Erlent

Repúblikanar verja Gonzales

Jónas Haraldsson skrifar

Öldungadeildaþingmenn repúblikana komu í gærkvöldi í veg fyrir að vantrauststilltaga á hendur Alberto Gonzales, aðalsaksóknara Bandaríkjanna, yrði borin upp.

Demókratar þurftu að ná sextíu atkvæðum af 100 til þess að lýsa yfir vantrausti. 53 þingmenn samþykktu tillöguna. Demókratar vonuðust til þess að tillagan yrði samþykkt og þeir síðan krafist þess formlega að Gonzales segði af sér. Hann rak átta ríkissaksóknara á síðasta ári en demókratar vilja meina að brottrekstarnir eigi sér pólitískar ástæður.

Talsmenn Gonzales hafa hins vegar bent á að forsetinn skipi aðalsaksóknara, sem síðan skipar ríkissaksóknarana og ef þeir aðhyllist ekki stefnu aðalsaksóknara séu þeir ekki hæfir til þess að sinna starfi sínu og því hafi Gonzales verið heimilt að reka þá.

George Bush, forseti Bandaríkjanna, skipaði Gonzales í embætti í febrúar árið 2005. Þeir höfðu áður unnið saman í Texas þegar Bush var ríkisstjóri þar. Bush hefur stutt Gonzales dyggilega í baráttu hans við demókrata. Talsmaður forsetans sagði að aðeins forsetinn geti ákveðið hvort að Gonzales sé hæfur til þess að gegna embætti eður ei.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×