Erlent

Fréttamynd

Fangar misnotaðir

Mannréttindasamtök segja fanga í Kína notaða sem þræla fyrir vestræn stórfyrirtæki. Þeim sé gert að framleiða vörur á borð við jólaskraut og regnhlífar og fá greitt fyrir í klinki eða ávöxtum. Kínversk yfirvöld vísa ásökununum á bug.

Erlent
Fréttamynd

Stefnir í blóðug átök

Allt stefnir í blóðuga borgarstyrjöld stríðandi fylkinga Palestínumanna. Fatah-hreyfing Mahmouds Abbas, forseta, íhugar að draga sig út úr þjóðstjórn. Á sama tíma er útlit fyrir að Ísraelar og Sýrlendingar friðmælist. Það er þó háð því að Ísraelsmenn felli niður sett skilyrði.

Erlent
Fréttamynd

"Ostaheróín" banar ungmennum í Dallas

Svokallað "ostaheróín" hefur banað 21 ungmenni í Dallas og nágrenni. Heróínið er mjög vinsælt á meðal ungmenna og kostar grammið aðeins 630 krónur. Einnig er hægt að kaupa lítinn skammt á 126 krónur.

Erlent
Fréttamynd

Fjölskylda Osama kærir vegna áreitis kennara

Foreldrar ungs drengs í New York hafa ákveðið að kæra skólakerfið, en þau vilja meina að kennarar skólans hafi lagt hann í stöðugt einelti vegna nafns hans, en strákurinn heitir Osama al-Najjar. Eru foreldrarnir reiðir vegna þess að skólayfirvöld hafi ekkert aðhafst í málinu.

Erlent
Fréttamynd

Sýrlendingar tilbúnir til friðarviðræðna við Ísrael

Sýrlendingar segjast reiðubúnir til friðarviðræðna við Ísrael, en það verði að vera án nokkurra fyrirfram skilyrða. Ahmad Arnous, utanríkisráðherra Sýrlands, sagði á fundi með fréttamönnum í dag að þeir væru reiðubúnir til að tala við Ísraela á grundvelli Madridar ályktunarinnar. Í henni er kveðið á um að Ísraelar skili herteknu landi fyrir friðarsamninga.

Erlent
Fréttamynd

Krefjast ritstjórnarlegs sjálfstæðis

Ráðandi hluthafar í bandaríska útgáfufélaginu Dow Jones hafa farið fram á að fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch og fjölmiðlasamsteypa hans, News Corporation, veiti ábyrgð fyrir því að ritstjórnarlegu sjálfstæði bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Murdoch gerði fimm milljarða dala yfirtökutilboð í útgáfufélagið í byrjun maí.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hent fram af 15 hæða húsi

Heiftin í átökum Palestínumanna á Gaza ströndinni er slík að þegar nokkrir Hamas-liðar náðu einum lífvarða Abbasar forseta á sitt vald fóru þeir með hann upp á þak á fimmtán hæða húsi og hentu honum framaf. Liðsmenn Hamas og Fatah láta sér ekki lengur nægja að ráðast á vígi hvers annars heldur eru farnir að sprengja upp heimilin líka.

Erlent
Fréttamynd

Palestínska heimastjórnin á bláþræði

Líf palestínsku heimastjórnarinnar hangir á bláþræði eftir heiftarlega innbyrðis bardaga í morgun . Hamas samtökin settu þá Fatah úrslitakosti um að rýma samstundis höfuðstöðvar sínar á Gaza ströndinni. Ellegar yrði gerð árás á þær. Sú árás var gerð skömmu síðar. Ekki er vitað um mannfall en tugir manna hafa fallið í bardögum undanfarna daga.

Erlent
Fréttamynd

Komu í veg fyrir vantrauststillögu

Öldungadeildaþingmenn repúblikana komu í gærkvöldi í veg fyrir að vantrauststilltaga á hendur Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, yrði borin upp á þingi. Ráðherann hefur legið undir ámæli síðan í fyrra þegar hann rak átta ríkissaksóknara. Demókratar segja það hafa verið gert af pólitískum ástæðum en því hafna Repúblíkanar.

Erlent
Fréttamynd

35 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi

Milan Martic, fyrrverandi leiðtogi uppreisnarmanna Króatíu-Serba, var í morgun dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi í Króatíu á tíunda áratug síðustu aldar. Hann var sakaður um að hafa skipulagt þjóðernishreinsanir og önnur óhæfuverk.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðstjórnin hugsanlega fallin

Leiðtogar Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, ákveða það á næstu klukkustundum hvort gengið verði út úr þjóðstjórn landsins aðeins þremur mánuðum eftir að hún var skipuð. Það var í mars síðastliðnum sem stjórn Fatah og Hamas tók við völdum og var með henni ætlunin að binda enda á átök fylkinganna. Síðan þá hefur komið til bardaga millið liðsmanna hreyfinganna og margir fallið.

Erlent
Fréttamynd

Fatah íhugar stjórnarslit

Talsmaður Fatah sagði fyrir nokkrum mínútum síðan að hreyfingin muni ákveða innan nokkurra klukkustunda hvort að ríkisstjórnarsamstarfi með Fatah verði hætt. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, sakaði fyrr í morgun Hamas um að reyna að taka völdin á Gaza með hervaldi.

Erlent
Fréttamynd

Tekur Blair kaþólska trú ?

Tony Blair mun fara í kveðjuheimsókn í Páfagarð hinn 23. þessa mánaðar, til þess að kveðja Benedikt sextánda páfa. Vangaveltur eru um að hann muni við það tækifæri taka kaþólska trú. Forsætisráðherrann tilheyrir nú ensku biskupakirkjunni.

Erlent
Fréttamynd

Hamas hóta árásum á höfuðstöðvar Fatah

Vopnaður armur Hamas samtakanna hótaði því í dag að ráðast á öryggismiðstöðvar sem lúta stjórn Fatah hreyfingarinnar ef hún rýmir þær ekki samstundis. Aldrei áður hefur þvílíkur úrslitakostur verið settur fram í deilu fylkinganna tveggja. Hótunin var gerð í yfirlýsingu sem útvarpað var á útvarpsstöð undir stjórn Hamas.

Erlent
Fréttamynd

50 ára ónotaður bíll grafinn upp

Þann 15. júní árið 1957 fagnaði borgin Tulsa í Oklahoma 50 ára afmæli sínu. Í tilefni dagsins var ákveðið að grafa ekta amerískt tímahylki í jörðu. Það skyldi grafið upp aftur þegar borgin ætti 100 ára afmæli. Ekta ameríska tímahylkið var náttúrlega bíll. Glænýr Plymouth Belvedere. Átta gata tryllitæki.

Erlent
Fréttamynd

Tíu ára fangelsi fyrir að þiggja munnmök

Dómari í Georgíufylki í Bandaríkjunum hefur ógilt dóm yfir 17 ára ungling sem var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að þiggja munnmök af 15 ára stúlku. Saksóknari ríkisins hefur hins vegar áfrýjað niðurstöðu dómarans og vill halda drengnum í fangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Martic dæmdur í 35 ára fangelsi

Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna dæmdi í morgun serbneska uppreisnarleiðtogann Milan Martic í 35 ára fangelsi. Martic barðist fyrir sjálfstæði króatískra Serba á árunum 1991 til 1995.

Erlent
Fréttamynd

Sumarbústaðir í Danmörku seljast illa

Sumarbústaðir á Jótlandi í Danmörku seljast ekki lengur, jafnvel ekki á vinsælum svæðum í grennd við Árósa. Jótlandspósturinn hefur það eftir fasteignasölum að verðið sé of hátt, eða allt upp í 15 milljónir íslenskra króna fyrir góða bústaði og hafi verðið hækkað um 300 prósent á tíu árum.

Erlent
Fréttamynd

Barist á Gaza þrátt fyrir vopnahlé

Hamas og Fatah hreyfingarnar börðust harkalega í gærkvöldi og í nótt þrátt fyrir að vopnahléi hefði verið lýst yfir. 14 manns létu lífið í átökunum. Þrír stuðningsmenn Fatah voru skotnir til bana á sjúkrahúsi í bænum Beit Hanoun. Í nótt var gerð árás á heimili forsætisráðherra Palestínu, Ismail Haniya en hann sakaði ekki í árásinni.

Erlent
Fréttamynd

Of fá eftirnöfn í Kína

Kínverjar, sem eru um 1,3 milljarður talsins, deila með sér 1.601 eftirnafni. Lögreglan í Kína er því að íhuga að biðja stjórnvöld að samþykkja ný lög sem myndu heimila að börn fengju eftirnöfn beggja foreldra. Með því yrði eftirnafnafjöldi í Kína aukinn í tæplega 1,3 milljónir.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn drepa afganska lögreglumenn

Bandarískir hermenn í Afganistan drápu óvart sjö afganska lögreglumenn í nótt. Bandaríski herinn var kallaður til aðstoðar eftir að lögreglumennirnir lentu í átökum við vígamenn talibana.

Erlent
Fréttamynd

Uppreisnarmenn í Nígeríu sleppa tólf úr haldi

Uppreisnarmenn í Nígeríu slepptu í gærkvöldi og nótt alls tólf manns úr gíslingu. Mönnunum hafði verið rænt á nokkurra vikna tímabili í Níger-ósunum en þar fer fram gríðarmikil olíuframleiðsla.

Erlent
Fréttamynd

Repúblikanar verja Gonzales

Öldungadeildaþingmenn repúblikana komu í gærkvöldi í veg fyrir að vantrauststilltaga á hendur Alberto Gonzales, aðalsaksóknara Bandaríkjanna, yrði borin upp.

Erlent
Fréttamynd

Hæstiréttur Suður Karólínu hafnar vörn unglingspilts

Hæstiréttur Suður Karólínu í Bandaríkjunum hefur hafnað vörn hins 18 ára gamla Christopher Pittman sem að skaut ömmu sína og afa til bana áður en hann kveikti í húsi þeirra. Pittman framdi ódæðið árið 2001, þegar hann var aðeins 12 ára gamall.

Erlent
Fréttamynd

Fyrrverandi hermaður fær greiddar bætur

Breskur fyrrverandi hermaður sem lamaðist frá mitti eftir að hafa lent í bílslysi við skyldustörf hefur verið verið dæmdar fjórar milljónir punda í bætur. Maðurinn sem var í Land Rover bifreið sem valt fór í mál við varnarmálaráðuneytið.

Erlent
Fréttamynd

Heitt í Pakistan

Það er erfitt að lifa í Pakistan þessa dagana. Ekki vegna átaka heldur hita. Hitabylgja hefur gengið yfir landið og hiti mælst mestur fimmtíu og tvær gráður. Tugir manna háfa dáið af völdum hitans. Áætlað er að heitt verði víða um Pakistan fram eftir vikunni.

Erlent
Fréttamynd

Milosevic á yfir höfði sér ákæru fyrir smygl

Ekkja og sonur Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Serbíu, eiga yfir höfði sér ákæru fyrir sígarettusmygl á tíunda áratug síðustu aldar. Mirjana Markovic og Marko Milosevic eru talin hafa hagnast um milljónir dala fyrir að hafa stjórnað smygli á sígarettum.

Erlent
Fréttamynd

2 starfsmenn Rauða krossins týndu lífi

Tveir líbanskir starfsmenn Rauða krossins týndu lífi í átökum við Nahr al-Bared flóttamannabúðir Palestínumanna í norðurhluta Líbanons í dag. Líbanski herinn hefur barist þar við liðsmenn herskáu samtakanna Fatah al-Islam sem halda til í búðunum. Almennir borgarar hafa orðið illa úti í átökunum en herinn hefur skotið stíft á búðirnar.

Erlent