Erlent

Hjónum sleppt gegn tryggingu í Pakistan

Aron Örn Þórarinsson skrifar
AP

Hæstiréttur í Pakistan hefur skipað fyrir um að hjón sem hafa verið í haldi verði sleppt gegn tryggingu. Hjónin voru handtekin eftir að í ljós kom að eiginmaðurinn Shumail Raj væri í raun kona. Þau voru upprunalega dæmd í þriggja ára fangelsi.

Raj hefur farið í tvær aðgerðir á síðastliðnum 16 árum til að breyta sér í konu. Hann hefur meðal annars látið fjarlægja brjóst sín og leg. Raj giftist svo frænku sinni svo hún kæmist hjá því að vera seld manni upp í spilaskuld frænda hennar. Þrátt fyrir að Raj vaxi skegg segja læknar að hann sé ennþá kona. Þess er krafist að hjónaband þeirra verði ógilt þar sem tveimur konum er bannað að giftast samkvæmt íslömskum lögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×