyrirtæki sem hann rekur á Íslandi og á leigutekjum, því hann er einnig farinn að leigja út höllina sína í Kenía á heimasíðu sinni. Lóa Pind Aldísardóttir og Sigurður Már Davíðsson kvikmyndatökumaður heimsóttu Brynleif til bæði Lettlands og Kenía fyrir lokaþáttinn af sjöttu seríu „Hvar er best a búa?“ Þau voru viðstödd árlega kartöfluhátíð sem hann heldur á haustin við bjálkahúsið sitt í Lettlandi og voru svo hjá honum í mildu veðurfarinu í Kenía í október. Ítarleg saga þessa ævintýramanns var í lokaþættinum sem var á dagskrá Stöðvar 2 fyrir ekki svo löngu.Um var að ræða lokaþáttinn í seríunni. Glæsilegt húsið sem hann reisti sér í Kenía má sjá í broti sem hér fylgir. Klippa: Lifir eins og kóngur Í þáttaröðinni heimsótti Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 6. þáttar Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Snorri Sigbjörn Jónsson og Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí var honum til aðstoðar. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Kenía Lettland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Eftir hrun fóru þau Þorfinnur Ómarsson fjölmiðlamaður með meiru og Ástrós Gunnarsdóttir dansari og Pílates þjálfari að líta í kringum sig í heiminum. 11. mars 2025 12:32 Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ „Ísland verður alltaf heim,“ segir Kristján Olafsson sem býr ásamt eiginkonu sinni Hildu Olafsson og börnum þeirra fjórum á pálmaskrýddri golfvallareyju við Miami Beach. Þau hafa búið í bæði Los Angeles og New York en fyrir tilviljun þá leiddi vinnan hans Kristjáns þau suður til Flórída. 18. mars 2025 10:32 Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó „Lífið er ekkert flókið,“ segir Sturla Bjarki Hrafnsson, forritari, sem ákvað fyrir nokkrum árum að elta ástina til strandbæjarins Playa del Carmen í Mexíkó. 4. mars 2025 14:02 Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Sjá meira
Brynleifur hefur unnið sem verktaki og smiður í gegnum tíðina en ákvað að fara að hægja á sér og njóta lífsins eftir fimmtugt. Keypti sér þá 22 hektara jörð í Lettlandi með hálfónýtu bjálkahúsi sem hann er byrjaður að gera upp og ætlar sér að nota á vorin og haustin sem sinn sumarbústað. Því næst keypti hann sér lóð við undurfagra Indlandshafsströnd Kenía, við Díaní Beach, og er nú búinn að reisa sér þar um 900 fermetra höll með fimm svítum, sundlaug, ræktarherbergi, nuddherbergi, gestahúsi og fleiru. Þar stefnir hann á að dvelja á veturna. Meðan hann flakkar um heiminn framfleytir hann sér á fyrirtæki sem hann rekur á Íslandi og á leigutekjum, því hann er einnig farinn að leigja út höllina sína í Kenía á heimasíðu sinni. Lóa Pind Aldísardóttir og Sigurður Már Davíðsson kvikmyndatökumaður heimsóttu Brynleif til bæði Lettlands og Kenía fyrir lokaþáttinn af sjöttu seríu „Hvar er best a búa?“ Þau voru viðstödd árlega kartöfluhátíð sem hann heldur á haustin við bjálkahúsið sitt í Lettlandi og voru svo hjá honum í mildu veðurfarinu í Kenía í október. Ítarleg saga þessa ævintýramanns var í lokaþættinum sem var á dagskrá Stöðvar 2 fyrir ekki svo löngu.Um var að ræða lokaþáttinn í seríunni. Glæsilegt húsið sem hann reisti sér í Kenía má sjá í broti sem hér fylgir. Klippa: Lifir eins og kóngur Í þáttaröðinni heimsótti Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 6. þáttar Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Snorri Sigbjörn Jónsson og Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí var honum til aðstoðar. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Kenía Lettland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Eftir hrun fóru þau Þorfinnur Ómarsson fjölmiðlamaður með meiru og Ástrós Gunnarsdóttir dansari og Pílates þjálfari að líta í kringum sig í heiminum. 11. mars 2025 12:32 Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ „Ísland verður alltaf heim,“ segir Kristján Olafsson sem býr ásamt eiginkonu sinni Hildu Olafsson og börnum þeirra fjórum á pálmaskrýddri golfvallareyju við Miami Beach. Þau hafa búið í bæði Los Angeles og New York en fyrir tilviljun þá leiddi vinnan hans Kristjáns þau suður til Flórída. 18. mars 2025 10:32 Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó „Lífið er ekkert flókið,“ segir Sturla Bjarki Hrafnsson, forritari, sem ákvað fyrir nokkrum árum að elta ástina til strandbæjarins Playa del Carmen í Mexíkó. 4. mars 2025 14:02 Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Sjá meira
Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Eftir hrun fóru þau Þorfinnur Ómarsson fjölmiðlamaður með meiru og Ástrós Gunnarsdóttir dansari og Pílates þjálfari að líta í kringum sig í heiminum. 11. mars 2025 12:32
Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ „Ísland verður alltaf heim,“ segir Kristján Olafsson sem býr ásamt eiginkonu sinni Hildu Olafsson og börnum þeirra fjórum á pálmaskrýddri golfvallareyju við Miami Beach. Þau hafa búið í bæði Los Angeles og New York en fyrir tilviljun þá leiddi vinnan hans Kristjáns þau suður til Flórída. 18. mars 2025 10:32
Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó „Lífið er ekkert flókið,“ segir Sturla Bjarki Hrafnsson, forritari, sem ákvað fyrir nokkrum árum að elta ástina til strandbæjarins Playa del Carmen í Mexíkó. 4. mars 2025 14:02