Erlent

Martic dæmdur í 35 ára fangelsi

Jónas Haraldsson skrifar

Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna dæmdi í morgun serbneska uppreisnarleiðtogann Milan Martic í 35 ára fangelsi. Martic barðist fyrir sjálfstæði króatískra Serba á árunum 1991 til 1995.

Hann var sakaður um að hafa skipulagt þjóðernishreinsanir og flutt fólk, annað en Serba, úr héraðinu með valdi. Hann fyrirskipaði einnig eldflaugaárás á Zagreb sem varð sjö manns að bana. Réttarhöldin yfir Martic stóðu yfir í eitt og hálft ár, eða frá í desember 2005 til janúar 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×