Skíðaíþróttir

Fréttamynd

Hilmar Snær á sögulegt HM

Hilmar Snær Örvarsson verður eini fulltrúi Íslands á heimsmeistaramóti fatlaðra í skíðaíþróttum sem sett verður í Lillehammer í Noregi á morgun.

Sport
Fréttamynd

Gekk á skíðum fyrir Ljósið og sló Ís­lands­­met

Velunnarar Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda, gengu samanlagt 2721 kílómetra á gönguskíðum í gærkvöldi og í gærnótt. Skíðagangan hófst við sólsetur klukkan 16 í gær og lauk átján tímum síðar, við sólarupprás í morgun. Gengið var upp í Bláfjöll og boðið var upp á kakó og bananabrauð fyrir þátttakendur.

Innlent
Fréttamynd

Heimsmeistarinn þakklátur Sunnu fyrir að róa taugarnar

Norski skíðakappinn Jarl Magnus Riiber fór heim með tvenn gullverðlaun og tvenn silfurverðlaun í norrænni tvíkeppni af heimsmeistaramótinu í norrænum greinum í Þýskalandi. Hann segir akureyska kærustu sína, Sunnu Margrétu Tryggvadóttur, og dótturina Ronju eiga sinn þátt í uppskerunni.

Sport
Fréttamynd

Sturla Snær eini sem komst á­fram

Í dag kláraðist undankeppni karla í svigi á HM í alpagreinum í Cortina á Ítalíu. Fjórir íslenskir karlar voru meðal þeirra tólf keppenda sem hófu leik í undankeppninni. Aðeins Sturla Snær Snorrason komst áfram.

Sport
Fréttamynd

109 starfsmenn greinst í hópsmiti á skíðasvæði

Hópsmit er komið upp á skíðasvæði í Colorado í Bandaríkjunum en að minnsta kosti 109 starfsmenn hafa greinst með Covid-19. Heilbrigðisyfirvöld segja ekki um að ræða smit vegna samskipta við kúnna, heldur samgang utan vinnu og hópbúsetu.

Erlent
Fréttamynd

Stefna bæði hátt á Ólympíuleikunum

Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá FH og Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá Víkingi eru íþróttafólk ÍF árið 2020 en þetta var tilkynnt í árlegu hófi Íþróttasambands fatlaða í dag.

Sport
Fréttamynd

Draumurinn um skíði um jólin fjarlægur

Ekki er útlit fyrir annað en að skíðasvæði landsins verði að mestu lokuð yfir jólin. Skíðaþyrstir Íslendingar þurfa því að láta gönguskíði eða fjallaskíði duga geti þeir ekki beðið eftir að renna sér í snjónum.

Innlent