Viðskipti erlent

Viðskiptahallinn minnkaði í Bandaríkjunum

Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum dróst óvænt saman á milli mánaða í apríl. Veiking bandaríkjadals á stóran þátt í samdrættinum. Niðurstaðan kom greinendum á óvart.

Innflutningur dróst saman um 6,2 prósent á milli mánaða og nam viðskiptahallinn 58,5 milljörðum dala, jafnvirði 3.778 milljarða íslenskra króna. Þetta er talsverður samdráttur frá því í mars þegar hallinn nam 62,4 milljörðum dala, jafnvirði 4.030 milljörðum króna. Greinendur höfðu þvert á móti gert ráð fyrir því að viðskiptahallinn myndi aukast á milli mánaða.

Útflutningur í mánuðinum jókst um 0,2 prósent. Hann nam 129,5 milljörðum dala, jafnvirði 8.364 milljörðum króna, og hefur aldrei verið meiri, samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Mestu munar um minni innflutning á flugvélum á tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×