Erlent

Kínverskar verksmiðjur sakaðar um barnaþrælkun

Verksmiðjur í Kína hafa verið sakaðar um barnaþrælkun í framleiðslu á varningi fyrir Ólympíuleikanna sem fram fara í landinu á næsta ári. Barnaþrælkun er ekki það eina sem verksmiðjurnar eru sakaðar um.

Samkvæmt skýrslu Playfair, samtaka alþjóðastéttarlýðsfélaga, er fólk einnig neytt til þess að vinna yfirvinnu og því borguð of lág laun. Í henni var sérstaklega bent á fjórar verksmiðjur sem framleiða derhúfur, íþróttatöskur og bréfsefni, sérmerkt Ólympíuleikunum. Fyrirtækin sem eiga verksmiðjurnar hafa neitað ásökunum sem fram koma í skýrslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×