Erlent Kínverskar verksmiðjur sakaðar um barnaþrælkun Verksmiðjur í Kína hafa verið sakaðar um barnaþrælkun í framleiðslu á varningi fyrir Ólympíuleikanna sem fram fara í landinu á næsta ári. Barnaþrælkun er ekki það eina sem verksmiðjurnar eru sakaðar um. Erlent 11.6.2007 07:15 UMP vinnur stórsigur í Frakklandi Samkvæmt útgönguspám í Frakklandi mun flokkur Nicolas Sarkozy, forseta landsins, vinna stórsigur í þingkosningum. Fyrri umferð þeirra fór fram nú um helgina. Talið er að flokkur hans eigi eftir að hljóta að minnsta kosti 383 af 577 þingsætum, eða um sextíu og sjö prósent þeirra. Erlent 11.6.2007 07:08 Útlit fyrir stórsigur mið- og hægrimanna í Frakklandi Útgönguspár benda til þess að bandalag mið- og hægrimenn hafi unnið stórsigur í frönsku þingkosningunum í dag og hafi ríflegan meirihluta í neðri deild þingsins - sjötíu til áttatíu prósent þingsæta. Endanleg úrslit liggja þó ekki fyrir fyrr en eftir viku. Einnig var kosið til þings í Belgíu í dag og benda fyrstu tölur til þess að stjórn frjálslyndra og sósíalista sé fallin. Kristilegir demókratar í Flæmingjalandi eru sigurvegarar kosninganna með rúm þrjátíu prósent atkvæða. Erlent 10.6.2007 18:17 Bush í Albaníu George Bush, Bandaríkjaforseti, kom til Albaníu í morgun, fyrstur bandarískra forseta. Bush átti fund með Sali Berisha, forsætsisráðherra, og fullvissaði hann um að aðildarumsókn Albana að Atlantshafsbandalaginu væri til meðferðar og stutt í að hún yrði samþykkt. Erlent 10.6.2007 12:29 Mugabe ráðlagt að draga sig í hlé Robert Mugabe, forseta Simbabve, hefur verið ráðið frá því að sækjast eftir endurkjöri á næsta ári. Ekki er þó víst að hann farið að ráðum samstarfsmanna sinna. Erlent 10.6.2007 12:27 Gekk grátandi úr dómssal Paris Hilton gekk grátandi úr dómssal í Los Angeles í gær eftir að dómari úrskurðaði að hún skyldi send aftur í fangelsi. Lögreglustjóri segir Hilton eiga við geðræn vandamál að stríða og því ekki rétt að senda hana aftur í steininn. Erlent 9.6.2007 18:41 Bush á ferð og flugi Mótmælendur létu hátt í sér heyra á götum Rómarborgar í dag. George Bush Bandaríkjaforseti sótti borgina heim og var allt annað en velkominn. Forsetinn er á ferð og flugi um Evrópu þessa dagana og ræðir eldflaugavarnarkerfi og Kósóvódeiluna. Erlent 9.6.2007 18:38 Hægt að hlusta á Vatnajökul Nú er hægt að fylgjast með hlýnunar jarðar í gegnum símann. Katie Paterson, skoskur listamaður, hefur komið hljóðnema fyrir í vatni við rætur Vatnajökuls. Hún segir loftslagsbreytingar hafa alvarleg áhrif á Vatnajökul en verkefnið vera mest um það hvernig mikilfengleiki jökulsins er að hverfa. Erlent 9.6.2007 12:19 Bush í Róm Bush, Bandaríkjaforseti, kom í Vatíkanið í Róm í morgun til fundar við Benedikt páfa sextánda. Bush mun einnig funda með Prodi, forsætisráðherra Ítalíu. Leynifangelsi og fangaflug verða ekki rædd við Prodi þó réttarhöld tengd séu hafin á Ítalíu. Erlent 9.6.2007 12:12 Putin reiðubúin að deila upplýsingum með bandaríska hernum Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagðist í dag tilbúinn að deila upplýsingum úr ratsjárstöð þeirra í Aserbaídsjan með bandaríska hernum. Erlent 8.6.2007 22:17 Paris í fangelsi á ný Dómarinn í máli Parisar Hilton hefur fyrirskipað að hún verði send rakleiðis í fangelsi á ný og skuli dúsa þar allan þann tíma sem hún var dæmd til. Paris brotnaði niður þegar að dómarinn kvað upp úrskurð sinn og grét hástöfum. Hún var síðan leidd í handjárnum út í lögreglubíl og þaðan var hún keyrð í fangelsið á ný. Erlent 8.6.2007 19:15 65 íslenskar konur vilja bætur vegna sílikonbrjósta 65 íslenskar konur sem fengu sílikonfyllingar í brjóst á árinu 1992 eða fyrr hafa lagt fram kröfu um skaðabætur á hendur fyrirtækinu sem framleiddi þær. Erlent 8.6.2007 18:16 Danstilskipun til að draga úr offitu Kínverska menntamálaráðuneytið hefur upplýst að það hyggist láta skólabörn landsins læra að dansa, til þess að draga úr offitu. Gagnfræðaskólakrökkum verður til dæmis skipað að læra vals. Kínverjar hafa alltaf stært sig af því að vera grennri en vesturlandabúar. Það hefur hinsvegar breyst með aukinni velmegun og vestrænum skyndbitastöðum. Erlent 8.6.2007 16:42 Olmert tilbúinn til þess að skila Golan hæðum Hægri menn í Ísrael eru sjóðandi reiðir yfir fréttum um að Ehud Olmert forsætisráðherra hafi sagt Sýrlendingum að hann sé reiðubúinn að skila þeim Golan hæðum. Ísraelar hertóku hæðirnar í sex daga stríðinu árið 1967. Olmert setur þau skilyrði að Sýrlendingar slíti öll tengsl við Íran og Hisbolla og hætt stuðningi við hryðjuverkamenn. Og geri friðarsamning við Ísrael. Erlent 8.6.2007 16:15 Bærileg vist í höndum sjóræningja Dönsku sjómennirnir á flutningaskipinu sem var rænt undan ströndum Sómalíu í síðustu viku hafa það þokkalegt, samkvæmt upplýsingum sem danska utanríkisráðuneytið hefur aflað sér. Ráðuneytið vill ekki upplýsa hvort það sé í sambandi við sjóræningjana sjálfa. Fimm Danir eru um borð í Danica White. Erlent 8.6.2007 14:33 Viðskiptahallinn minnkaði í Bandaríkjunum Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum dróst óvænt saman á milli mánaða í apríl. Veiking bandaríkjadals á stóran þátt í samdrættinum. Niðurstaðan kom greinendum á óvart. Viðskipti erlent 8.6.2007 14:09 Sitja fyrir fjársjóðsleitarskipum Spænsk herskip sitja nú fyrir tveim bandarískum fjársjóðsleitarskipum sem liggja í höfn á Gíbraltar. Spánverjar telja líklegt að 17 tonn af gull- og silfurpeningum sem fjársjóðsleitarmennirnir fundu hafi komið úr flaki af spænsku skipi. Þeir eigi því tilkall til fjársjóðsins. Erlent 8.6.2007 10:41 Leynifangelsi CIA í Evrópu Rannsóknari Evrópuráðsins segist hafa sannanir fyrir því að Evrópuríki hafi leyft bandarísku leyniþjónustunni CIA að reka leynifangelsi fyrir meinta hryðjuverkamenn. Svissneski þingmaðurinn Dick Marty segist hafa sannanir fyrir því að slík fangelsi hafi verið bæði í Póllandi og Rúmeníu. Hann sakar Þjóðverja og Ítali um að hafa reynt að halda leyndum upplýsingum um fangaflutningana. Erlent 8.6.2007 10:22 Ábendingar frá nágrönnum leiddu til handtöku HIV-smitaðs manns Upp komst um HIV smitaðan mann sem smitaði ungar stúlkur í Svíþjóð eftir ábendingar frá nágrönnum. Þetta kemur fram á vef sænska dagblaðsins Aftonbladet. Nágrannarnir urðu varir við kynlífsmyndir af manninum og barnungum stúlkum á heimili hans. Eins tóku þeir eftir miklu magni HIV - lyfja og lyfseðla, drógu þá ályktun að hann væri smitaður og tilkynntu lögreglu. Erlent 8.6.2007 10:12 Líkur á nýju tilboði í Dow Jones Philadelphia Media Holding, útgáfufélag dagblaðsins Philadelphia Inquirer, er sagt hafa hug á að bjóða í bandaríska útgáfufélagið Dow Jones á móti fjölmiðlajöfrinum Rupert Murdoch. Viðskipti erlent 8.6.2007 09:30 Lækkanir á helstu fjármálamörkuðum Gengi hlutabréfa lækkaði í fyrstu viðskiptum dagsins á 14 af 17 fjármálamörkuðum í Evrópu í dag. Lækkanirnar koma í kjölfar lækkana í Bandaríkjunum í gær og í Japan. Þetta er fimmti lækkanadagurinn í röð í Evrópu. Viðskipti erlent 8.6.2007 09:04 Íbúum Los Angeles sagt stilla sturtuferðum í hóf Íbúum Los Angeles hefur verið ráðlagt að vera ekki lengi í sturtu, nota ekki garðúðara og sturta sjaldnar niður til þess að reyna að minnka notkun á vatni. Töluverður skortur er á vatni í borginni vegna mikilla þurrka sem þar hafa verið undanfarið. Þetta er þurrasta árið síðan mælingar hófust fyrir 130 árum síðan. Þetta hefur einnig haft áhrif á skógar- og kjarrelda í Kaliforníu það sem af er ári. Erlent 7.6.2007 23:30 Dómari og saksóknari mótfallnir því að Paris hafi verið send heim Dómarinn og saksóknarinn í máli Parisar Hilton mótmæltu í kvöld þeirri ákvörðun fangelsisyfirvalda að leyfa henni að afplána dóm sinn heima hjá sér. Saksóknarinn, Rocky Delgadillo, sagði að hugsanlega hefðu reglur réttlætisins verið beygðar. „Útskýringin er furðuleg. Heilbrigðisaðstaðan í fangelsinu sem hún var í eru vel í stakk búin til þess að taka á tilfellum sem þessum.“ Erlent 7.6.2007 23:05 Hlutabréf í Apple hækka enn Apple hefur ekki enn selt einn einasta iPhone en engu að síður eru fjárfestar að veðja á að hann eigi eftir að slá í gegn. Verð á bréfum í Apple hefur því risið ógurlega hratt undanfarna daga. Hlutabréf í Apple hafa hækkað um 30% síðan iPhone var kynntur í janúar og gefur það í skyn hversu miklar væntingar fjárfestar binda við tækið. Viðskipti erlent 7.6.2007 22:36 Grunaður um að smita stúlkur viljandi af HIV Breskur HIV smitaður maður sem búsettur er í Svíþjóð er grunaður um að hafa smitað ungar stúlkur af veirunni að ásettu ráði. Hann var handtekinn í dag í bænum Solna í Svíþjóð eftir ábendingar sem bárust lögreglu. Tvö tilfelli lágu að baki handtökunni og hefur hann viðurkennt að hafa stundað óvarið kynlíf með annarri stúlkunni. Ungu stúlkurnar gætu einnig hafa fært smitið áfram. Erlent 7.6.2007 22:13 Al-Sadr ákallar Arabaríki Sjía klerkurinn Múktada al-Sadr ákallaði í kvöld Arabaríki um allan heim og bað þau um hjálp við að binda enda á þjáningar Íraka. Hann kom fram í sínu fyrsta sjónvarpsviðtali í kvöld síðan hann kom úr felum fyrir tveimur vikum síðan. Hann hafði verið í felum síðan Bandaríkjamenn hertu öryggisaðgerðir sínar í Írak í miðjum febrúar. Erlent 7.6.2007 21:54 Þingmenn í Arizona í handalögmálum Handalögmál brjótast stundum út í þingsölum um víða veröld. Óvenjulegt er að það gerist í Bandaríkjunum en það gerðist þó í dag þegar þingmenn á ríkisþingi Arizona tókust á. Erlent 7.6.2007 21:39 Vill bara 3 milljarða Dómari í Bandaríkjunum hefur samþykkt að lækka skaðabótakröfu sína vegna buxna sem týndust í hreinsun. Bótakrafan hljóðar eftir lækkun hljóðar upp á jafnvirði rúmlega þriggja milljarða íslenskra króna. Erlent 7.6.2007 19:23 Samkomulag í loftslagsmálum Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims náðu samkomulagi í loftslagsmálum á fundi sínum í Þýskalandi í dag. Kaslari Þýskalands var sigurreif þó tillaga hennar um að útblástur yrði minnkaður um helming fyrir árið 2050, hafi ekki náð fram að ganga vegna andstöðu Bandaríkjamanna. Erlent 7.6.2007 19:13 Bandaríkjaþing ögrar forsetanum Bandaríska þingið ögraði í dag Georg W. Bush, forseta Bandaríkjanna, þegar þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpi um að auka ríkisstyrki til stofnfrumurannsókna. Erlent 7.6.2007 18:32 « ‹ 96 97 98 99 100 101 102 103 104 … 334 ›
Kínverskar verksmiðjur sakaðar um barnaþrælkun Verksmiðjur í Kína hafa verið sakaðar um barnaþrælkun í framleiðslu á varningi fyrir Ólympíuleikanna sem fram fara í landinu á næsta ári. Barnaþrælkun er ekki það eina sem verksmiðjurnar eru sakaðar um. Erlent 11.6.2007 07:15
UMP vinnur stórsigur í Frakklandi Samkvæmt útgönguspám í Frakklandi mun flokkur Nicolas Sarkozy, forseta landsins, vinna stórsigur í þingkosningum. Fyrri umferð þeirra fór fram nú um helgina. Talið er að flokkur hans eigi eftir að hljóta að minnsta kosti 383 af 577 þingsætum, eða um sextíu og sjö prósent þeirra. Erlent 11.6.2007 07:08
Útlit fyrir stórsigur mið- og hægrimanna í Frakklandi Útgönguspár benda til þess að bandalag mið- og hægrimenn hafi unnið stórsigur í frönsku þingkosningunum í dag og hafi ríflegan meirihluta í neðri deild þingsins - sjötíu til áttatíu prósent þingsæta. Endanleg úrslit liggja þó ekki fyrir fyrr en eftir viku. Einnig var kosið til þings í Belgíu í dag og benda fyrstu tölur til þess að stjórn frjálslyndra og sósíalista sé fallin. Kristilegir demókratar í Flæmingjalandi eru sigurvegarar kosninganna með rúm þrjátíu prósent atkvæða. Erlent 10.6.2007 18:17
Bush í Albaníu George Bush, Bandaríkjaforseti, kom til Albaníu í morgun, fyrstur bandarískra forseta. Bush átti fund með Sali Berisha, forsætsisráðherra, og fullvissaði hann um að aðildarumsókn Albana að Atlantshafsbandalaginu væri til meðferðar og stutt í að hún yrði samþykkt. Erlent 10.6.2007 12:29
Mugabe ráðlagt að draga sig í hlé Robert Mugabe, forseta Simbabve, hefur verið ráðið frá því að sækjast eftir endurkjöri á næsta ári. Ekki er þó víst að hann farið að ráðum samstarfsmanna sinna. Erlent 10.6.2007 12:27
Gekk grátandi úr dómssal Paris Hilton gekk grátandi úr dómssal í Los Angeles í gær eftir að dómari úrskurðaði að hún skyldi send aftur í fangelsi. Lögreglustjóri segir Hilton eiga við geðræn vandamál að stríða og því ekki rétt að senda hana aftur í steininn. Erlent 9.6.2007 18:41
Bush á ferð og flugi Mótmælendur létu hátt í sér heyra á götum Rómarborgar í dag. George Bush Bandaríkjaforseti sótti borgina heim og var allt annað en velkominn. Forsetinn er á ferð og flugi um Evrópu þessa dagana og ræðir eldflaugavarnarkerfi og Kósóvódeiluna. Erlent 9.6.2007 18:38
Hægt að hlusta á Vatnajökul Nú er hægt að fylgjast með hlýnunar jarðar í gegnum símann. Katie Paterson, skoskur listamaður, hefur komið hljóðnema fyrir í vatni við rætur Vatnajökuls. Hún segir loftslagsbreytingar hafa alvarleg áhrif á Vatnajökul en verkefnið vera mest um það hvernig mikilfengleiki jökulsins er að hverfa. Erlent 9.6.2007 12:19
Bush í Róm Bush, Bandaríkjaforseti, kom í Vatíkanið í Róm í morgun til fundar við Benedikt páfa sextánda. Bush mun einnig funda með Prodi, forsætisráðherra Ítalíu. Leynifangelsi og fangaflug verða ekki rædd við Prodi þó réttarhöld tengd séu hafin á Ítalíu. Erlent 9.6.2007 12:12
Putin reiðubúin að deila upplýsingum með bandaríska hernum Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagðist í dag tilbúinn að deila upplýsingum úr ratsjárstöð þeirra í Aserbaídsjan með bandaríska hernum. Erlent 8.6.2007 22:17
Paris í fangelsi á ný Dómarinn í máli Parisar Hilton hefur fyrirskipað að hún verði send rakleiðis í fangelsi á ný og skuli dúsa þar allan þann tíma sem hún var dæmd til. Paris brotnaði niður þegar að dómarinn kvað upp úrskurð sinn og grét hástöfum. Hún var síðan leidd í handjárnum út í lögreglubíl og þaðan var hún keyrð í fangelsið á ný. Erlent 8.6.2007 19:15
65 íslenskar konur vilja bætur vegna sílikonbrjósta 65 íslenskar konur sem fengu sílikonfyllingar í brjóst á árinu 1992 eða fyrr hafa lagt fram kröfu um skaðabætur á hendur fyrirtækinu sem framleiddi þær. Erlent 8.6.2007 18:16
Danstilskipun til að draga úr offitu Kínverska menntamálaráðuneytið hefur upplýst að það hyggist láta skólabörn landsins læra að dansa, til þess að draga úr offitu. Gagnfræðaskólakrökkum verður til dæmis skipað að læra vals. Kínverjar hafa alltaf stært sig af því að vera grennri en vesturlandabúar. Það hefur hinsvegar breyst með aukinni velmegun og vestrænum skyndbitastöðum. Erlent 8.6.2007 16:42
Olmert tilbúinn til þess að skila Golan hæðum Hægri menn í Ísrael eru sjóðandi reiðir yfir fréttum um að Ehud Olmert forsætisráðherra hafi sagt Sýrlendingum að hann sé reiðubúinn að skila þeim Golan hæðum. Ísraelar hertóku hæðirnar í sex daga stríðinu árið 1967. Olmert setur þau skilyrði að Sýrlendingar slíti öll tengsl við Íran og Hisbolla og hætt stuðningi við hryðjuverkamenn. Og geri friðarsamning við Ísrael. Erlent 8.6.2007 16:15
Bærileg vist í höndum sjóræningja Dönsku sjómennirnir á flutningaskipinu sem var rænt undan ströndum Sómalíu í síðustu viku hafa það þokkalegt, samkvæmt upplýsingum sem danska utanríkisráðuneytið hefur aflað sér. Ráðuneytið vill ekki upplýsa hvort það sé í sambandi við sjóræningjana sjálfa. Fimm Danir eru um borð í Danica White. Erlent 8.6.2007 14:33
Viðskiptahallinn minnkaði í Bandaríkjunum Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum dróst óvænt saman á milli mánaða í apríl. Veiking bandaríkjadals á stóran þátt í samdrættinum. Niðurstaðan kom greinendum á óvart. Viðskipti erlent 8.6.2007 14:09
Sitja fyrir fjársjóðsleitarskipum Spænsk herskip sitja nú fyrir tveim bandarískum fjársjóðsleitarskipum sem liggja í höfn á Gíbraltar. Spánverjar telja líklegt að 17 tonn af gull- og silfurpeningum sem fjársjóðsleitarmennirnir fundu hafi komið úr flaki af spænsku skipi. Þeir eigi því tilkall til fjársjóðsins. Erlent 8.6.2007 10:41
Leynifangelsi CIA í Evrópu Rannsóknari Evrópuráðsins segist hafa sannanir fyrir því að Evrópuríki hafi leyft bandarísku leyniþjónustunni CIA að reka leynifangelsi fyrir meinta hryðjuverkamenn. Svissneski þingmaðurinn Dick Marty segist hafa sannanir fyrir því að slík fangelsi hafi verið bæði í Póllandi og Rúmeníu. Hann sakar Þjóðverja og Ítali um að hafa reynt að halda leyndum upplýsingum um fangaflutningana. Erlent 8.6.2007 10:22
Ábendingar frá nágrönnum leiddu til handtöku HIV-smitaðs manns Upp komst um HIV smitaðan mann sem smitaði ungar stúlkur í Svíþjóð eftir ábendingar frá nágrönnum. Þetta kemur fram á vef sænska dagblaðsins Aftonbladet. Nágrannarnir urðu varir við kynlífsmyndir af manninum og barnungum stúlkum á heimili hans. Eins tóku þeir eftir miklu magni HIV - lyfja og lyfseðla, drógu þá ályktun að hann væri smitaður og tilkynntu lögreglu. Erlent 8.6.2007 10:12
Líkur á nýju tilboði í Dow Jones Philadelphia Media Holding, útgáfufélag dagblaðsins Philadelphia Inquirer, er sagt hafa hug á að bjóða í bandaríska útgáfufélagið Dow Jones á móti fjölmiðlajöfrinum Rupert Murdoch. Viðskipti erlent 8.6.2007 09:30
Lækkanir á helstu fjármálamörkuðum Gengi hlutabréfa lækkaði í fyrstu viðskiptum dagsins á 14 af 17 fjármálamörkuðum í Evrópu í dag. Lækkanirnar koma í kjölfar lækkana í Bandaríkjunum í gær og í Japan. Þetta er fimmti lækkanadagurinn í röð í Evrópu. Viðskipti erlent 8.6.2007 09:04
Íbúum Los Angeles sagt stilla sturtuferðum í hóf Íbúum Los Angeles hefur verið ráðlagt að vera ekki lengi í sturtu, nota ekki garðúðara og sturta sjaldnar niður til þess að reyna að minnka notkun á vatni. Töluverður skortur er á vatni í borginni vegna mikilla þurrka sem þar hafa verið undanfarið. Þetta er þurrasta árið síðan mælingar hófust fyrir 130 árum síðan. Þetta hefur einnig haft áhrif á skógar- og kjarrelda í Kaliforníu það sem af er ári. Erlent 7.6.2007 23:30
Dómari og saksóknari mótfallnir því að Paris hafi verið send heim Dómarinn og saksóknarinn í máli Parisar Hilton mótmæltu í kvöld þeirri ákvörðun fangelsisyfirvalda að leyfa henni að afplána dóm sinn heima hjá sér. Saksóknarinn, Rocky Delgadillo, sagði að hugsanlega hefðu reglur réttlætisins verið beygðar. „Útskýringin er furðuleg. Heilbrigðisaðstaðan í fangelsinu sem hún var í eru vel í stakk búin til þess að taka á tilfellum sem þessum.“ Erlent 7.6.2007 23:05
Hlutabréf í Apple hækka enn Apple hefur ekki enn selt einn einasta iPhone en engu að síður eru fjárfestar að veðja á að hann eigi eftir að slá í gegn. Verð á bréfum í Apple hefur því risið ógurlega hratt undanfarna daga. Hlutabréf í Apple hafa hækkað um 30% síðan iPhone var kynntur í janúar og gefur það í skyn hversu miklar væntingar fjárfestar binda við tækið. Viðskipti erlent 7.6.2007 22:36
Grunaður um að smita stúlkur viljandi af HIV Breskur HIV smitaður maður sem búsettur er í Svíþjóð er grunaður um að hafa smitað ungar stúlkur af veirunni að ásettu ráði. Hann var handtekinn í dag í bænum Solna í Svíþjóð eftir ábendingar sem bárust lögreglu. Tvö tilfelli lágu að baki handtökunni og hefur hann viðurkennt að hafa stundað óvarið kynlíf með annarri stúlkunni. Ungu stúlkurnar gætu einnig hafa fært smitið áfram. Erlent 7.6.2007 22:13
Al-Sadr ákallar Arabaríki Sjía klerkurinn Múktada al-Sadr ákallaði í kvöld Arabaríki um allan heim og bað þau um hjálp við að binda enda á þjáningar Íraka. Hann kom fram í sínu fyrsta sjónvarpsviðtali í kvöld síðan hann kom úr felum fyrir tveimur vikum síðan. Hann hafði verið í felum síðan Bandaríkjamenn hertu öryggisaðgerðir sínar í Írak í miðjum febrúar. Erlent 7.6.2007 21:54
Þingmenn í Arizona í handalögmálum Handalögmál brjótast stundum út í þingsölum um víða veröld. Óvenjulegt er að það gerist í Bandaríkjunum en það gerðist þó í dag þegar þingmenn á ríkisþingi Arizona tókust á. Erlent 7.6.2007 21:39
Vill bara 3 milljarða Dómari í Bandaríkjunum hefur samþykkt að lækka skaðabótakröfu sína vegna buxna sem týndust í hreinsun. Bótakrafan hljóðar eftir lækkun hljóðar upp á jafnvirði rúmlega þriggja milljarða íslenskra króna. Erlent 7.6.2007 19:23
Samkomulag í loftslagsmálum Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims náðu samkomulagi í loftslagsmálum á fundi sínum í Þýskalandi í dag. Kaslari Þýskalands var sigurreif þó tillaga hennar um að útblástur yrði minnkaður um helming fyrir árið 2050, hafi ekki náð fram að ganga vegna andstöðu Bandaríkjamanna. Erlent 7.6.2007 19:13
Bandaríkjaþing ögrar forsetanum Bandaríska þingið ögraði í dag Georg W. Bush, forseta Bandaríkjanna, þegar þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpi um að auka ríkisstyrki til stofnfrumurannsókna. Erlent 7.6.2007 18:32