35 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi Guðjón Helgason skrifar 12. júní 2007 12:26 Milan Martic var dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi í morgun. MYND/AP Milan Martic, fyrrverandi leiðtogi uppreisnarmanna Króatíu-Serba, var í morgun dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi í Króatíu á tíunda áratug síðustu aldar. Hann var sakaður um að hafa skipulagt þjóðernishreinsanir og önnur óhæfuverk. Það var alþjóða stríðsglæpadómstóllinn í Haag í Hollandi sem kvað upp dóminn í morgun. Réttarhöldin yfir Martic stóðu yfir í eitt og hálft ár, eða frá desemb 2005 og fram í janúar síðastliðinn. Martic, sem er fimmtíu og tveggja ára, barðist fyrir sjálfstæði Serba á árunum 1991 til 1995. Hann var leiðtogi Serba í Krajina-héraði í Króatíu. Hann var sakaður um að hafa skipulagt þjóðernishreinsanir og að hafa flutt alla aðra en Serba úr héraðinu með valdi. Hann var einni sakaður um að hafa skipulagt eldflaugaárás á Zagreb sem varð sjö manns að bana. Valdatíð Martic lauk þegar Króatar náðu Krajina-héraði á sitt vald 1995. Martic fór þá huldu höfði fram til ársins 2002 þegar hann gaf sig fram við dómstólinn. Í málflutningi saksóknara var því haldið fram að leiðtogar Serba hafi ætlað sér að leggja undir sig landsvæði Serba í Bosníu og Króatíu og stofna stórt sjálfstætt ríki. Martic var yfirmaður lögreglu á svæðinu áður en til átaka kom. Hann er sagður hafa hjálpað til við að þjálfa lögreglu og sérsveitir Serba og búa þær vopnum. Saksóknari sagði Martic hafa átt stóran þátt í miklu samsæri Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu. Martic er fyrsti leiðtoginn úr Krajina-héraði sem réttað er yfir. Fyrirrennari hans, Milan Babic, kom sér hjá réttarhöldum með því að játa á sig þjóðernishreinsanir og ofsóknir og var dæmdur í þrettán ára fangelsi 2004. Eftirlýstir leiðtogar Bosníu-Serba, þeir Ratko Mladic og Radovan Karadzic, ganga enn lausir. Erlent Fréttir Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Milan Martic, fyrrverandi leiðtogi uppreisnarmanna Króatíu-Serba, var í morgun dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi í Króatíu á tíunda áratug síðustu aldar. Hann var sakaður um að hafa skipulagt þjóðernishreinsanir og önnur óhæfuverk. Það var alþjóða stríðsglæpadómstóllinn í Haag í Hollandi sem kvað upp dóminn í morgun. Réttarhöldin yfir Martic stóðu yfir í eitt og hálft ár, eða frá desemb 2005 og fram í janúar síðastliðinn. Martic, sem er fimmtíu og tveggja ára, barðist fyrir sjálfstæði Serba á árunum 1991 til 1995. Hann var leiðtogi Serba í Krajina-héraði í Króatíu. Hann var sakaður um að hafa skipulagt þjóðernishreinsanir og að hafa flutt alla aðra en Serba úr héraðinu með valdi. Hann var einni sakaður um að hafa skipulagt eldflaugaárás á Zagreb sem varð sjö manns að bana. Valdatíð Martic lauk þegar Króatar náðu Krajina-héraði á sitt vald 1995. Martic fór þá huldu höfði fram til ársins 2002 þegar hann gaf sig fram við dómstólinn. Í málflutningi saksóknara var því haldið fram að leiðtogar Serba hafi ætlað sér að leggja undir sig landsvæði Serba í Bosníu og Króatíu og stofna stórt sjálfstætt ríki. Martic var yfirmaður lögreglu á svæðinu áður en til átaka kom. Hann er sagður hafa hjálpað til við að þjálfa lögreglu og sérsveitir Serba og búa þær vopnum. Saksóknari sagði Martic hafa átt stóran þátt í miklu samsæri Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu. Martic er fyrsti leiðtoginn úr Krajina-héraði sem réttað er yfir. Fyrirrennari hans, Milan Babic, kom sér hjá réttarhöldum með því að játa á sig þjóðernishreinsanir og ofsóknir og var dæmdur í þrettán ára fangelsi 2004. Eftirlýstir leiðtogar Bosníu-Serba, þeir Ratko Mladic og Radovan Karadzic, ganga enn lausir.
Erlent Fréttir Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira