Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Sindri Sverrisson skrifar 14. nóvember 2024 15:17 Lindsey Vonn var á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í París í sumar. EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Bandaríska skíðakonan Lindsey Vonn hefur nú staðfest að hún muni snúa aftur til keppni, fertug að aldri, tæpum sex árum eftir að hún lagði skíðin á hilluna. Vonn er sannkölluð skíðastjarna en hún á í sínu safni þrenn ólympíuverðlaun (gull í bruni og brons í risasvigi 2010, og brons í bruni 2018), átta verðlaun af heimsmeistaramótum og fjóra heimsbikarmeistaratitla. Þá setti hún met með því að vinna 82 heimsbikarmót en landa hennar, Mikaela Shiffrin, sló það met í janúar í fyrra og er komin í 97 sigra. Gagnrýnd fyrir endurkomuna Ekki hafa allir hrifist af hugmyndum Vonn um að snúa aftur til keppni og þannig sagðist Þjóðverjinn Markus Wasmeier, 61 árs gamall tvöfaldur Ólympíumeistari og heimsmeistari, telja um einhvers konar leikþátt að ræða sem jaðraði við hneyksli. „Hún er enn í hópi þeirra sem hafa náð lengst, svo hún ætti ekki að vera að standa í þessu. Það ætti að fagna henni fyrir það sem hún hefur afrekað. Ég myndi dauðskammast mín ef ég færi niður brekkuna og væri allt í einu tíu sekúndum á eftir fljótasta manni. Þá myndu bara allir hlæja að manni,“ sagði Wasmeier. Ótrúlegt að geta skíðað á ný án verkja Eins og fyrr segir hætti Vonn að keppa í febrúar 2019 en hún hafði þá ítrekað glímt við meiðsli af ýmsum toga. Síðast í apríl var hún í aðgerð þar sem skipt var um hluta af hné. Vonn hefur hins vegar verið við æfingar síðustu mánuði og nú styttist í hennar fyrstu keppni í langan tíma. „Það hefur verið ótrúlegt ferðalag að komast aftur á skíði án þess að finna fyrir sársauka. Mig langar að halda áfram að deila þekkingu minni á íþróttinni með þessum ótrúlegu konum,“ sagði Vonn og vísaði til liðsfélaga sinna í bandaríska skíðalandsliðinu. Vonn er strax aftur orðin hluti af landsliðinu en það kemur svo í ljós hvenær hennar fyrsta mót verður. Næstu Vetrarólympíuleikar verða á Ítalíu í febrúar 2026. Skíðaíþróttir Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Sjá meira
Vonn er sannkölluð skíðastjarna en hún á í sínu safni þrenn ólympíuverðlaun (gull í bruni og brons í risasvigi 2010, og brons í bruni 2018), átta verðlaun af heimsmeistaramótum og fjóra heimsbikarmeistaratitla. Þá setti hún met með því að vinna 82 heimsbikarmót en landa hennar, Mikaela Shiffrin, sló það met í janúar í fyrra og er komin í 97 sigra. Gagnrýnd fyrir endurkomuna Ekki hafa allir hrifist af hugmyndum Vonn um að snúa aftur til keppni og þannig sagðist Þjóðverjinn Markus Wasmeier, 61 árs gamall tvöfaldur Ólympíumeistari og heimsmeistari, telja um einhvers konar leikþátt að ræða sem jaðraði við hneyksli. „Hún er enn í hópi þeirra sem hafa náð lengst, svo hún ætti ekki að vera að standa í þessu. Það ætti að fagna henni fyrir það sem hún hefur afrekað. Ég myndi dauðskammast mín ef ég færi niður brekkuna og væri allt í einu tíu sekúndum á eftir fljótasta manni. Þá myndu bara allir hlæja að manni,“ sagði Wasmeier. Ótrúlegt að geta skíðað á ný án verkja Eins og fyrr segir hætti Vonn að keppa í febrúar 2019 en hún hafði þá ítrekað glímt við meiðsli af ýmsum toga. Síðast í apríl var hún í aðgerð þar sem skipt var um hluta af hné. Vonn hefur hins vegar verið við æfingar síðustu mánuði og nú styttist í hennar fyrstu keppni í langan tíma. „Það hefur verið ótrúlegt ferðalag að komast aftur á skíði án þess að finna fyrir sársauka. Mig langar að halda áfram að deila þekkingu minni á íþróttinni með þessum ótrúlegu konum,“ sagði Vonn og vísaði til liðsfélaga sinna í bandaríska skíðalandsliðinu. Vonn er strax aftur orðin hluti af landsliðinu en það kemur svo í ljós hvenær hennar fyrsta mót verður. Næstu Vetrarólympíuleikar verða á Ítalíu í febrúar 2026.
Skíðaíþróttir Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Sjá meira