Bush á ferð og flugi Guðjón Helgason skrifar 9. júní 2007 18:38 Mótmælendur létu hátt í sér heyra á götum Rómarborgar í dag. George Bush Bandaríkjaforseti sótti borgina heim og var allt annað en velkominn. Forsetinn er á ferð og flugi um Evrópu þessa dagana og ræðir eldflaugavarnarkerfi og Kósóvódeiluna. Bush virðist ekki tekið opnum örmum alls staðar þar sem hann stígur niður fæti á Evrópuferð sinni. Íbúar í Róm vilja hann ekki í heimsókn og létu það berlega í ljós í dag. Bush kom til Rómar í gærkvöldi og í morgun hittu hann og Laura kona hans Napolitano forseta Ítalíu og frú, og síðan Benedikt páfa sextánda. Eftir hádegi fundaði Bush með Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu. Ýmislegt var rætt en þó ekki fangaflug eða leynifangelsi, þrátt fyrir skýrslu Evrópuráðsins þar um frá í gær og að réttarhöld væru hafi í Mílanó gegn Bandaríkjamönnum og Ítölum sem sakaðir eru um að hafa rænt múslimaklerk á Ítalíu og sent til Egyptalands þar sem hann sætti pyntingum. Kósóvódeilan var hins vegar til umræðu og sagði forsetinn að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna yrði nú að fylgja áætlun sem felur í sér að héraðinu verði veitt sjálfstæði - og það þrátt fyrir andstöðu Rússa. Ekki tókst samkomulag í málinu á nýliðnum fundi leiðtoga átta helstu iðnríkja heims. Eldflaugavarnarkerfið umdeilda var ekki áberandi í umræðunni á Ítalíu en það var megin málið í Póllandi í gær þar sem Bush ræddi við Lech Kaczynski. Hugmyndir eru uppi um að koma fyrir hluta kerfisins í Póllandi. Pútín Rússlandsforseti vill ekki að kerfið verið að veruleika. Á fundi leiðtoga átta helstu iðnríkja heims í Heiligendamm í Þýskalandi á fimmutdaginn bauð hann Bush radarkerfi í Aserbaísjan, sem Rússar leigja, fremur en að nýja kerfið yrði að veruleika. Bush gaf lítið fyrir það en sagði að samráð yrði haft. Rússum virðist hafa sárnað fundur Bush og Kaczynskis í gær. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, sagði nýja kerfið óþarft fyrst tilboð Rússa hefði komið fram. Lavorv sagði að ef Bandaríkjamenn héldu áformum sínum til streitu gæti það flækt samvinnu í kjarnorkudeilunni við Írana. Erlent Fréttir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Mótmælendur létu hátt í sér heyra á götum Rómarborgar í dag. George Bush Bandaríkjaforseti sótti borgina heim og var allt annað en velkominn. Forsetinn er á ferð og flugi um Evrópu þessa dagana og ræðir eldflaugavarnarkerfi og Kósóvódeiluna. Bush virðist ekki tekið opnum örmum alls staðar þar sem hann stígur niður fæti á Evrópuferð sinni. Íbúar í Róm vilja hann ekki í heimsókn og létu það berlega í ljós í dag. Bush kom til Rómar í gærkvöldi og í morgun hittu hann og Laura kona hans Napolitano forseta Ítalíu og frú, og síðan Benedikt páfa sextánda. Eftir hádegi fundaði Bush með Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu. Ýmislegt var rætt en þó ekki fangaflug eða leynifangelsi, þrátt fyrir skýrslu Evrópuráðsins þar um frá í gær og að réttarhöld væru hafi í Mílanó gegn Bandaríkjamönnum og Ítölum sem sakaðir eru um að hafa rænt múslimaklerk á Ítalíu og sent til Egyptalands þar sem hann sætti pyntingum. Kósóvódeilan var hins vegar til umræðu og sagði forsetinn að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna yrði nú að fylgja áætlun sem felur í sér að héraðinu verði veitt sjálfstæði - og það þrátt fyrir andstöðu Rússa. Ekki tókst samkomulag í málinu á nýliðnum fundi leiðtoga átta helstu iðnríkja heims. Eldflaugavarnarkerfið umdeilda var ekki áberandi í umræðunni á Ítalíu en það var megin málið í Póllandi í gær þar sem Bush ræddi við Lech Kaczynski. Hugmyndir eru uppi um að koma fyrir hluta kerfisins í Póllandi. Pútín Rússlandsforseti vill ekki að kerfið verið að veruleika. Á fundi leiðtoga átta helstu iðnríkja heims í Heiligendamm í Þýskalandi á fimmutdaginn bauð hann Bush radarkerfi í Aserbaísjan, sem Rússar leigja, fremur en að nýja kerfið yrði að veruleika. Bush gaf lítið fyrir það en sagði að samráð yrði haft. Rússum virðist hafa sárnað fundur Bush og Kaczynskis í gær. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, sagði nýja kerfið óþarft fyrst tilboð Rússa hefði komið fram. Lavorv sagði að ef Bandaríkjamenn héldu áformum sínum til streitu gæti það flækt samvinnu í kjarnorkudeilunni við Írana.
Erlent Fréttir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira