Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. febrúar 2025 15:28 Veðrið hefur leikið skíðaáhugamenn grátt þennan febrúarmánuðinn. Vísir/Einar Rekstrarstjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli segir að það þurfi að vera með bjartsýnustu mönnum til að reka skíðasvæði á Íslandi en aðeins hefur verið hægt að hafa opið í Bláfjöll einn dag af sextán í mánuðinum. Einar Bjarnason segir þó að hann sé langt frá því að vera bugaður og að hann og allir starfsmenn skíðasvæðisins séu tilbúnir í stútfullt fjall um leið og vindinn lægir. „Sextán dagar og einn opinn. Í fyrra vorum við með opið í fimmtán daga af 29 mögulegum í febrúar. Þetta er aðeins öðruvísi,“ segir hann en tilefni símtals blaðamanns var færsla Einars á síðu skíðasvæðisins á Facebook. Hvergi bugaður Þar tilkynnir hann að lokað verði í fjallið í dag vegna roks. „En þessi blessaði mánuður fer að komast í sögubækurnar fyrir almenn leiðindi, það er nokkuð ljóst,“ skrifaði Einar svo. Framleiddi snjórinn hefur komið sér vel þegar lítið snjóar.Vísir/Einar Hann segist þó síður en svo vera bugaður. „Bugaður? Langt því frá. Ef þú ert bugaður í mínu starfi þá þarftu að hætta strax. Þú þarft að vera með bjartsýnustu mönnum til að reka skíðasvæði á Íslandi,“ segir Einar. Hann segir að þó illviðri fylgi auðvitað gjarnan janúarmánuði sé alltaf skíðavænt inni á milli og að aðsóknarmet hafi verið slegið nú í janúar og á milli jóla og nýárs. Það var opið í Bláfjöllum í átján daga og hátt í fimmtíu þúsund gestir gerðu sér ferð þangað upp eftir. Gluggaveður setur strik í reikninginn Einar segir fólk oft eiga erfitt með að skilja að það sé lokað á fallegum, sólskinsdegi líkt og þessum en það getur verið erfitt að sjá vindinn í fjallinu þegar horft er frá höfuðborgarsvæðinu eða á vefmyndavélunum. „Það er orðið kalt upp frá og í sjálfu sér geggjaðar aðstæður en það er bara svo svaðalega hvasst. Ég var upp frá í dag og vindmælirinn var að fara í rétt tæpa 50 kílómetra á klukkustund. En svo er auðvitað bara sól og bjart eins og í bænum. Geggjað gluggaveður,“ segir hann. Einar vonar að hann fari nú að lægja bráðum.Vísir/Einar „Fólk kíkir upp eftir eða horfir í vefmyndavélina og spyr: „Af hverju er lokað, hvað er að?“ Þetta er það sem maður fær. Fólk veltir því fyrir sér hvort við höfum almennt áhuga á að hafa fjallið tómt en auðvitað viljum við hafa fjallið fullt. Þá er gaman,“ segir Einar. Vilja slá met Hann segist þó vona að vindinn fari að lægja svo hægt verði að bjóða fólki í skíði á meðan enn er snjór til fjalla. Markið sé alltaf sett hátt. „Þetta má fara að hætta því við viljum fara yfir 100 þúsund gesti. Við fórum yfir 100 þúsund í fyrra og það var metár og við viljum fara yfir það. Við verðum að setja markið hátt annars er ekki gaman að þessu,“ segir Einar Bjarnason rekstrarstjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Skíðasvæði Skíðaíþróttir Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Einar Bjarnason segir þó að hann sé langt frá því að vera bugaður og að hann og allir starfsmenn skíðasvæðisins séu tilbúnir í stútfullt fjall um leið og vindinn lægir. „Sextán dagar og einn opinn. Í fyrra vorum við með opið í fimmtán daga af 29 mögulegum í febrúar. Þetta er aðeins öðruvísi,“ segir hann en tilefni símtals blaðamanns var færsla Einars á síðu skíðasvæðisins á Facebook. Hvergi bugaður Þar tilkynnir hann að lokað verði í fjallið í dag vegna roks. „En þessi blessaði mánuður fer að komast í sögubækurnar fyrir almenn leiðindi, það er nokkuð ljóst,“ skrifaði Einar svo. Framleiddi snjórinn hefur komið sér vel þegar lítið snjóar.Vísir/Einar Hann segist þó síður en svo vera bugaður. „Bugaður? Langt því frá. Ef þú ert bugaður í mínu starfi þá þarftu að hætta strax. Þú þarft að vera með bjartsýnustu mönnum til að reka skíðasvæði á Íslandi,“ segir Einar. Hann segir að þó illviðri fylgi auðvitað gjarnan janúarmánuði sé alltaf skíðavænt inni á milli og að aðsóknarmet hafi verið slegið nú í janúar og á milli jóla og nýárs. Það var opið í Bláfjöllum í átján daga og hátt í fimmtíu þúsund gestir gerðu sér ferð þangað upp eftir. Gluggaveður setur strik í reikninginn Einar segir fólk oft eiga erfitt með að skilja að það sé lokað á fallegum, sólskinsdegi líkt og þessum en það getur verið erfitt að sjá vindinn í fjallinu þegar horft er frá höfuðborgarsvæðinu eða á vefmyndavélunum. „Það er orðið kalt upp frá og í sjálfu sér geggjaðar aðstæður en það er bara svo svaðalega hvasst. Ég var upp frá í dag og vindmælirinn var að fara í rétt tæpa 50 kílómetra á klukkustund. En svo er auðvitað bara sól og bjart eins og í bænum. Geggjað gluggaveður,“ segir hann. Einar vonar að hann fari nú að lægja bráðum.Vísir/Einar „Fólk kíkir upp eftir eða horfir í vefmyndavélina og spyr: „Af hverju er lokað, hvað er að?“ Þetta er það sem maður fær. Fólk veltir því fyrir sér hvort við höfum almennt áhuga á að hafa fjallið tómt en auðvitað viljum við hafa fjallið fullt. Þá er gaman,“ segir Einar. Vilja slá met Hann segist þó vona að vindinn fari að lægja svo hægt verði að bjóða fólki í skíði á meðan enn er snjór til fjalla. Markið sé alltaf sett hátt. „Þetta má fara að hætta því við viljum fara yfir 100 þúsund gesti. Við fórum yfir 100 þúsund í fyrra og það var metár og við viljum fara yfir það. Við verðum að setja markið hátt annars er ekki gaman að þessu,“ segir Einar Bjarnason rekstrarstjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli.
Skíðasvæði Skíðaíþróttir Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira