Erlent

Sýrlendingar tilbúnir til friðarviðræðna við Ísrael

Óli Tynes skrifar
Horft til Golan hæða.
Horft til Golan hæða.

Sýrlendingar segjast reiðubúnir til friðarviðræðna við Ísrael, en það verði að vera án nokkurra fyrirfram skilyrða. Ahmad Arnous, utanríkisráðherra Sýrlands, sagði á fundi með fréttamönnum í dag að þeir væru reiðubúnir til að tala við Ísraela á grundvelli Madridar ályktunarinnar. Í henni er kveðið á um að Ísraelar skili herteknu landi fyrir friðarsamninga.

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels hefur hinsvegar boðist til að skila Sýrlendingum aftur Gólan hæðum gegn þeirri viðbót að þeir slíti öll tengsl við Íran, Hisbolla og önnur hryðjuverkasamtök.

Ísraelar hafa áhyggjur af því að Sýrlendingar hyggi á stríð í sumar til þess að endurheimta Golan hæðirnar sem Ísraelar hertóku í sex daga stríðinu árið 1967.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×