Erlent

Fréttamynd

Naglar, gas og bensín í sprengjunni í Lundúnum

Lögreglan í Lundúnum fann og gerði óvirka sprengju sem fannst í bíl nærri Piccadilly Circus í miðborginni í nótt. Sprengjan er sögð hafa verið stór. Sprengjusveit lögreglunnar var kölluð til og sprengdi hún hana í loft upp. Í bílnum fundust naglar og mikið af bensíni og gasi í kútum.

Erlent
Fréttamynd

Galdraráðstefna í Noregi

Meira en sextíu sérfræðingar í fjölkynngi víðs vegar að úr heiminum ætla að hittast í bænum Vardo í Noregi til skrafs og ráðagerða. Ráðstefnan, sem ber heitið Alþjóðlega miðnætur fjölkyngis ráðstefnan, er skipulögð af skandínavískum og bandarískum háskólum.

Erlent
Fréttamynd

Eldsvoði í Stokkhólmi

Mikill eldur kom upp í líkamsræktarstöð á Långholmsgatan í Stokkhólmi um hádegisbilið í dag. Einungis liðu tíu mínútur frá því að brunavarnarkerfið fór í gang og þar til staðurinn var orðinn alelda. Snör viðbrögð starfsmanna urðu til þess að allir komust út en að sögn Anders Bergqvist sem leiddi björgunaraðgerðirnar munaði mjóu þar sem eldurinn breiddist gífurlega hratt út.

Erlent
Fréttamynd

Algert bann við umskurði kvenna í Egyptalandi

Stjórnvöld í Egyptalandi hafa lagt algert bann á umskurð kvenna. Ákvörðunin er tekin í kjölfar þess að ung stúlka dó nýlega á meðan á umskurði stóð. Bann við umskurði kvenna tók gildi í Egyptalandi fyrir 10 árum en var aðgerðin þó leyfð í sérstökum tilfellum og þá eingöngu ef hún var í höndum hæfra lækna.

Erlent
Fréttamynd

Fimm klappstýrur létust í bílslysi

Fimm stúlkur úr klappstýruliði bandaríska menntaskólans Fairport létust á þriðjudag eftir árekstur við vörubíl nærri Rochester. Stúlkurnar voru á leið heim úr helgarferðalagi ásamt fjórum öðrum úr klappstýruliðinu sem keyrðu í bíl fyrir aftan þær. Stúlkurnar í aftari bílnum urðu vitni að því þegar bíll stúlknanna sem létust fór yfir á vitlausan vegarhelming og mætti vörubíl.

Erlent
Fréttamynd

Jarðskjálfti í Chile

Jarðskjálfti varð 150 KM norður af Valparaiso í Chile í dag. Skjálftinn var 5.6 á ricter. Hann fannst vel í höfuðborginni Santiago og skulfu byggingar og rúður. Engar upplýsingar eru um tjón eða slys á fólki.

Erlent
Fréttamynd

Áherslan á innanríkismál

Töluverðar breytingar urðu á ráðherraliðinu í nýrri ríkisstjórn Gordons Browns, forsætisráðherra Bretlands, sem kynnt var í dag. Skipt var um utanríkisráðherra og kona í fyrsta sinn skipuð innanríkisráðherra. Breskur stjórnmálafræður sem staddur er á Íslandi telur að Brown leggi áherslu á mál sem komi við buddu almennra Breta og láti sérfróða um heimsmálin.

Erlent
Fréttamynd

Skógareldar í Grikklandi

Skógareldar sem geisa í Grikklandi hafa orðið að minnsta kosti tveimur að bana og eyðilagt mörg heimili. Þetta er aðeins nokkrum dögum eftir að gífurleg hitabylgja varð til þess að minnsta kosti níu manns létust úr hitaslagi.

Erlent
Fréttamynd

Olíuverð ekki hærra í 10 mánuði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu skaust yfir 70 dali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum í dag vegna yfirvofandi skorts á eldsneyti yfir sumartímann. Verðið hefur ekki verið jafn hátt síðan síðasta haust.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hægur hagvöxtur í Bandaríkjunum

Hagvöxtur mældist 0,7 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að hagvöxtur hafi ekki mælst minni í fjögur ár er þetta 0,1 prósentustigi meira en gert var ráð fyrir. Hagfræðingar höfðu hins vegar gert ráð fyrir 0,8 prósenta hagvexti.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hæstiréttur stöðvar aftöku geðsjúks manns

Hæstiréttur í Washington stöðvaði í dag aftöku geðsjúks manns sem hlaut lífstíðardóm árið 1995. Maðurinn drap foreldra fyrrverandi konu sinnar árið 1992. Maðurinn klæddist fjólubláum kúrekafötum við réttarhöldin og kenndi John F. Kennedy og Jesú um morðin. Atkvæðagreiðsla hæstaréttar um málið endaði 5-4.

Erlent
Fréttamynd

Flugslys í Angólu

TAAG Boeing 737 flugvél hrapaði í norðurhluta Angólu í dag með 78 farþega innanborðs. Að minnsta kosti sex hafa látið lífið og margir slasaðir hafa verið fluttir á sjúkrahús. Samkvæmt ANGPOP fréttastofunni missti flugvélin jafnvægi við lendingu og brotlenti á byggingu sem eyðilagðist.

Erlent
Fréttamynd

11 manns látist á tíu dögum í Texas

Flóð í Texas hafa orðið 11 manns að bana í Marbles Falls síðustu tíu daga. Stanslaus rigning og vindur í gær gerði það að verkum að þyrlur þurftu að gera bið á því að bjarga fólkum af húsþökum heimila sinna.

Erlent
Fréttamynd

Hjónum sleppt gegn tryggingu í Pakistan

Hæstiréttur í Pakistan hefur skipað fyrir um að hjón sem hafa verið í haldi verði sleppt gegn tryggingu. Hjónin voru handtekin eftir að í ljós kom að eiginmaðurinn Shumail Raj væri í raun kona. Þau voru upprunalega dæmd í þriggja ára fangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Samsvörun í fuglaflensutilvikum í Tékklandi og Þýskalandi

Fuglaflensutilvik sem hafa komið upp í Tékklandi og suðurhluta Frakklands síðustu misseri eru talin eiga sama uppruna. Heilbrigðisyfirvöld í Tékklandi hafa fundið H5N1 afbrigði veirunar í tveimur fuglabúum og í einum dauðum svani á meðan þjóðverjar hafa fundið veiruna í þónokkrum villtum fuglum.

Erlent
Fréttamynd

Metafkoma hjá BBC

Breska ríkisútvarpið (BBC) skilaði hagnaði upp 111,1 milljónir punda, um 14 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er metafkoma í sögu útvarpsins sem skrifast að miklu leyti á góða sölu á mynddiskaútgáfum sjónvarpsþátta á borð við Planet Earth, Life on Mars og Doctor Who, sem nú er sýndur í Ríkissjónvarpinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

S-Kórea mun bæta verkamönnum upp tekjutap

Suður-Kórea mun eyða 140,3 milljörðum dala til að bæta sjómönnum og bændum upp tap sem þeir verða fyrir vegna samnings um frjáls viðskipti við Bandaríkin. Samningurinn gildir til ársins 2013 og búist er við að efnahagur S-Kóreu styrkist til muna.

Erlent
Fréttamynd

Táningur handtekinn fyrir morð í Englandi

Táningur hefur verið handtekinn fyrir morðið á hinum 14 ára gamla Martin Dinnegan. Dinnegan var stunginn til bana eftir að hann og vinir hans lentu í útistöðum við 20 manna hóp á þriðjudaginn.

Erlent
Fréttamynd

Impregilo grunað um svik á Ítalíu

Gengi hlutabréfa í ítalska verktakafyrirtækin Impregilo, sem meðal annars sér um framkvæmdir á Kárahnjúkum, féll um rúm 15 prósent á hlutabréfamarkaði á Ítalíu eftir að ítalskur ríkissaksóknari þar í landi bannaði fyrirtækinu að nýta sér meinaði fyrirtækinu sjá um eyðingu úrgangs í Campaniahéraði á Ítalíu. Fyrirtækið er grunað um svik í tengslum við eyðinguna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tveir láta lífið í sjálfsmorðsárás í Kabúl

Tveir vestrænir öryggisverðir létu lífið í dag í höfuðborg Afghanistan, Kabúl. Mennirnir létust þegar ráðist var að bílalest þeirra með sjálfmorðssprengjubíl. Talíbanar segjast bera ábyrgð á árásinni.

Erlent
Fréttamynd

Menntun flóttabarna

Átta milljón börn flóttamanna munu njóta menntunar ef áætlun Alþjóðasamtaka Barnaheilla nær fram að ganga. Þegar hafa þau komið á þriðju milljón barna til hjálpar. Neyðarteymi samtakanna fundar í Reykjavík þessa dagana.

Innlent
Fréttamynd

Sjúkrahús í Los Angeles losa sig við heimilislausa

Saksóknarar í Los Angeles hafa skráð borgaralega kvörtun gegn tveimur sjúkrahúsum og flutningafyrirtæki fyrir að losa sig við heimilislausa sem þurfa hjálp. Vitað er um fjögur aðskilin atvik. Á meðal þeirra sem hafa verið sendir í burtu er hinn 54 ára gamli Gabino Olvera.

Erlent
Fréttamynd

Lockerbie-málið verður tekið upp á ný

Hæstiréttur Skotlands þarf að taka fyrir áfrýjun í máli líbíska leyniþjónustumannsins Abdel Basset al-Megrahi sem sakfelldur var fyrir aðild sína að Lockerbie sprengjuárásinni árið 2001. Sjálfstæð eftirlitsnefnd skoska ríkisins komst að þessari niðurstöðu í morgun. Víst þykir að aðstandendur fórnarlambanna eigi eftir að mótmæla niðurstöðunni harkalega.

Erlent
Fréttamynd

FIFA endurskoðar hæðarbann

Forseti FIFA, Sepp Blatter, sagði í dag að hann myndi endurskoða ákvörðun sambandsins um að banna alþjóðlega knattspyrnuleiki 3.000 metrum yfir sjávarmáli og athuga hvort ætti að ógilda hana. Yfirlýsing Blatters kemur í kjölfar fundar með forseta Bólivíu, Evo Morales. Það var í gær sem að FIFA ákvað að hækka viðmiðið úr 2.500 metrum í 3.000. Lokaniðurstöðu í málinu verður að vænta í næstu viku.

Erlent
Fréttamynd

Unglingspiltur dregur játningu til baka í Bandaríkjunum

Kenneth Bartley hefur dregið játningu sína til baka, en hann var dæmdur fyrir tæplega tveimur árum fyrir morð á aðstoðarskólastjóranum sínum. Einnig var hann dæmdur fyrir tilraun til manndráps. Bartley, sem er 15 ára, segir nú að þáverandi lögfræðingur sinn hafi sagt honum að játa.

Erlent
Fréttamynd

Eþíópía býr sig undir innrás frá Eritreu

Stjórnvöld í Eþíópíu sögðu frá því í dag að þau séu að búa sig undir innrás frá grannþjóðinni Eritreu. Löndin tvö börðust hatrammlega um svæði á landamærum sínum á árunum 1998 til 2000. Ráðamenn í Eþíópíu segja undirbúninginn fyrirbyggjandi og til þess að geta hrundið árás ef til hennar kemur. Stjórnvöld í Eritreu neita því hins vegar að þau hafi í hyggju að ráðast inn í Eþíópíu.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldi fanga eykst ört

Fjöldi fanga í fangelsum í Bandaríkjunum fjölgaði um 42.000 síðasta ár. Það er mesti fjöldi nýrra fanga síðan árið 2000. Samtals eru 2,2 milljónir manna í fangelsum í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Capello sagður á förum frá Real

Spænska blaðið Marca fullyrðir í dag að þjálfari Spánarmeistara Real Madrid, Ítalinn Fabio Capello, hafi verið rekinn úr starfi. Hermt er að Pedja Mijatovic, íþróttamálastjóri félagsins, hafi þegar tjáð aðstoðarmanni Capellos að krafta hans sé ekki lengur óskað en Capello er nú í fríi í Kína.

Fótbolti