Erlent

Vill bara 3 milljarða

Guðjón Helgason skrifar

Dómari í Bandaríkjunum hefur samþykkt að lækka skaðabótakröfu sína vegna buxna sem týndust í hreinsun. Bótakrafan hljóðar eftir lækkun hljóðar upp á jafnvirði rúmlega þriggja milljarða íslenskra króna.

Roy L. Pearson, dómari við stjórnsýsludómstól í Washington, var allt annað en sáttur þegar eigendur fatahreinsunar þar í borg sögðu honum að þeir hefðu týnt buxunum hans. Jin Nam, Soo og Ki Chung báðust öll forláts og töldu málið þar með afgreitt - ef til vill yrðu þau að greiða Pearson andvirði buxnanna.

Það reyndist öðru nær. Dómarinn fór í skaðabótamál og krafan hljóðaðið upp á litlar 67 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 4,2 milljarða íslenskra króna. Rök Pearsons fyrir þessari feiknaháu bótakröfu voru þau að Chung fjölskyldan hefði auglýst á áberandi stað í fatahreinsuninni að viðskiptavinum væri tryggð ánægja með þjónustuna og hægt yrði að sækja föt úr hreinsun samdægurs - þetta hefði ekki staðist. Byggði hann kröfuna að hluta á neytendaverndarlögum.

Þegar buxurnar komu í leitirnar ákvað Pearson að halda málinu til streitu og lögsækja Chung-fjölskylduna vegna svikinna loforða sem byggðu á skiltunum - sem nú er búið að taka niður. Hann lækkaði þó kröfuna um heilar 13 milljónir bandaríkjadali.

Chris Manning, lögfræðingur Chung-fjölskyldunnar, segist sannfærður um að þau hafi sigur í málinu. Þegar buxurnar hafi verið hluti málsókninnar hafi þau geta sýnt fram á að buxurnar væru tilbúnar til afhendingar - þær hafi ekki týnst. Hvað skiltin varði hefði skynsamt fólk varla talið sig blekkt líkt með sama hætti og Pearson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×